Frjálslyndir tapa miklu fylgi 27. ágúst 2006 08:15 Frjálslyndi flokkurinn missir mest fylgi samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Flokkurinn, sem hlaut 7,4 prósent atkvæða í síðustu kosningum, nýtur nú fylgis 2,1 prósents svarenda. Ekki hafa færri sagst myndu kjósa Frjálslynda flokkinn, væri boðað til þingkosninga nú, síðan í febrúar 2003, þegar fylgi flokksins mældist 1,8 prósent í könnun blaðsins. Í síðustu könnun Fréttablaðsins, sem gerð var 28. júní, sögðust 6,2 prósent myndu kjósa flokkinn sem er rúmlega fjórum prósentustigum meira en nú. Mest fylgi missir flokkurinn meðal íbúa á landsbyggðinni og kvenna. Fylgi meðal íbúa á landsbyggðinni er nú 6,1 prósentustigi minna en í síðustu könnun og segjast nú 1,6 prósent þeirra myndu kjósa Frjálslynda flokkinn. Þá er fylgi meðal kvenna 5,5 prósentustigum minnan nú en í síðustu könnun og segjast 0,5 prósent kvenna myndu kjósa flokkinn. Ef þetta væru niðurstöður kosninga myndi flokkurinn einungis fá einn þingmann kjörinn. Fylgi Samfylkingar eykst nokkuð eftir að hafa dalað nokkuð samkvæmt könnunum Fréttablaðsins. 28,0 prósent svarenda segjast nú myndu kjósa flokkinn, en 24,2 prósent sögðust myndu kjósa flokkinn í síðustu könnun blaðsins. Samkvæmt þessu gæti flokkurinn fengið 18 þingmenn kjörna. Fylgi Samfylkingar er þó ekki komið í kjörfylgi, en flokkurinn hlaut 30,9 prósent atkvæða í síðustu kosningum. Mest bætir flokkurinn við sig fylgi meðal karla, en 26,5 prósent karla segjast nú myndu kjósa Samfylkinguna í stað 19,7 prósenta í könnun blaðsins í júní. Þá bætir flokkurinn einnig við sig tæplega fimm prósentustigum á landsbyggðinni. Nú segjast 26,5 prósent íbúa utan höfuðborgarsvæðisins myndu kjósa flokkinn í stað 21,6 prósenta áður. Vinstri grænir bæta einnig við sig fjórum prósentustigum frá síðustu könnun og segjast nú 18,8 prósent svarenda myndu kjósa flokkinn, en fylgi við Vinstri græn var 14,8 prósent í síðustu könnun. Samkvæmt þessu hefur flokkurinn rúmlega tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum þegar 8,8 prósent kusu Vinstri græn. Samkvæmt þessari niðurstöðu gæti flokkurinn fengið 12 þingmenn kjörna. Mest bætir flokkurinn við sig meðal kvenna. Nú segist 24,1 prósent kvenna myndu kjósa Vinstri græn, en fylgi meðal kvenna var 12,4 prósent í könnun blaðsins í júní. Þá bætir flokkurinn einnig við sig 7,3 prósentustigum á höfuðborgarsvæðinu, en 22 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu segjast nú myndu kjósa flokkinn, en hlutfallið var 14,7 prósent í síðustu könnun. Þá missir flokkurinn örlítið fylgi meðal karla, en nú segjast 14,7 prósent karla myndu kjósa Vinstri græn, en í júní var hlutfallið 17,1 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur verið að bæta við sig fylgi síðan í nóvember á síðasta ári, dalar aðeins frá síðustu könnun. Nú segjast 39,8 prósent svarenda myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, sem er 2,7 prósentustigum minna en í síðustu könnun. Ef þetta væru niðurstöður kosninga gæti Sjálfstæðisflokkurinn fengið 25 þingmenn kjörna. Mesta breyting á fylgi Sjálfstæðisflokksins er meðal kvenna sem dalar um tæp níu prósentustig frá síðustu könnun blaðsins. Nú segjast 34 prósent kvenna myndu kjósa flokkinn, en hlutfallið var 42,6 prósent í síðustu könnun. Því er aftur kominn nokkur kynjamunur á stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn sem mældist ekki í síðustu könnun, en 44,3 prósent karla segjast nú myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Þá dalar fylgi Sjálfstæðisflokksins á höfuðborgarsvæðinu um rúm fimm prósentustig frá síðustu könnun og segjast nú 40,0 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Engin breyting er á fylgi Framsóknarflokks frá síðustu könnun, en í millitíðinni hélt Framsóknarflokkurinn flokksþing þar sem Jón Sigurðsson var kjörinn nýr formaður flokksins, Guðni Ágústsson var áfram kjörinn varaformaður og Sæunn Stefánsdóttir var kjörinn ritari. Þá hefur Framsóknarráðherrann Valgerður Sverrisdóttir verið sökuð um að stinga skýrslu um byggingu Kárahnjúkavirkjunar undir stól í fréttum að undanförnu. 10,7 prósent kjósenda segjast nú myndu kjósa flokkinn sem er 0,1 prósentustigi meira en í síðustu könnun og gæti flokkurinn samkvæmt því fengið sjö þingmenn kjörna. Ríkisstjórnarflokkarnir tveir myndu samkvæmt þessu fá 50,5 prósent atkvæða og 32 þingmenn kjörna og núverandi meirihluti myndi því halda. Hringt var í 800 kjósendur laugardaginn 26. ágúst. Svarendur skiptust jafnt milli karla og kvenna og hlutfallslega milli kjördæma. 60,6 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar. Innlent Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Fleiri fréttir „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Sjá meira
