Túrkmenar skrúfa ekki fyrir gas til Rússa 5. september 2006 13:23 Samið um rússagas Oleksí Ívtsjenkó, forstjóri Naftogaz, og Alexei Miller, forstjóri Gazprom, handsala samninginn. Viðskipti Rússneska ríkisgasfyrirtækið Gazprom hefur samþykkt að greiða 35 prósenta hærra verð fyrir jarðgas frá Túrkmenistan. Fyrirtækið greiddi 65 Bandaríkjadali eða tæpar 4.600 krónur fyrir hverja 1.000 kúbikmetra fyrir gas frá landinu en mun greiða 100 dali eða rúmar 6.900 krónur fram til loka árs 2008 fyrir sama magn. Verðhækkunin bindur enda á deilur landanna á milli en Túrkmenar hótuðu að skrúfa fyrir gas til Rússlands yrði ekki gengið að verðinu. Gazprom flytur gasið út til annarra landa og er óttast að hækkunin muni koma illa niður á viðskiptalöndum fyrirtækisins, ekki síst fyrir Úkraínumenn sem eru háðir innflutningi á gasi frá Rússlandi. Rússar og Úkraínumenn deildu harkalega um viðskipti með gas um síðustu áramót en Úkraínumenn greiddu fjórfalt lægri upphæð fyrir jarðgas en aðrar viðskiptaþjóðir Gazprom. Þegar sættir um verð náðust ekki skrúfaði Gazprom fyrir gasútflutning til Úkraínu og hafði það áhrif til annarra landa. Skömmu eftir áramót náðist samkomulag í gasdeilunni en ekki hefur verið greint frá hvað í því felst að öðru leyti en því að það gildi til ársins 2008. Sérfræðingar óttast að samkomulagið geti verið í hættu því Gazprom hafi fram til þessa nýtt ódýrt jarðgas frá Túrkmenistan til að niðurgreiða gas til Úkraínu. - jab Erlent Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Viðskipti Rússneska ríkisgasfyrirtækið Gazprom hefur samþykkt að greiða 35 prósenta hærra verð fyrir jarðgas frá Túrkmenistan. Fyrirtækið greiddi 65 Bandaríkjadali eða tæpar 4.600 krónur fyrir hverja 1.000 kúbikmetra fyrir gas frá landinu en mun greiða 100 dali eða rúmar 6.900 krónur fram til loka árs 2008 fyrir sama magn. Verðhækkunin bindur enda á deilur landanna á milli en Túrkmenar hótuðu að skrúfa fyrir gas til Rússlands yrði ekki gengið að verðinu. Gazprom flytur gasið út til annarra landa og er óttast að hækkunin muni koma illa niður á viðskiptalöndum fyrirtækisins, ekki síst fyrir Úkraínumenn sem eru háðir innflutningi á gasi frá Rússlandi. Rússar og Úkraínumenn deildu harkalega um viðskipti með gas um síðustu áramót en Úkraínumenn greiddu fjórfalt lægri upphæð fyrir jarðgas en aðrar viðskiptaþjóðir Gazprom. Þegar sættir um verð náðust ekki skrúfaði Gazprom fyrir gasútflutning til Úkraínu og hafði það áhrif til annarra landa. Skömmu eftir áramót náðist samkomulag í gasdeilunni en ekki hefur verið greint frá hvað í því felst að öðru leyti en því að það gildi til ársins 2008. Sérfræðingar óttast að samkomulagið geti verið í hættu því Gazprom hafi fram til þessa nýtt ódýrt jarðgas frá Túrkmenistan til að niðurgreiða gas til Úkraínu. - jab
Erlent Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur