Bankarnir spá 50 punkta hækkun stýrivaxta í dag 14. september 2006 09:29 Á bensínstöðinni Lækkun bensínverðs er meðal þess sem vegur þungt í verðbólgumælingu Hagstofunnar, en verðbólga milli mánaða reyndist minni en spáð hafði verið, þrátt fyrir útsölulok.Fréttablaðið/Valli Seðlabanki Íslands tilkynnir í dag ákvörðun sína um stýrivexti og er jafnvel talið að með hækkun nú ljúki vaxtahækkunarferli bankans. Verðbólga er enn hátt yfir markmiði Seðlabankans, en reyndist þó heldur minni í síðustu mælingu en spáð hafði verið. Gangi spár bankanna eftir verða stýrivextir fjórtán prósent. Greiningardeildir bankanna spá því allar að Seðlabanki Íslands hækki í dag stýrivexti um 0,5 prósentustig og þeir verði því fjórtán prósent eftir hækkun. Jafnframt er trú manna að vaxtahækkunarferli bankans sé að ljúka, en það hefur staðið frá vordögum 2004. Verðbólga reyndist í síðustu mælingu Hagstofu Íslands hafa hækkað minna milli mánaða en við var búist, eða um 0,61 prósent og mælist tólf mánaða verðbólga nú 7,6 prósent. Er það almennt mat greinenda að verðbólgan hafi náð toppi sínum og sé nú tekin að hjaðna. Við gerum því líka skóna að þetta verði síðasta hækkun bankans, þótt vissulega sé allt breytingum háð í þessum heimi, segir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings banka. Í júní og júlí hélt maður til dæmis að samdráttur væri að bresta á en svo snerist allt við, hlutabréf hækkuðu og krónan líka og jeppaverð lækkaði um leið. Hann segir reyndar líka að endurskoðaðar hagvaxtartölur fyrir síðasta ár setji strik í reikninginn, en hagvöxtur reyndist meiri en áður hafði verið sagt. Líkön Seðlabankans eru mjög viðkvæm fyrir þessu, en trúlega verður þetta ekki tekið inn í spá bankans fyrr en næst í nóvember. Greiningardeild Landsbankans segist gera ráð fyrir hratt lækkandi verðbólgu og nýjustu verðbólgutölur Hagstofunnar styðji þá skoðun bankans. Háir stýrivextir samfara hjaðnandi verðbólgu munu á næstu vikum ná að lyfta raunvöxtum á markaði og draga þar með úr innlendri eftirspurn. Gangi þetta eftir skapast innan fárra mánaða forsendur til að slaka á peningastefnunni á ný, segir greiningardeild bankans í nýju áliti sínu. Í áliti greiningardeildar Glitnis segir sömuleiðis að búist sé við því að hækkun stýrivaxta nú verði annaðhvort sú síðasta eða næst síðasta hjá bankanum í vaxtahækkunarferlinu. Verðbólgan er hins vegar enn há og þenslan nokkur í þjóðarbúskapnum sem mun eflaust knýja Seðlabankann til að halda stýrivöxtum sínum háum nokkuð fram á næsta ár, segir Glitnir og bendir á að atvinnuleysi sé minna en nokkru sinni fyrr og einnig að hagvöxtur á síðasta ári hafi reynst meiri í nýbirtum tölum Hagstofu og langt umfram þann vöxt er samrýmist lágri verðbólgu. Verðbólgan mun áfram vera mikil fram á næsta ár og gæti aukist lítillega á næstu mánuðum frá því sem nú er, segir greiningardeildin. olikr@frettabladid.is Viðskipti Mest lesið Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Sjá meira
Seðlabanki Íslands tilkynnir í dag ákvörðun sína um stýrivexti og er jafnvel talið að með hækkun nú ljúki vaxtahækkunarferli bankans. Verðbólga er enn hátt yfir markmiði Seðlabankans, en reyndist þó heldur minni í síðustu mælingu en spáð hafði verið. Gangi spár bankanna eftir verða stýrivextir fjórtán prósent. Greiningardeildir bankanna spá því allar að Seðlabanki Íslands hækki í dag stýrivexti um 0,5 prósentustig og þeir verði því fjórtán prósent eftir hækkun. Jafnframt er trú manna að vaxtahækkunarferli bankans sé að ljúka, en það hefur staðið frá vordögum 2004. Verðbólga reyndist í síðustu mælingu Hagstofu Íslands hafa hækkað minna milli mánaða en við var búist, eða um 0,61 prósent og mælist tólf mánaða verðbólga nú 7,6 prósent. Er það almennt mat greinenda að verðbólgan hafi náð toppi sínum og sé nú tekin að hjaðna. Við gerum því líka skóna að þetta verði síðasta hækkun bankans, þótt vissulega sé allt breytingum háð í þessum heimi, segir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings banka. Í júní og júlí hélt maður til dæmis að samdráttur væri að bresta á en svo snerist allt við, hlutabréf hækkuðu og krónan líka og jeppaverð lækkaði um leið. Hann segir reyndar líka að endurskoðaðar hagvaxtartölur fyrir síðasta ár setji strik í reikninginn, en hagvöxtur reyndist meiri en áður hafði verið sagt. Líkön Seðlabankans eru mjög viðkvæm fyrir þessu, en trúlega verður þetta ekki tekið inn í spá bankans fyrr en næst í nóvember. Greiningardeild Landsbankans segist gera ráð fyrir hratt lækkandi verðbólgu og nýjustu verðbólgutölur Hagstofunnar styðji þá skoðun bankans. Háir stýrivextir samfara hjaðnandi verðbólgu munu á næstu vikum ná að lyfta raunvöxtum á markaði og draga þar með úr innlendri eftirspurn. Gangi þetta eftir skapast innan fárra mánaða forsendur til að slaka á peningastefnunni á ný, segir greiningardeild bankans í nýju áliti sínu. Í áliti greiningardeildar Glitnis segir sömuleiðis að búist sé við því að hækkun stýrivaxta nú verði annaðhvort sú síðasta eða næst síðasta hjá bankanum í vaxtahækkunarferlinu. Verðbólgan er hins vegar enn há og þenslan nokkur í þjóðarbúskapnum sem mun eflaust knýja Seðlabankann til að halda stýrivöxtum sínum háum nokkuð fram á næsta ár, segir Glitnir og bendir á að atvinnuleysi sé minna en nokkru sinni fyrr og einnig að hagvöxtur á síðasta ári hafi reynst meiri í nýbirtum tölum Hagstofu og langt umfram þann vöxt er samrýmist lágri verðbólgu. Verðbólgan mun áfram vera mikil fram á næsta ár og gæti aukist lítillega á næstu mánuðum frá því sem nú er, segir greiningardeildin. olikr@frettabladid.is
Viðskipti Mest lesið Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Sjá meira