Móta stefnu um notkun gervigreindar Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 12. nóvember 2025 13:51 Háskólinn á Akureyri Vísir/Viktor Freyr Háskólinn á Akureyri hefur mótað stefnu um ábyrga notkun gervigreindar við skólann. Með stefnunni er viðurkennt að gervigreindin komi til með að vera stór hluti af starfsemi háskólasamfélagsins og vilja þau að hún muni efla starfsemina. Meginregla stefnunnar er að nemendum og starfsfólki sé heimil notkun gervigreindarverkfæra í námi, kennslu, rannsóknum og stjórnsýslu, þar með talin notkun gervigreindarmállíkana líkt og ChatGPT. Þó verði að gæta að meðal annars höfundarrétti, ábyrgri heimildanotkun, siðferðisviðmiðum og akademísku frelsi. Til dæmis má ekki vísa í gervigreind sem heimild og þarf að sannreyna allar upplýsingar sem fást frá henni. Gervigreindin á ekki að koma í stað mannlegrar sköpunar heldur styðja við hana og því er ekki leyfilegt að afrita og skila hráu, lítið breyttu eða óyfirförnu úttaki gervigreindarinnar og kynna það sem eigið verk. Með stefnunni er háskólinn að viðurkenna að gervigreind sé og verði órjúfanlegur þáttur í námi, kennslu, rannsóknum og stjórnsýslu til framtíðar. Þau hyggjast því nota gervigreindina til að efla gæði háskólastarfsins án þess að ganga gegn grundvallargildum þess, svo sem siðareglum skólans. „Þessi þróun er afar hröð og það er rökrétt skref að við rýnum í hlutverk gervigreindar, þau tækifæri sem hún færir okkur, hvernig við getum aukið gæði náms við Háskólann á Akureyri og hvað við þurfum að varast. Við erum afar stolt af því að hafa sett okkur stefnu sem styður við markmið skólans og vera fyrsti íslenski háskóli sem gerir slíkt,“ er haft eftir Áslaugu Ásgeirsdóttur, rektor Háskólans á Akureyri, í tilkynningu frá skólanum. Stefnan, sem háskólaráð HA samþykkti í lok október, samræmist stefnu skólans til ársins 2030 þar sem kveðið er á um að nýta framfarir í tækni og gervigreind til að vera leiðandi í háskólastarfi. Skólinn ætlar sér að vera miðpunktur þekkingar, nýsköpunar og framfara. Fréttin hefur verið leiðrétt. Áður stóð að HA væri fyrsti skólinn á Íslandi til að samþykkja slíka stefnu en rétt er að Háskólinn á Bifröst samþykkti gervigreindarstefnu í loks ársins 2023. Háskólar Gervigreind Akureyri Skóla- og menntamál Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Leystur frá störfum í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Forsætisráðherra segir engum hyglað með breyttu plani „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Sjá meira
Meginregla stefnunnar er að nemendum og starfsfólki sé heimil notkun gervigreindarverkfæra í námi, kennslu, rannsóknum og stjórnsýslu, þar með talin notkun gervigreindarmállíkana líkt og ChatGPT. Þó verði að gæta að meðal annars höfundarrétti, ábyrgri heimildanotkun, siðferðisviðmiðum og akademísku frelsi. Til dæmis má ekki vísa í gervigreind sem heimild og þarf að sannreyna allar upplýsingar sem fást frá henni. Gervigreindin á ekki að koma í stað mannlegrar sköpunar heldur styðja við hana og því er ekki leyfilegt að afrita og skila hráu, lítið breyttu eða óyfirförnu úttaki gervigreindarinnar og kynna það sem eigið verk. Með stefnunni er háskólinn að viðurkenna að gervigreind sé og verði órjúfanlegur þáttur í námi, kennslu, rannsóknum og stjórnsýslu til framtíðar. Þau hyggjast því nota gervigreindina til að efla gæði háskólastarfsins án þess að ganga gegn grundvallargildum þess, svo sem siðareglum skólans. „Þessi þróun er afar hröð og það er rökrétt skref að við rýnum í hlutverk gervigreindar, þau tækifæri sem hún færir okkur, hvernig við getum aukið gæði náms við Háskólann á Akureyri og hvað við þurfum að varast. Við erum afar stolt af því að hafa sett okkur stefnu sem styður við markmið skólans og vera fyrsti íslenski háskóli sem gerir slíkt,“ er haft eftir Áslaugu Ásgeirsdóttur, rektor Háskólans á Akureyri, í tilkynningu frá skólanum. Stefnan, sem háskólaráð HA samþykkti í lok október, samræmist stefnu skólans til ársins 2030 þar sem kveðið er á um að nýta framfarir í tækni og gervigreind til að vera leiðandi í háskólastarfi. Skólinn ætlar sér að vera miðpunktur þekkingar, nýsköpunar og framfara. Fréttin hefur verið leiðrétt. Áður stóð að HA væri fyrsti skólinn á Íslandi til að samþykkja slíka stefnu en rétt er að Háskólinn á Bifröst samþykkti gervigreindarstefnu í loks ársins 2023.
Háskólar Gervigreind Akureyri Skóla- og menntamál Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Leystur frá störfum í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Forsætisráðherra segir engum hyglað með breyttu plani „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Sjá meira