Sitja eftir í séreigninni 6. september 2006 00:01 Sjóðsfélagar í séreignardeildum eru aðeins þriðjungur af sjóðsfélögum sameignardeilda Framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða bendir á að mikil samkeppni sé við aðra vörsluaðila um séreignarsparnað. Fréttablaðið/Hari Um síðustu áramót var fjöldi sjóðsfélaga í lífeyrissjóðakerfinu yfir 174 þúsund en á sama tíma greiddu tæplega 59 þúsund séreignarsparnað til lífeyrissjóðanna, samkvæmt tölum sem Fjármálaeftirlitið tók saman og birti nýverið. Hlutfall sjóðsfélaga séreignardeilda er því um þriðjungur af sjóðsfélögum sameignardeildanna. Þetta hlutfall er jafnvel enn lægra hjá stærstu lífeyrissjóðum landsins, Gildi, LSR og LV, eða sjö til fjórtán prósent. Í samantekt FME kemur fram að séreignarsparnaður í vörslu lífeyrissjóða og annarra vörsluaðila var um 146 milljarðar króna í árslok 2005 og hafði hækkað um tæpan þriðjung á milli ára. Þetta jafngildir tólf prósentum af heildareignum lífeyrissjóðanna. Lífeyrissjóðir, sem voru hreinir séreignarsjóðir fyrir gildistöku laga frá 1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, skera sig mjög úr í þessum efnum, en tæp sextíu prósent af öllum séreignarsparnaði landsmanna liggur hjá þessum sjóðum, eða 86,5 milljarðar. Þessir sjóðir bjóða einnig lágmarkstryggingavernd. Vörsluaðilar, aðrir en lífeyrissjóðir, höfðu í sinni vörslu 40,8 milljarða í séreign en aðrir lífeyrissjóðir, sem byggja eignir sínar að stórum hluta á samtryggingu, voru aðeins með 18,7 milljarða í vörslu. Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir að bankar, sparisjóðir og aðrir vörsluaðilar séu í mikilli samkeppni við lífeyrissjóðina um viðbótarlífeyrissparnað fólks. Það hefur ekki verið rætt sameiginlega innan lífeyrissjóðanna hvernig hækka megi þetta hlutfall, enda eru sjóðirnir líka í innbyrðis samkeppni um viðbótarlífeyrissparnaðinn. Lífeyrissjóðirnir kvarta ekki undan samkeppninni við aðra vörsluaðila, enda geta sjóðirnir oft sýnt betri ávöxtun og lægri kostnað. Endanlegt val er hins vegar alltaf hjá einstaklingunum. Þegar Hrafn var inntur eftir því hvort lífeyrissjóðir auglýsi sig of lítið svaraði hann að þótt stjórnendur lífeyrissjóða leggi sig fram við að halda rekstrarkostnaði í lágmarki þýði það ekki að sjóðirnir séu ósýnilegir, enda sendi þeir fréttabréf til sjóðsfélaga og auglýsi sig í blöðum stéttarfélaga. Ég hef meiri áhyggjur af að fólk skuli ekki taka þátt í séreignarsparnaði. Það er mikið hagræði í því, segir Hrafn og vísar þar til íslenskrar könnunar sem sýndi að aðeins helmingur launþega borgi í viðbótarlífeyrissparnað. Hann segir að séreignardeildir lífeyrissjóðanna hafi vaxið á þeim tíma þegar þeir sem greiddu ekki í séreignarsparnað fengu samt sem áður eitt prósent í viðbótarlífeyrissparnað frá atvinnurekendum. Þetta fyrirkomulag var afnumið árið 2005 er sparnaðurinn varð valfrjáls. Viðskipti Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira
Um síðustu áramót var fjöldi sjóðsfélaga í lífeyrissjóðakerfinu yfir 174 þúsund en á sama tíma greiddu tæplega 59 þúsund séreignarsparnað til lífeyrissjóðanna, samkvæmt tölum sem Fjármálaeftirlitið tók saman og birti nýverið. Hlutfall sjóðsfélaga séreignardeilda er því um þriðjungur af sjóðsfélögum sameignardeildanna. Þetta hlutfall er jafnvel enn lægra hjá stærstu lífeyrissjóðum landsins, Gildi, LSR og LV, eða sjö til fjórtán prósent. Í samantekt FME kemur fram að séreignarsparnaður í vörslu lífeyrissjóða og annarra vörsluaðila var um 146 milljarðar króna í árslok 2005 og hafði hækkað um tæpan þriðjung á milli ára. Þetta jafngildir tólf prósentum af heildareignum lífeyrissjóðanna. Lífeyrissjóðir, sem voru hreinir séreignarsjóðir fyrir gildistöku laga frá 1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, skera sig mjög úr í þessum efnum, en tæp sextíu prósent af öllum séreignarsparnaði landsmanna liggur hjá þessum sjóðum, eða 86,5 milljarðar. Þessir sjóðir bjóða einnig lágmarkstryggingavernd. Vörsluaðilar, aðrir en lífeyrissjóðir, höfðu í sinni vörslu 40,8 milljarða í séreign en aðrir lífeyrissjóðir, sem byggja eignir sínar að stórum hluta á samtryggingu, voru aðeins með 18,7 milljarða í vörslu. Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir að bankar, sparisjóðir og aðrir vörsluaðilar séu í mikilli samkeppni við lífeyrissjóðina um viðbótarlífeyrissparnað fólks. Það hefur ekki verið rætt sameiginlega innan lífeyrissjóðanna hvernig hækka megi þetta hlutfall, enda eru sjóðirnir líka í innbyrðis samkeppni um viðbótarlífeyrissparnaðinn. Lífeyrissjóðirnir kvarta ekki undan samkeppninni við aðra vörsluaðila, enda geta sjóðirnir oft sýnt betri ávöxtun og lægri kostnað. Endanlegt val er hins vegar alltaf hjá einstaklingunum. Þegar Hrafn var inntur eftir því hvort lífeyrissjóðir auglýsi sig of lítið svaraði hann að þótt stjórnendur lífeyrissjóða leggi sig fram við að halda rekstrarkostnaði í lágmarki þýði það ekki að sjóðirnir séu ósýnilegir, enda sendi þeir fréttabréf til sjóðsfélaga og auglýsi sig í blöðum stéttarfélaga. Ég hef meiri áhyggjur af að fólk skuli ekki taka þátt í séreignarsparnaði. Það er mikið hagræði í því, segir Hrafn og vísar þar til íslenskrar könnunar sem sýndi að aðeins helmingur launþega borgi í viðbótarlífeyrissparnað. Hann segir að séreignardeildir lífeyrissjóðanna hafi vaxið á þeim tíma þegar þeir sem greiddu ekki í séreignarsparnað fengu samt sem áður eitt prósent í viðbótarlífeyrissparnað frá atvinnurekendum. Þetta fyrirkomulag var afnumið árið 2005 er sparnaðurinn varð valfrjáls.
Viðskipti Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira