Gíslar lausir á Gaza 28. ágúst 2006 07:30 Frelsinu fegnir Anita McNaught, í miðju, eiginkona Fox-myndatökumannsins Olafs Wiig, talar á blaðamannafundi á hóteli í Gaza-borg í gær með eiginmanninn sér á vinstri hönd en hinn gíslinn, Steve Centanni, á þá hægri. MYND/AP Tveir fréttamenn Fox-sjónvarpsstöðvarinnar bandarísku voru í gær látnir lausir úr tveggja vikna gíslingu herskárra Palestínumanna á Gaza-svæðinu. Þeir voru heilir á húfi, en sögðu gíslatökumennina hafa haldið sér kirfilega bundnum með bundið fyrir augun og hótað sér lífláti tækju þeir ekki íslamstrú. Eftir að mennirnir Bandaríkjamaðurinn Steve Centanni og Nýsjálendingurinn Olaf Wiig endurheimtu frelsi sitt hittu þeir Ismail Haniyeh, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, og yfirgáfu því næst Gaza-svæðið í flýti. Fyrst mönuðu þeir þó aðra erlenda fréttamenn til að hika ekki við að kynna sér aðstæður hrjáðra Palestínumanna á Gaza-svæðinu. Fréttamaðurinn Centanni, sem er sextugur, og myndatökumaðurinn Wiig, sem er 36 ára, hurfu úr vinnubíl sínum á Gaza-svæðinu þann 14. ágúst. Það var svo ekki fyrr en tíu dögum síðar sem áður óþekktur hópur herskárra Palestínumanna, Helgu heilags-stríðs-sveitirnar, lýsti yfir ábyrgð á mannráninu og sendi frá sér myndband sem sýndi gíslana á lífi. Kröfur hópsins um að allir múslimar sem væru í haldi í bandarískum fangelsum yrðu látnir lausir í skiptum fyrir gíslana vöktu ugg um að erlendir öfgamenn, hugsanlega tengdir al-Kaída-hryðjuverkanetinu, væru farnir að láta til sín taka á Gaza-svæðinu. En talsmenn palestínskra öryggismálayfirvalda sögðu þetta nafn á hópnum hentiheiti sem þekktir róttæklingar úr röðum heimamanna notuðu til að vekja á sér athygli. Allan tímann hafi verið vitað hverjir þeir voru. Talsmennirnir sögðu að haft hefði verið upp á þeim með hjálp þriðju aðila sem ekki komu annars nálægt mannráninu. Þeir sögðu þó ekkert um hvort palestínsk yfirvöld hefðu samið við gíslatökumennina. Á síðustu tveimur árum hafa herskáir Palestínumenn rænt á þriðja tug útlendinga, oftast til að setja fram persónulegar kröfur, en þeim hefur í flestum tilvikum verið sleppt samdægurs og án þess að hár væri skert á höfði þeirra. Allan tímann á meðan Centanni og Wiig voru í haldi héldu palestínskir ráðamenn því statt og stöðugt fram að þeir vissu ekkert um það hverjir gíslatökumennirnir væru. Haniyeh vék sér undan að svara þegar hann var spurður hvort reynt yrði að handtaka þá. Erlent Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Tveir fréttamenn Fox-sjónvarpsstöðvarinnar bandarísku voru í gær látnir lausir úr tveggja vikna gíslingu herskárra Palestínumanna á Gaza-svæðinu. Þeir voru heilir á húfi, en sögðu gíslatökumennina hafa haldið sér kirfilega bundnum með bundið fyrir augun og hótað sér lífláti tækju þeir ekki íslamstrú. Eftir að mennirnir Bandaríkjamaðurinn Steve Centanni og Nýsjálendingurinn Olaf Wiig endurheimtu frelsi sitt hittu þeir Ismail Haniyeh, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, og yfirgáfu því næst Gaza-svæðið í flýti. Fyrst mönuðu þeir þó aðra erlenda fréttamenn til að hika ekki við að kynna sér aðstæður hrjáðra Palestínumanna á Gaza-svæðinu. Fréttamaðurinn Centanni, sem er sextugur, og myndatökumaðurinn Wiig, sem er 36 ára, hurfu úr vinnubíl sínum á Gaza-svæðinu þann 14. ágúst. Það var svo ekki fyrr en tíu dögum síðar sem áður óþekktur hópur herskárra Palestínumanna, Helgu heilags-stríðs-sveitirnar, lýsti yfir ábyrgð á mannráninu og sendi frá sér myndband sem sýndi gíslana á lífi. Kröfur hópsins um að allir múslimar sem væru í haldi í bandarískum fangelsum yrðu látnir lausir í skiptum fyrir gíslana vöktu ugg um að erlendir öfgamenn, hugsanlega tengdir al-Kaída-hryðjuverkanetinu, væru farnir að láta til sín taka á Gaza-svæðinu. En talsmenn palestínskra öryggismálayfirvalda sögðu þetta nafn á hópnum hentiheiti sem þekktir róttæklingar úr röðum heimamanna notuðu til að vekja á sér athygli. Allan tímann hafi verið vitað hverjir þeir voru. Talsmennirnir sögðu að haft hefði verið upp á þeim með hjálp þriðju aðila sem ekki komu annars nálægt mannráninu. Þeir sögðu þó ekkert um hvort palestínsk yfirvöld hefðu samið við gíslatökumennina. Á síðustu tveimur árum hafa herskáir Palestínumenn rænt á þriðja tug útlendinga, oftast til að setja fram persónulegar kröfur, en þeim hefur í flestum tilvikum verið sleppt samdægurs og án þess að hár væri skert á höfði þeirra. Allan tímann á meðan Centanni og Wiig voru í haldi héldu palestínskir ráðamenn því statt og stöðugt fram að þeir vissu ekkert um það hverjir gíslatökumennirnir væru. Haniyeh vék sér undan að svara þegar hann var spurður hvort reynt yrði að handtaka þá.
Erlent Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira