Verðmæti Exista á bilinu 211 til 233 milljarðar 2. september 2006 00:01 Frá kaupum Exista og fleiri fjárfesta á Símanum í fyrra. Standandi frá vinstri eru Erlendur Hjaltason, forstjóri Exista, Geir Haarde forsætisráðherra, og bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir sem eru stærstu hluthafar Exista, með 47 prósenta hlut. MYND/E.Ól. Markaðsvirði Exista liggur á bilinu 211 til 233 milljarðar króna, en endanlegt virði félagsins kemur í ljós þann 7. september næstkomandi, þegar útboð til fagfjárfesta hefst. Þetta gerir Exista að fjórða eða fimmta verðmætasta félagi í Kauphöll Íslands. Endanlegt útboðsverð mun ákvarðast af áskriftarverðlagningu (book-building) í fyrsta af þremur áföngum útboðsins en seljandi bréfanna er KB banki, næststærsti hluthafinn í Exista. Jafnframt ætlar bankinn að selja bréf til starfsmanna og almennra fjárfesta og gæti heildarvirði sölunnar numið sex milljörðum króna. KB banki hefur áskilið sér rétt að tvöfalda það sem í boði er í fyrsta áfanga sölunnar, þannig að heildarvirði útboðsins gæti farið upp í 9,2 milljarða króna. Jafnframt ætlar KB banki að greiða út sjötíu prósent af eignarhlut sínum í Exista til hluthafa sinna, sem eru nærri 31 þúsund. Er ljóst að Exista verður eitt fjölmennasta hlutafélag landsins á næstu mánuðum. Stefnt er að því að skrásetja hlutabréf Exista í Kauphöllina þann 15. september. Félagið hefur margfaldast í stærð á síðustu árum samfara hækkandi hlutabréfaverði, samruna við önnur félög og fyrirtækjakaupum. Í lok árs 2003 voru heildareignir Exista 23,2 milljarðar króna og eigið fé tæpir 11,5 milljarðar króna. Um mitt þetta ár höfðu eignir vaxið í 311 milljarða króna, eða þrettánfaldast, og stóð eigið fé í 143 milljörðum. Hagnaður Exista nam fimmtíu milljörðum króna á síðasta ári en aftur á móti skilaði félagið tapi að fjárhæð um 3,3 milljarðar króna á fyrri helmingi þessa árs. Exista skilgreinir sig sem fjármálaþjónustufyrirtæki er byggir stoðir sínar á fjárfestingum í rekstrarfélögum og fjármálatengdum fyrirtækjum. Félagið var stofnað árið 2001 af hópi sparisjóða en stærsti hluthafinn er Bakkabraedur Holding, eignarhaldsfélag Ágústs og Lýðs Guðmundssona. Hlutur þeirra bræðra er 47 prósent af heildarhlutafé, sem er yfir yfirtökumörkum, en þar sem sá eignarhlutur varð til fyrir skráningu eru þeir ekki skyldir til að leggja fram yfirtökutilboð. Stærstu skráðu eignir Exista eru fjórðungshlutur í KB banka og tæplega 39 prósenta hlutur í Bakkavör, en samanlagt virði þessara eignarhluta er yfir 180 milljarðar króna. Exista er einnig kjölfestufjárfestir í Flögu. Þá kemur fram í skráningargögnum að félagið eigi bréf í Royal Bank of Scotland og fimm prósent stofnfjár í SPRON. Af óskráðum eignum ber helst að nefna 43 prósenta hlut í Símanum og þá á félagið Vátryggingafélagið og Lýsingu að fullu. Viðskipti Mest lesið Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Versta kartöfluuppskeran í áratugi Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ráðin nýir forstöðumenn hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Sjá meira
Markaðsvirði Exista liggur á bilinu 211 til 233 milljarðar króna, en endanlegt virði félagsins kemur í ljós þann 7. september næstkomandi, þegar útboð til fagfjárfesta hefst. Þetta gerir Exista að fjórða eða fimmta verðmætasta félagi í Kauphöll Íslands. Endanlegt útboðsverð mun ákvarðast af áskriftarverðlagningu (book-building) í fyrsta af þremur áföngum útboðsins en seljandi bréfanna er KB banki, næststærsti hluthafinn í Exista. Jafnframt ætlar bankinn að selja bréf til starfsmanna og almennra fjárfesta og gæti heildarvirði sölunnar numið sex milljörðum króna. KB banki hefur áskilið sér rétt að tvöfalda það sem í boði er í fyrsta áfanga sölunnar, þannig að heildarvirði útboðsins gæti farið upp í 9,2 milljarða króna. Jafnframt ætlar KB banki að greiða út sjötíu prósent af eignarhlut sínum í Exista til hluthafa sinna, sem eru nærri 31 þúsund. Er ljóst að Exista verður eitt fjölmennasta hlutafélag landsins á næstu mánuðum. Stefnt er að því að skrásetja hlutabréf Exista í Kauphöllina þann 15. september. Félagið hefur margfaldast í stærð á síðustu árum samfara hækkandi hlutabréfaverði, samruna við önnur félög og fyrirtækjakaupum. Í lok árs 2003 voru heildareignir Exista 23,2 milljarðar króna og eigið fé tæpir 11,5 milljarðar króna. Um mitt þetta ár höfðu eignir vaxið í 311 milljarða króna, eða þrettánfaldast, og stóð eigið fé í 143 milljörðum. Hagnaður Exista nam fimmtíu milljörðum króna á síðasta ári en aftur á móti skilaði félagið tapi að fjárhæð um 3,3 milljarðar króna á fyrri helmingi þessa árs. Exista skilgreinir sig sem fjármálaþjónustufyrirtæki er byggir stoðir sínar á fjárfestingum í rekstrarfélögum og fjármálatengdum fyrirtækjum. Félagið var stofnað árið 2001 af hópi sparisjóða en stærsti hluthafinn er Bakkabraedur Holding, eignarhaldsfélag Ágústs og Lýðs Guðmundssona. Hlutur þeirra bræðra er 47 prósent af heildarhlutafé, sem er yfir yfirtökumörkum, en þar sem sá eignarhlutur varð til fyrir skráningu eru þeir ekki skyldir til að leggja fram yfirtökutilboð. Stærstu skráðu eignir Exista eru fjórðungshlutur í KB banka og tæplega 39 prósenta hlutur í Bakkavör, en samanlagt virði þessara eignarhluta er yfir 180 milljarðar króna. Exista er einnig kjölfestufjárfestir í Flögu. Þá kemur fram í skráningargögnum að félagið eigi bréf í Royal Bank of Scotland og fimm prósent stofnfjár í SPRON. Af óskráðum eignum ber helst að nefna 43 prósenta hlut í Símanum og þá á félagið Vátryggingafélagið og Lýsingu að fullu.
Viðskipti Mest lesið Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Versta kartöfluuppskeran í áratugi Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ráðin nýir forstöðumenn hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Sjá meira