Spurningar vakna um stefnumótun 21. ágúst 2006 00:01 Í tveimur fjarlægum Asíulöndum, hinu landlukta Afganistan og eyríkinu Srí Lanka, eru að störfum Íslendingar í vandasömum verkefnum. Þeir taka þar þátt í viðleitni alþjóðasamfélagsins til að stuðla að því að græða þau djúpu sár sem langvinn borgarastríð hafa skilið eftir í báðum löndum. En að slíku verki er ekki hlaupið. Hætturnar eru margar. Nær daglega berast fréttir af vopnuðum átökum í báðum löndum. Auk "borgaralegra" fulltrúa sem vinna að þróunaraðstoð, flugumferðarstjórn og ýmsum öðrum verkefnum sem ekki krefjast vopnaburðar, er í Afganistan allfjölmennt herlið frá nokkrum aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins sem reynir að liðsinna þarlendum stjórnvöldum að byggja upp getu til að halda uppi lögum og reglu í landinu. En það er þrautin þyngri þar sem héraðahöfðingjar halda uppi eigin vopnuðu liði til að gæta hagsmuna þeirra, meðal annars gegn hinu nýja miðstjórnarvaldi í Kabúl sem nýtur verndar erlenda setuliðsins. Og í suðurhluta landsins halda fylgismenn talibana úti stöðugum skærum gegn afganska stjórnarhernum og NATO-herliðinu. Friðargæzla er tiltölulega nýtilkominn þáttur í því alþjóðasamstarfi sem við komum nálægt og ræða þarf hvernig kraftar okkar herlausu þjóðar nýtast bezt. Á Srí Lanka berast skæruliðar aðskilnaðarsinnaðra tamíla og stjórnarhermenn á banaspjót. Þegar norskum sáttasemjurum tókst að fá stríðandi fylkingar til að samþykkja vopnahlé árið 2002 hafði það kostað yfir 65.000 manns lífið. Á föstudag tilkynnti Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra að hún hefði ákveðið að íslenska friðargæslan yrði við beiðni um að fjölga íslenskum fulltrúum í norrænu vopnahlés-eftirlitsnefndinni á Srí Lanka, SLMM, upp í allt að tíu manns á næstunni. Hlutverk þessa liðsauka verður að fylla að einhverju leyti í raðir Dana, Svía og Finna sem hafa ákveðið að hætta þátttöku í SLMM í bili eftir að Tamílatígrarnir, skæruliðahreyfing aðskilnaðarsinnaðra tamíla, var sett á lista Evrópusambandsins yfir hryðjuverkasamtök fyrr í sumar, en sú ákvörðun varð Tamílatígrum tilefni til að lýsa því yfir að þeir ábyrgðust ekki öryggi ríkisborgara Evrópusambandslanda í röðum norrænu eftirlitsnefndarinnar. Norðmenn og Íslendingar munu því einir standa vaktina næstu vikurnar, á viðkvæmum tímum þar sem átök milli stríðandi fylkinga hafa stöðugt verið að færast í vöxt. Þó hafa talsmenn beggja fylkinga sagzt líta svo á að vopnahléssamkomulagið sé enn í gildi. Og verkefni eftirlitsnefndarinnar hefur aldrei verið eiginleg friðargæzla; hún takmarkast við að halda til haga upplýsingum um meint brot á vopnahléssamningnum af beggja hálfu. Ákvörðunin um fjölgun Íslendinga í þessum vandasömu verkefnum á viðsjárverðum vettvangi vekur spurningar um það hvort henni liggi til grundvallar einhver ígrunduð stefna af hálfu stjórnvalda. Það er eðlilegt að Ísland leggi sitt af mörkum til uppbyggilegs alþjóðasamstarfs af þessu tagi. En þetta er tiltölulega nýtilkominn þáttur í því alþjóðasamstarfi sem við komum nálægt og ræða þarf hvernig kraftar okkar herlausu þjóðar nýtast bezt í þessu samhengi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auðunn Arnórsson Skoðanir Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun
Í tveimur fjarlægum Asíulöndum, hinu landlukta Afganistan og eyríkinu Srí Lanka, eru að störfum Íslendingar í vandasömum verkefnum. Þeir taka þar þátt í viðleitni alþjóðasamfélagsins til að stuðla að því að græða þau djúpu sár sem langvinn borgarastríð hafa skilið eftir í báðum löndum. En að slíku verki er ekki hlaupið. Hætturnar eru margar. Nær daglega berast fréttir af vopnuðum átökum í báðum löndum. Auk "borgaralegra" fulltrúa sem vinna að þróunaraðstoð, flugumferðarstjórn og ýmsum öðrum verkefnum sem ekki krefjast vopnaburðar, er í Afganistan allfjölmennt herlið frá nokkrum aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins sem reynir að liðsinna þarlendum stjórnvöldum að byggja upp getu til að halda uppi lögum og reglu í landinu. En það er þrautin þyngri þar sem héraðahöfðingjar halda uppi eigin vopnuðu liði til að gæta hagsmuna þeirra, meðal annars gegn hinu nýja miðstjórnarvaldi í Kabúl sem nýtur verndar erlenda setuliðsins. Og í suðurhluta landsins halda fylgismenn talibana úti stöðugum skærum gegn afganska stjórnarhernum og NATO-herliðinu. Friðargæzla er tiltölulega nýtilkominn þáttur í því alþjóðasamstarfi sem við komum nálægt og ræða þarf hvernig kraftar okkar herlausu þjóðar nýtast bezt. Á Srí Lanka berast skæruliðar aðskilnaðarsinnaðra tamíla og stjórnarhermenn á banaspjót. Þegar norskum sáttasemjurum tókst að fá stríðandi fylkingar til að samþykkja vopnahlé árið 2002 hafði það kostað yfir 65.000 manns lífið. Á föstudag tilkynnti Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra að hún hefði ákveðið að íslenska friðargæslan yrði við beiðni um að fjölga íslenskum fulltrúum í norrænu vopnahlés-eftirlitsnefndinni á Srí Lanka, SLMM, upp í allt að tíu manns á næstunni. Hlutverk þessa liðsauka verður að fylla að einhverju leyti í raðir Dana, Svía og Finna sem hafa ákveðið að hætta þátttöku í SLMM í bili eftir að Tamílatígrarnir, skæruliðahreyfing aðskilnaðarsinnaðra tamíla, var sett á lista Evrópusambandsins yfir hryðjuverkasamtök fyrr í sumar, en sú ákvörðun varð Tamílatígrum tilefni til að lýsa því yfir að þeir ábyrgðust ekki öryggi ríkisborgara Evrópusambandslanda í röðum norrænu eftirlitsnefndarinnar. Norðmenn og Íslendingar munu því einir standa vaktina næstu vikurnar, á viðkvæmum tímum þar sem átök milli stríðandi fylkinga hafa stöðugt verið að færast í vöxt. Þó hafa talsmenn beggja fylkinga sagzt líta svo á að vopnahléssamkomulagið sé enn í gildi. Og verkefni eftirlitsnefndarinnar hefur aldrei verið eiginleg friðargæzla; hún takmarkast við að halda til haga upplýsingum um meint brot á vopnahléssamningnum af beggja hálfu. Ákvörðunin um fjölgun Íslendinga í þessum vandasömu verkefnum á viðsjárverðum vettvangi vekur spurningar um það hvort henni liggi til grundvallar einhver ígrunduð stefna af hálfu stjórnvalda. Það er eðlilegt að Ísland leggi sitt af mörkum til uppbyggilegs alþjóðasamstarfs af þessu tagi. En þetta er tiltölulega nýtilkominn þáttur í því alþjóðasamstarfi sem við komum nálægt og ræða þarf hvernig kraftar okkar herlausu þjóðar nýtast bezt í þessu samhengi.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun