Aukinn áhugi á Actavis í kjölfar PLIVA-slagsins 6. september 2006 00:01 Róbert Wessman Forstjóri Actavis heldur tölu á ársfundi félagsins fyrr á árinu. Félagið finnur nú fyrir stórauknum áhuga erlendis og er talið með betur kynntum íslenskum félögum. MYND/Heiða Metaðsókn var á kynningarfund sem Actavis boðaði til í kjölfar endurskoðaðs tilboðs í króatíska samheitalyfjafyrirtækið PLIVA. Fundurinn var ætlaður erlendum fjárfestum og greiningaraðilum. Um 120 aðilar hringdu inn á fundinn, þar af um hundrað erlendir. Þetta er mesta aðsókn sem við höfum fengið á okkar kynningarfundi en yfirleitt erum við með um fimmtíu erlenda aðila á okkar kynningarfundum á netinu, segir Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri innri og ytri samskipta hjá Actavis og kveður áhugavert að sjá hvernig margir af stærstu fjárfestingarsjóðum heimsins séu farnir að sýna félaginu áhuga, sem og margir af sterkustu erlendu greiningaraðilunum. PLIVA er þó ekki eitt og sér að vekja áhuga manna því Actavis er í dag í hópi fimm stærstu og stefna okkar og árangur hefur vakið mikla athygli. Og þá sérstaklega öflugt stjórnendateymi félagsins. Halldór segir að nú þegar séu nokkrir af stærstu fjárfestingarsjóðum í lyfjaiðnaði farnir að fjárfesta í félaginu, þótt þær fjárfestingar beri enn mark þess að þeir séu að prófa sig áfram og hafi ekki enn tekið stórar stöður. Halldór telur að ekkert annað íslenskt félag sé jafn vel þekkt meðal erlendra fjárfesta og banka, eða hafi markaðssett félagið jafn markvisst gagnvart erlendum fjölmiðlum og fjármálaheiminum. Þá er Actavis fyrsta íslenska félagið sem fær erlenda greiningaraðila til að greina félagið, en tveir til þrír erlendir greiningaraðilar hafa staðfest að nýjar greiningar á félaginu komi út á næstu mánuðum, bætir hann við. Að auki hefur Actavis haft að því frumkvæði að fá inn í Kauphöll Íslands nýjan kauphallaraðila og hafa stjórnendur Kauphallarinnar tekið því vel. Búast má við að því ferli ljúki fljótlega og mun það styrkja mikið markaðssetningu Actavis og annarra félaga í Kauphöllinni gagnvart erlendum fjárfestum, þar sem um er að ræða eitt af stærstu fjármálafyrirtækjum heimsins og það langstærsta sem sýnt hefur íslenska markaðnum áhuga. Við teljum að mikil tækifæri séu fyrir íslensk fyrirtæki að markaðssetja sig gagnvart erlendum fjárfestum og við teljum það reyndar nauðsynlegt til að stuðla að frekari vexti markaðarins hér. Þá teljum við að ákveðnar breytingar þurfi að verða á umhverfinu hér til að fjárfestar muni fjárfesta hér í auknum mæli. Í fyrsta lagi er nauðsynlegt að félögin hér fái þekkta erlenda greiningaraðila til að meta rekstur félaganna reglulega, að sterkari kauphallaraðilar komi hér inn á markaðinn og væri sameining kauphalla á Norðurlöndunum jákvætt skref í því samhengi. Þá getur skráning hlutafjár í evrum haft mjög jákvæð áhrif og minnkað áhættu erlendra fjárfesta vegna fjárfestinga hér, auk þess sem íslenskir aðilar gætu þá keypt bréf í evrum og fjármagnað sig í þeim gjaldmiðli, segir Halldór. Viðskipti Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira
Metaðsókn var á kynningarfund sem Actavis boðaði til í kjölfar endurskoðaðs tilboðs í króatíska samheitalyfjafyrirtækið PLIVA. Fundurinn var ætlaður erlendum fjárfestum og greiningaraðilum. Um 120 aðilar hringdu inn á fundinn, þar af um hundrað erlendir. Þetta er mesta aðsókn sem við höfum fengið á okkar kynningarfundi en yfirleitt erum við með um fimmtíu erlenda aðila á okkar kynningarfundum á netinu, segir Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri innri og ytri samskipta hjá Actavis og kveður áhugavert að sjá hvernig margir af stærstu fjárfestingarsjóðum heimsins séu farnir að sýna félaginu áhuga, sem og margir af sterkustu erlendu greiningaraðilunum. PLIVA er þó ekki eitt og sér að vekja áhuga manna því Actavis er í dag í hópi fimm stærstu og stefna okkar og árangur hefur vakið mikla athygli. Og þá sérstaklega öflugt stjórnendateymi félagsins. Halldór segir að nú þegar séu nokkrir af stærstu fjárfestingarsjóðum í lyfjaiðnaði farnir að fjárfesta í félaginu, þótt þær fjárfestingar beri enn mark þess að þeir séu að prófa sig áfram og hafi ekki enn tekið stórar stöður. Halldór telur að ekkert annað íslenskt félag sé jafn vel þekkt meðal erlendra fjárfesta og banka, eða hafi markaðssett félagið jafn markvisst gagnvart erlendum fjölmiðlum og fjármálaheiminum. Þá er Actavis fyrsta íslenska félagið sem fær erlenda greiningaraðila til að greina félagið, en tveir til þrír erlendir greiningaraðilar hafa staðfest að nýjar greiningar á félaginu komi út á næstu mánuðum, bætir hann við. Að auki hefur Actavis haft að því frumkvæði að fá inn í Kauphöll Íslands nýjan kauphallaraðila og hafa stjórnendur Kauphallarinnar tekið því vel. Búast má við að því ferli ljúki fljótlega og mun það styrkja mikið markaðssetningu Actavis og annarra félaga í Kauphöllinni gagnvart erlendum fjárfestum, þar sem um er að ræða eitt af stærstu fjármálafyrirtækjum heimsins og það langstærsta sem sýnt hefur íslenska markaðnum áhuga. Við teljum að mikil tækifæri séu fyrir íslensk fyrirtæki að markaðssetja sig gagnvart erlendum fjárfestum og við teljum það reyndar nauðsynlegt til að stuðla að frekari vexti markaðarins hér. Þá teljum við að ákveðnar breytingar þurfi að verða á umhverfinu hér til að fjárfestar muni fjárfesta hér í auknum mæli. Í fyrsta lagi er nauðsynlegt að félögin hér fái þekkta erlenda greiningaraðila til að meta rekstur félaganna reglulega, að sterkari kauphallaraðilar komi hér inn á markaðinn og væri sameining kauphalla á Norðurlöndunum jákvætt skref í því samhengi. Þá getur skráning hlutafjár í evrum haft mjög jákvæð áhrif og minnkað áhættu erlendra fjárfesta vegna fjárfestinga hér, auk þess sem íslenskir aðilar gætu þá keypt bréf í evrum og fjármagnað sig í þeim gjaldmiðli, segir Halldór.
Viðskipti Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira