Gíslar lausir á Gaza 28. ágúst 2006 07:30 Frelsinu fegnir Anita McNaught, í miðju, eiginkona Fox-myndatökumannsins Olafs Wiig, talar á blaðamannafundi á hóteli í Gaza-borg í gær með eiginmanninn sér á vinstri hönd en hinn gíslinn, Steve Centanni, á þá hægri. MYND/AP Tveir fréttamenn Fox-sjónvarpsstöðvarinnar bandarísku voru í gær látnir lausir úr tveggja vikna gíslingu herskárra Palestínumanna á Gaza-svæðinu. Þeir voru heilir á húfi, en sögðu gíslatökumennina hafa haldið sér kirfilega bundnum með bundið fyrir augun og hótað sér lífláti tækju þeir ekki íslamstrú. Eftir að mennirnir Bandaríkjamaðurinn Steve Centanni og Nýsjálendingurinn Olaf Wiig endurheimtu frelsi sitt hittu þeir Ismail Haniyeh, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, og yfirgáfu því næst Gaza-svæðið í flýti. Fyrst mönuðu þeir þó aðra erlenda fréttamenn til að hika ekki við að kynna sér aðstæður hrjáðra Palestínumanna á Gaza-svæðinu. Fréttamaðurinn Centanni, sem er sextugur, og myndatökumaðurinn Wiig, sem er 36 ára, hurfu úr vinnubíl sínum á Gaza-svæðinu þann 14. ágúst. Það var svo ekki fyrr en tíu dögum síðar sem áður óþekktur hópur herskárra Palestínumanna, Helgu heilags-stríðs-sveitirnar, lýsti yfir ábyrgð á mannráninu og sendi frá sér myndband sem sýndi gíslana á lífi. Kröfur hópsins um að allir múslimar sem væru í haldi í bandarískum fangelsum yrðu látnir lausir í skiptum fyrir gíslana vöktu ugg um að erlendir öfgamenn, hugsanlega tengdir al-Kaída-hryðjuverkanetinu, væru farnir að láta til sín taka á Gaza-svæðinu. En talsmenn palestínskra öryggismálayfirvalda sögðu þetta nafn á hópnum hentiheiti sem þekktir róttæklingar úr röðum heimamanna notuðu til að vekja á sér athygli. Allan tímann hafi verið vitað hverjir þeir voru. Talsmennirnir sögðu að haft hefði verið upp á þeim með hjálp þriðju aðila sem ekki komu annars nálægt mannráninu. Þeir sögðu þó ekkert um hvort palestínsk yfirvöld hefðu samið við gíslatökumennina. Á síðustu tveimur árum hafa herskáir Palestínumenn rænt á þriðja tug útlendinga, oftast til að setja fram persónulegar kröfur, en þeim hefur í flestum tilvikum verið sleppt samdægurs og án þess að hár væri skert á höfði þeirra. Allan tímann á meðan Centanni og Wiig voru í haldi héldu palestínskir ráðamenn því statt og stöðugt fram að þeir vissu ekkert um það hverjir gíslatökumennirnir væru. Haniyeh vék sér undan að svara þegar hann var spurður hvort reynt yrði að handtaka þá. Erlent Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Sjá meira
Tveir fréttamenn Fox-sjónvarpsstöðvarinnar bandarísku voru í gær látnir lausir úr tveggja vikna gíslingu herskárra Palestínumanna á Gaza-svæðinu. Þeir voru heilir á húfi, en sögðu gíslatökumennina hafa haldið sér kirfilega bundnum með bundið fyrir augun og hótað sér lífláti tækju þeir ekki íslamstrú. Eftir að mennirnir Bandaríkjamaðurinn Steve Centanni og Nýsjálendingurinn Olaf Wiig endurheimtu frelsi sitt hittu þeir Ismail Haniyeh, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, og yfirgáfu því næst Gaza-svæðið í flýti. Fyrst mönuðu þeir þó aðra erlenda fréttamenn til að hika ekki við að kynna sér aðstæður hrjáðra Palestínumanna á Gaza-svæðinu. Fréttamaðurinn Centanni, sem er sextugur, og myndatökumaðurinn Wiig, sem er 36 ára, hurfu úr vinnubíl sínum á Gaza-svæðinu þann 14. ágúst. Það var svo ekki fyrr en tíu dögum síðar sem áður óþekktur hópur herskárra Palestínumanna, Helgu heilags-stríðs-sveitirnar, lýsti yfir ábyrgð á mannráninu og sendi frá sér myndband sem sýndi gíslana á lífi. Kröfur hópsins um að allir múslimar sem væru í haldi í bandarískum fangelsum yrðu látnir lausir í skiptum fyrir gíslana vöktu ugg um að erlendir öfgamenn, hugsanlega tengdir al-Kaída-hryðjuverkanetinu, væru farnir að láta til sín taka á Gaza-svæðinu. En talsmenn palestínskra öryggismálayfirvalda sögðu þetta nafn á hópnum hentiheiti sem þekktir róttæklingar úr röðum heimamanna notuðu til að vekja á sér athygli. Allan tímann hafi verið vitað hverjir þeir voru. Talsmennirnir sögðu að haft hefði verið upp á þeim með hjálp þriðju aðila sem ekki komu annars nálægt mannráninu. Þeir sögðu þó ekkert um hvort palestínsk yfirvöld hefðu samið við gíslatökumennina. Á síðustu tveimur árum hafa herskáir Palestínumenn rænt á þriðja tug útlendinga, oftast til að setja fram persónulegar kröfur, en þeim hefur í flestum tilvikum verið sleppt samdægurs og án þess að hár væri skert á höfði þeirra. Allan tímann á meðan Centanni og Wiig voru í haldi héldu palestínskir ráðamenn því statt og stöðugt fram að þeir vissu ekkert um það hverjir gíslatökumennirnir væru. Haniyeh vék sér undan að svara þegar hann var spurður hvort reynt yrði að handtaka þá.
Erlent Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Sjá meira