Frjálslyndi flokkurinn missir mest fylgi samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Flokkurinn, sem hlaut 7,4 prósent atkvæða í síðustu kosningum, nýtur nú fylgis 2,1 prósents svarenda. Ekki hafa færri sagst myndu kjósa Frjálslynda flokkinn, væri boðað til þingkosninga nú, síðan í febrúar 2003, þegar fylgi flokksins mældist 1,8 prósent í könnun blaðsins. Í síðustu könnun Fréttablaðsins, sem gerð var 28. júní, sögðust 6,2 prósent myndu kjósa flokkinn sem er rúmlega fjórum prósentustigum meira en nú. Mest fylgi missir flokkurinn meðal íbúa á landsbyggðinni og kvenna. Fylgi meðal íbúa á landsbyggðinni er nú 6,1 prósentustigi minna en í síðustu könnun og segjast nú 1,6 prósent þeirra myndu kjósa Frjálslynda flokkinn. Þá er fylgi meðal kvenna 5,5 prósentustigum minnan nú en í síðustu könnun og segjast 0,5 prósent kvenna myndu kjósa flokkinn. Ef þetta væru niðurstöður kosninga myndi flokkurinn einungis fá einn þingmann kjörinn. Fylgi Samfylkingar eykst nokkuð eftir að hafa dalað nokkuð samkvæmt könnunum Fréttablaðsins. 28,0 prósent svarenda segjast nú myndu kjósa flokkinn, en 24,2 prósent sögðust myndu kjósa flokkinn í síðustu könnun blaðsins. Samkvæmt þessu gæti flokkurinn fengið 18 þingmenn kjörna. Fylgi Samfylkingar er þó ekki komið í kjörfylgi, en flokkurinn hlaut 30,9 prósent atkvæða í síðustu kosningum. Mest bætir flokkurinn við sig fylgi meðal karla, en 26,5 prósent karla segjast nú myndu kjósa Samfylkinguna í stað 19,7 prósenta í könnun blaðsins í júní. Þá bætir flokkurinn einnig við sig tæplega fimm prósentustigum á landsbyggðinni. Nú segjast 26,5 prósent íbúa utan höfuðborgarsvæðisins myndu kjósa flokkinn í stað 21,6 prósenta áður. Vinstri grænir bæta einnig við sig fjórum prósentustigum frá síðustu könnun og segjast nú 18,8 prósent svarenda myndu kjósa flokkinn, en fylgi við Vinstri græn var 14,8 prósent í síðustu könnun. Samkvæmt þessu hefur flokkurinn rúmlega tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum þegar 8,8 prósent kusu Vinstri græn. Samkvæmt þessari niðurstöðu gæti flokkurinn fengið 12 þingmenn kjörna. Mest bætir flokkurinn við sig meðal kvenna. Nú segist 24,1 prósent kvenna myndu kjósa Vinstri græn, en fylgi meðal kvenna var 12,4 prósent í könnun blaðsins í júní. Þá bætir flokkurinn einnig við sig 7,3 prósentustigum á höfuðborgarsvæðinu, en 22 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu segjast nú myndu kjósa flokkinn, en hlutfallið var 14,7 prósent í síðustu könnun. Þá missir flokkurinn örlítið fylgi meðal karla, en nú segjast 14,7 prósent karla myndu kjósa Vinstri græn, en í júní var hlutfallið 17,1 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur verið að bæta við sig fylgi síðan í nóvember á síðasta ári, dalar aðeins frá síðustu könnun. Nú segjast 39,8 prósent svarenda myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, sem er 2,7 prósentustigum minna en í síðustu könnun. Ef þetta væru niðurstöður kosninga gæti Sjálfstæðisflokkurinn fengið 25 þingmenn kjörna. Mesta breyting á fylgi Sjálfstæðisflokksins er meðal kvenna sem dalar um tæp níu prósentustig frá síðustu könnun blaðsins. Nú segjast 34 prósent kvenna myndu kjósa flokkinn, en hlutfallið var 42,6 prósent í síðustu könnun. Því er aftur kominn nokkur kynjamunur á stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn sem mældist ekki í síðustu könnun, en 44,3 prósent karla segjast nú myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Þá dalar fylgi Sjálfstæðisflokksins á höfuðborgarsvæðinu um rúm fimm prósentustig frá síðustu könnun og segjast nú 40,0 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Engin breyting er á fylgi Framsóknarflokks frá síðustu könnun, en í millitíðinni hélt Framsóknarflokkurinn flokksþing þar sem Jón Sigurðsson var kjörinn nýr formaður flokksins, Guðni Ágústsson var áfram kjörinn varaformaður og Sæunn Stefánsdóttir var kjörinn ritari. Þá hefur Framsóknarráðherrann Valgerður Sverrisdóttir verið sökuð um að stinga skýrslu um byggingu Kárahnjúkavirkjunar undir stól í fréttum að undanförnu. 10,7 prósent kjósenda segjast nú myndu kjósa flokkinn sem er 0,1 prósentustigi meira en í síðustu könnun og gæti flokkurinn samkvæmt því fengið sjö þingmenn kjörna. Ríkisstjórnarflokkarnir tveir myndu samkvæmt þessu fá 50,5 prósent atkvæða og 32 þingmenn kjörna og núverandi meirihluti myndi því halda. Hringt var í 800 kjósendur laugardaginn 26. ágúst. Svarendur skiptust jafnt milli karla og kvenna og hlutfallslega milli kjördæma. 60,6 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar.
Innlent Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Fleiri fréttir „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Sjá meira