Actavis hækkar yfirtökutilboð sitt í Pliva 1. september 2006 00:01 Róbert Wessmann, forstjóri actavis. Róbert segir samlegðuáhrif Actavis og Pliva meiri en Barr og Pliva. Actavis er í oddastöðu með rúman fimmtung hlutafjár í fyrirtækinu. MYND/ valli Actavis hækkaði tilboð sitt í króatíska lyfjafyrirtækið Pliva um 10 prósent í gær og hljóðar það nú upp á 795 kúnur á hlut. Lokað var fyrir viðskipti með bréf í Pliva í Króatíu í gærmorgun skömmu áður en fréttin fór í loftið. Barr Pharmaceuticals sem líka vill kaupa Pliva ætlar sér viku til að hugleiða næstu skref. Fyrra tilboð Actavis hljóðaði upp á 2,5 milljarða Bandaríkjadali eða um 175 milljarða íslenskra króna og hefur fjármálaeftirlit Króatíu staðfest nýtt tilboð Actavis, sem er 7 prósentum hærra en tilboð bandaríska samheitalyfjafyrirtækisins Barr í Pliva. Fjármögnun vegna tilboðsins er að fullu lokið en að baki henni standa alþjóðlegu viðskiptabankarnir JP Morgan, HSBC og UBS, auk íslensku bankanna Glitnis og Landsbanka Íslands. Þá hefur Actavis fengið samþykki hluthafa fyrir útgáfu nýs hlutafjár sem nemur allt að 300 milljón hlutum í Actavis í tengslum við kaupin. Róbert Wessmann, forstjóri Actavis, segir fyrirtækið í góðri stöðu því samlegðuáhrif af samruna Actavis og Pliva séu allt að helmingi meiri en Barr geri ráð fyrir. Þó eigi eftir að sjá hvort Barr sé tilbúið til að hækka tilboð sitt í króatíska lyfjafyrirtækið. "Það gæti gerst að Barr vilji borga meira fyrir félagið en eðlilegt er. Þá munum við skoða það," segir hann. Að sögn Róberts verða yfirtökur á borð við þessa að standa undir kaupverðinu svo þau skili sér aftur í aukinni arðsemi fyrir hluthafa fyrirtækjanna. "Þetta snýst í raun ekki um það hver er með stærsta vasann heldur hvað sé raunhæft að bjóða í svona félag," segir hann. Hækki Barr tilboð sitt geti svo farið að Actavis selji bréf sín eða haldi þeim og "geri Barr lífið leitt," sé gripið til orða Róberts enda sé félagið í oddastöðu með rúman fimmtung hlutafjár. Barr á hins vegar enga hluti í króatíska lyfjafyrirtækinu. Barr sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem fram kemur að félagið muni taka ákvörðun um næstu skref eigi síðar en á föstudag í næstu viku Gengi bréfa í Pliva hækkaði um 5 prósent á markaði í Krótíu í kjölfar hærra tilboðs frá Actavis og fór í 820 kúnur á hlut. Fréttastofa Reuters hefur eftir greiningaraðila við Hypo Alpe-Adria banka í Króatíu að tilboð Actavis komi ekki á óvart. Telji greiningardeild bankans miklar líkur á að Barr bregðist við innan skamms og geti svo farið að lokagengi bréfa í Pliva fari yfir 850 kúnur á hlut. Viðskipti Mest lesið Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Actavis hækkaði tilboð sitt í króatíska lyfjafyrirtækið Pliva um 10 prósent í gær og hljóðar það nú upp á 795 kúnur á hlut. Lokað var fyrir viðskipti með bréf í Pliva í Króatíu í gærmorgun skömmu áður en fréttin fór í loftið. Barr Pharmaceuticals sem líka vill kaupa Pliva ætlar sér viku til að hugleiða næstu skref. Fyrra tilboð Actavis hljóðaði upp á 2,5 milljarða Bandaríkjadali eða um 175 milljarða íslenskra króna og hefur fjármálaeftirlit Króatíu staðfest nýtt tilboð Actavis, sem er 7 prósentum hærra en tilboð bandaríska samheitalyfjafyrirtækisins Barr í Pliva. Fjármögnun vegna tilboðsins er að fullu lokið en að baki henni standa alþjóðlegu viðskiptabankarnir JP Morgan, HSBC og UBS, auk íslensku bankanna Glitnis og Landsbanka Íslands. Þá hefur Actavis fengið samþykki hluthafa fyrir útgáfu nýs hlutafjár sem nemur allt að 300 milljón hlutum í Actavis í tengslum við kaupin. Róbert Wessmann, forstjóri Actavis, segir fyrirtækið í góðri stöðu því samlegðuáhrif af samruna Actavis og Pliva séu allt að helmingi meiri en Barr geri ráð fyrir. Þó eigi eftir að sjá hvort Barr sé tilbúið til að hækka tilboð sitt í króatíska lyfjafyrirtækið. "Það gæti gerst að Barr vilji borga meira fyrir félagið en eðlilegt er. Þá munum við skoða það," segir hann. Að sögn Róberts verða yfirtökur á borð við þessa að standa undir kaupverðinu svo þau skili sér aftur í aukinni arðsemi fyrir hluthafa fyrirtækjanna. "Þetta snýst í raun ekki um það hver er með stærsta vasann heldur hvað sé raunhæft að bjóða í svona félag," segir hann. Hækki Barr tilboð sitt geti svo farið að Actavis selji bréf sín eða haldi þeim og "geri Barr lífið leitt," sé gripið til orða Róberts enda sé félagið í oddastöðu með rúman fimmtung hlutafjár. Barr á hins vegar enga hluti í króatíska lyfjafyrirtækinu. Barr sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem fram kemur að félagið muni taka ákvörðun um næstu skref eigi síðar en á föstudag í næstu viku Gengi bréfa í Pliva hækkaði um 5 prósent á markaði í Krótíu í kjölfar hærra tilboðs frá Actavis og fór í 820 kúnur á hlut. Fréttastofa Reuters hefur eftir greiningaraðila við Hypo Alpe-Adria banka í Króatíu að tilboð Actavis komi ekki á óvart. Telji greiningardeild bankans miklar líkur á að Barr bregðist við innan skamms og geti svo farið að lokagengi bréfa í Pliva fari yfir 850 kúnur á hlut.
Viðskipti Mest lesið Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur