Orkufyrirtækin færðu 20 milljarða skatt til tekna 13. september 2006 00:01 Starfsmenn við framkvæmdir á kárahnjúkum. Tekjuskattsinneign orkufyrirtækja myndast vegna mismunar á afskriftahraða fastafjármuna í skattauppgjöri annars vegar og reikningsskilum hins vegar. Á fyrri hluta ársins tekjufærðu orkufyrirtækin þrjú, Hitaveita Suðurnesja, Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur, tekjuskatt að upphæð 21,3 milljarðar króna en þar til um síðustu áramót voru fyrirtækin undanþegin greiðslu tekjuskatts. Skattainneignin myndast með tvenns konar hætti. Annars vegar tekjufærðu orkufyrirtækin 18 eða 26 prósenta tekjuskatt vegna taprekstrar á tímabilinu en samanlagt töpuðu þau 11,6 milljörðum króna eftir skatta á fyrri hluta ársins. Neikvæð afkoma er að mestu leyti rakin til gengistaps af erlendum lánum. Dró reiknuð skattaeign verulega úr taprekstri LV og OR og skilaði HS réttu megin við núllið en tap félaganna fyrir skatt nam um 33 milljörðum króna. Hins vegar verður til skattainneign vegna mismunandi afskriftahraða á skattalegu verði eigna og skulda og bókhaldslegu verði þeirra en afskriftir eru hægari í skattalegu tilliti. Eignir hjá orkufyrirtækjum eru afskrifaðar á 20-100 árum þannig að afskriftir eiga sér stað yfir langan tíma. "Þegar afskrifað er hraðar skattalega en bókhaldslega myndast skattsskuldbinding til framtíðar sem kemur þá inn sem kostnaður í rekstri en hins vegar hefur verið afskrifað hraðar í bókhaldi OR en skattalega á undanförnum árum, sem myndar þá skattalega eign," segir Guðmundur Þóroddsson, forstjóri OR. Reiknaða skattinneignin er eignfærð í efnahagsreikning en mótbókunin kemur í rekstrarreikning. Áætla stjórnendur OR að inneignin hafi numið tveimur milljörðum króna en hún liggur ekki nákvæmlega fyrir. "Óvissan helgast af því að þetta eru eignir áratugi aftur í tímann sem er verið að meta upp til afskriftastofns í þessu skattalega umhverfi samkvæmt ákveðnum reglum. Menn hafa verið að viðra leiðir fyrir skattayfirvöld að samþykkja um hvernig þetta sé metið." Landsvirkjun átti í lok júni um 82 milljarða króna í ónotaðan skattalegan frádrátt. Fyrirtækið tekjufærði skattainneign að fjárhæð 16,1 milljarður á fyrri hluta ársins en hefði getað tekjufært um 21 milljarð miðað við heimildir skattalaga. Að sögn Stefáns Péturssonar, framkvæmdastjóra fjármálasviðs LV, voru öll varúðarsjónarmið höfð til hliðsjónar við þetta mat. "Okkar mat er að þetta sé eign sem við getum nýtt okkur á næstu árum." Viðskipti Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira
Á fyrri hluta ársins tekjufærðu orkufyrirtækin þrjú, Hitaveita Suðurnesja, Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur, tekjuskatt að upphæð 21,3 milljarðar króna en þar til um síðustu áramót voru fyrirtækin undanþegin greiðslu tekjuskatts. Skattainneignin myndast með tvenns konar hætti. Annars vegar tekjufærðu orkufyrirtækin 18 eða 26 prósenta tekjuskatt vegna taprekstrar á tímabilinu en samanlagt töpuðu þau 11,6 milljörðum króna eftir skatta á fyrri hluta ársins. Neikvæð afkoma er að mestu leyti rakin til gengistaps af erlendum lánum. Dró reiknuð skattaeign verulega úr taprekstri LV og OR og skilaði HS réttu megin við núllið en tap félaganna fyrir skatt nam um 33 milljörðum króna. Hins vegar verður til skattainneign vegna mismunandi afskriftahraða á skattalegu verði eigna og skulda og bókhaldslegu verði þeirra en afskriftir eru hægari í skattalegu tilliti. Eignir hjá orkufyrirtækjum eru afskrifaðar á 20-100 árum þannig að afskriftir eiga sér stað yfir langan tíma. "Þegar afskrifað er hraðar skattalega en bókhaldslega myndast skattsskuldbinding til framtíðar sem kemur þá inn sem kostnaður í rekstri en hins vegar hefur verið afskrifað hraðar í bókhaldi OR en skattalega á undanförnum árum, sem myndar þá skattalega eign," segir Guðmundur Þóroddsson, forstjóri OR. Reiknaða skattinneignin er eignfærð í efnahagsreikning en mótbókunin kemur í rekstrarreikning. Áætla stjórnendur OR að inneignin hafi numið tveimur milljörðum króna en hún liggur ekki nákvæmlega fyrir. "Óvissan helgast af því að þetta eru eignir áratugi aftur í tímann sem er verið að meta upp til afskriftastofns í þessu skattalega umhverfi samkvæmt ákveðnum reglum. Menn hafa verið að viðra leiðir fyrir skattayfirvöld að samþykkja um hvernig þetta sé metið." Landsvirkjun átti í lok júni um 82 milljarða króna í ónotaðan skattalegan frádrátt. Fyrirtækið tekjufærði skattainneign að fjárhæð 16,1 milljarður á fyrri hluta ársins en hefði getað tekjufært um 21 milljarð miðað við heimildir skattalaga. Að sögn Stefáns Péturssonar, framkvæmdastjóra fjármálasviðs LV, voru öll varúðarsjónarmið höfð til hliðsjónar við þetta mat. "Okkar mat er að þetta sé eign sem við getum nýtt okkur á næstu árum."
Viðskipti Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira