Barr leggur fram nýtt tilboð í Pliva á móti Actavis 9. september 2006 00:01 Auglýsing Actavis í króatíu. Svona lítur út heilsíðuauglýsing frá Actavis sem birtist í króatískum dagblöðum fyrir helgi. Króatíska fjármálaeftirlitið fer nú yfir nýtt tilboð bandaríska lyfjafyrirtækisins Barr Pharmaceuticals í króatíska samheitalyfjafyrirtækið PLIVA. Með tilboði sín svarar Barr hækkuðu tilboði Actavis sem lagt var fram í síðustu viku. Bandaríska lyfjafyrirtækið Barr Pharmaceuticals hefur sett fram nýtt tilboð í allt hlutafé króatíska samheitalyfjafyrirtækisins Pliva. Í tilkynningu Barr kemur fram að ekki verði greint frá því hvað felist í tilboðinu fyrr en Hanfa, fjármálaeftirlit Króatíu, hafi farið yfir boðið og veitt samþykki sitt. Er þetta gert að kröfu fjármálaeftirlitsins. Nokkuð ljóst er þó talið að fyrirtækið hefði ekki farið að leggja fram nýtt tilboð nema að annað hvort jafna eða fara hærra en síðasta boð Actavis sem birt var í síðustu viku. Þá hækkaði Actavis boð sitt í 795 kúnur á hlut, eða um 176 milljarða króna. Áður hafði Barr boðið 743 kúnur á hlut, eða sem nemur tæpum 165 milljörðum íslenskra króna. Við höfum frá upphafi sagst staðráðin í að klára þessi kaup, segir Bruce L. Downey, forstjóri og stjórnarformaður Barr og áréttar víst séu mikil samlegðaráhrif af samruna fyrirtækisins við Pliva, ólíkt því sem keppinautur okkar hefur haldið fram. Þá segir hann ljóst að hag Pliva til lengri tíma litið sé best komið í samruna Barr Pharmaceuticals og það muni hluthafar sjá. Í Apótekinu Fjandsamlega yfirtakan sem Actavis vinnur nú að á króatíska samheitalyfjafyrirtækinu Pliva er af þeirri stærðargráðu að vekur heimathygli. Actavis slæst við bandaríska lyfjafyrirtækið Barr Pharmaceuticals um bitann. Með Pliva innanborðs verður annað hvort Barr eða Actavis að þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimi. Fréttablaðið/ Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri innri og ytri samskipta Actavis, býst við því að HANFA aflétti leynd af tilboði Barr fljótlega eftir helgina og þá muni verða tekin ákvörðun um næstu skref þar á bæ. En þangað til bíðum við bara, enda vitum við ekki hvað felst í nýju boði Barr, segir hann. En að minnsta kosti er ljóst að þeir ætla ekki að draga sig úr slagnum. Actavis hefur þegar tryggt sér tæplega 21 prósents eignarhlut í Pliva og þykir þar með hafa nokkuð forskot í kapphlaupinu um hvort fyrirtækið verði á undan að tryggja sér meirihluta bréfa. Þá á króatíska ríkið um 18 prósenta hlut í Pliva, en talið er að sá hlutur verði ekki seldur fyrr en ljóst verður hvort fyrirtækið verður ofan á. Í gær sendi einnig stjórn Pliva frá sér tilkynningu þar sem síðasta yfirtökutilboð Actavis í fyrirtækið er sagt endurspegla sanngjarnt verðmat. Gengi bréfa í Pliva tvöfaldast frá áramótum og hækkaði um 0,5 prósent í gærmorgun. Stendur gengi þeirra nú í 840 kúnum á hlut, eða sex prósentum yfir tilboði Actavis. Viðskipti Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Króatíska fjármálaeftirlitið fer nú yfir nýtt tilboð bandaríska lyfjafyrirtækisins Barr Pharmaceuticals í króatíska samheitalyfjafyrirtækið PLIVA. Með tilboði sín svarar Barr hækkuðu tilboði Actavis sem lagt var fram í síðustu viku. Bandaríska lyfjafyrirtækið Barr Pharmaceuticals hefur sett fram nýtt tilboð í allt hlutafé króatíska samheitalyfjafyrirtækisins Pliva. Í tilkynningu Barr kemur fram að ekki verði greint frá því hvað felist í tilboðinu fyrr en Hanfa, fjármálaeftirlit Króatíu, hafi farið yfir boðið og veitt samþykki sitt. Er þetta gert að kröfu fjármálaeftirlitsins. Nokkuð ljóst er þó talið að fyrirtækið hefði ekki farið að leggja fram nýtt tilboð nema að annað hvort jafna eða fara hærra en síðasta boð Actavis sem birt var í síðustu viku. Þá hækkaði Actavis boð sitt í 795 kúnur á hlut, eða um 176 milljarða króna. Áður hafði Barr boðið 743 kúnur á hlut, eða sem nemur tæpum 165 milljörðum íslenskra króna. Við höfum frá upphafi sagst staðráðin í að klára þessi kaup, segir Bruce L. Downey, forstjóri og stjórnarformaður Barr og áréttar víst séu mikil samlegðaráhrif af samruna fyrirtækisins við Pliva, ólíkt því sem keppinautur okkar hefur haldið fram. Þá segir hann ljóst að hag Pliva til lengri tíma litið sé best komið í samruna Barr Pharmaceuticals og það muni hluthafar sjá. Í Apótekinu Fjandsamlega yfirtakan sem Actavis vinnur nú að á króatíska samheitalyfjafyrirtækinu Pliva er af þeirri stærðargráðu að vekur heimathygli. Actavis slæst við bandaríska lyfjafyrirtækið Barr Pharmaceuticals um bitann. Með Pliva innanborðs verður annað hvort Barr eða Actavis að þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimi. Fréttablaðið/ Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri innri og ytri samskipta Actavis, býst við því að HANFA aflétti leynd af tilboði Barr fljótlega eftir helgina og þá muni verða tekin ákvörðun um næstu skref þar á bæ. En þangað til bíðum við bara, enda vitum við ekki hvað felst í nýju boði Barr, segir hann. En að minnsta kosti er ljóst að þeir ætla ekki að draga sig úr slagnum. Actavis hefur þegar tryggt sér tæplega 21 prósents eignarhlut í Pliva og þykir þar með hafa nokkuð forskot í kapphlaupinu um hvort fyrirtækið verði á undan að tryggja sér meirihluta bréfa. Þá á króatíska ríkið um 18 prósenta hlut í Pliva, en talið er að sá hlutur verði ekki seldur fyrr en ljóst verður hvort fyrirtækið verður ofan á. Í gær sendi einnig stjórn Pliva frá sér tilkynningu þar sem síðasta yfirtökutilboð Actavis í fyrirtækið er sagt endurspegla sanngjarnt verðmat. Gengi bréfa í Pliva tvöfaldast frá áramótum og hækkaði um 0,5 prósent í gærmorgun. Stendur gengi þeirra nú í 840 kúnum á hlut, eða sex prósentum yfir tilboði Actavis.
Viðskipti Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent