Hryðjuverkavarnir 18. ágúst 2006 00:01 Öryggisdeild bresku lögreglunnar telur sig hafa komið upp um ráðabrugg nokkurra öfgamúslima í Bretlandi, sem ætluðu á næstu dögum að sprengja tíu bandarískar farþegaþotur upp yfir miðju Norður-Atlantshafi í því skyni að mótmæla afskiptum Bandaríkjastjórnar af átökunum í Austurlöndum nær. Hryðjuverkamennirnir hugðust lauma eldfimum efnum með handfarangri sínum um borð og setja þar saman úr þeim litlar sprengjur. Þetta átti að gera samtímis í þotunum tíu, enda hefði verið unnt að grípa til ráðstafana gegn þeim, hefði þeim tekist verkið í einni þotunni á undan öðrum. Það þarf ekki fjörugt ímyndunarafl til að sjá, hvað hefði getað komið fyrir. Hér er einn möguleiki: Þoturnar tíu hefðu farið á loft á misjöfnum tíma, nokkrar tafist, aðrar verið á áætlun. Af þeim sökum og ýmsum öðrum hefðu aðgerðirnar ekki orðið allar samtímis. Sjálfsmorðssveitunum hefði þó tekist að sprengja þrjár þotur upp. Stjórnendum hinna sjö hefði borist vitneskja um ódæðin. Þeir hefðu ákveðið að lenda tafarlaust á næsta flugvelli. Átök hefðu orðið um borð í þotunum sjö. Hryðjuverkamönnunum hefði tekist að ná valdi á þremur þeirra og síðan grandað þeim, en sérþjónustumenn, farþegar og áhöfn í fjórum öðrum getað varist. Keflavíkurflugvöllur hefði verið nálægasti lendingarstaður. Þetta var raunverulegur möguleiki, ef marka má öryggisdeild bresku lögreglunnar. En þá vaknar spurningin: Hvaða viðbúnað hefðu íslensk stjórnvöld haft, þegar fjórar farþegaþotur með stórhættulega hryðjuverkamenn innanborðs hefðu lent á Keflavíkurflugvelli? Við Íslendingar verðum að átta okkur á, að nýr tími er runninn upp í alþjóðamálum. Vestrænum þjóðum stafar vissulega ekki lengur veruleg hætta af Rússum. Ógnarjafnvægi risaveldanna er úr sögunni. En þótt ófriðarhættan á Atlantshafi hafi minnkað, er heimurinn alls ekki orðinn hættulaus, eins og hið nýlega ráðabrugg í Bretlandi sýnir. Jón Sigurðsson forseti sagði í Nýjum félagsritum 1843: "Því verður ekki neitað, að það er hinn mesti galli, að engar varnir eru á landinu." Hann hélt áfram: "Það er að vísu enginn kostur á mannkyninu, að hver þjóð skuli verða að vera viðbúin til varnar móti annarri eins og móti villidýrum, og að því leyti betur sem menn eru slægari en dýrin, en svo verður að búa, sem á bæ er títt, meðan þannig stendur, og er sá einn til, að hver sjái sjálfum sér farborða sem best hann má." Enn sagði Jón: "Það er alkunnugra en frá þurfi að segja, hversu mjög það dirfir menn og hvetur að kunna að fara með vopn, og að sama skapi mundi það lífga þjóðaranda og hug manna að vita, að sá liðskostur væri í landinu, að það væri ekki uppnæmt fyrir einni hleypiskútu eða fáeinum vopnuðum bófum." Því miður virðast Bandaríkjamenn ekki fúsir til að standa við skuldbindingar sínar samkvæmt varnarsamningnum frá 1951. Íslendingar verða því að huga að því af meiri alvöru en áður, hvaða varnarviðbúnað þeir hafa sjálfir í landinu. Í júnílok kynntu tveir sérfræðingar Evrópusambandsins, þeir dr. Niels Bracke og Gerd van den Borg, þá skoðun, að Íslendingar ættu að stofna sérstaka öryggisdeild lögreglunnar. Sömu mennirnir og hafa jafnan tekið með lotningu við öllu, sem frá Brüssel hefur komið, hafa reynt að hlæja þessa tillögu niður. Ég er ekki meiri hernaðarsinni en Jón Sigurðsson forseti. En við Íslendingar verðum að búa svo á bæ sem títt er. Þessa tillögu sérfræðinganna evrópsku ber að athuga gaumgæfilega. Okkar gamla vernd, fjarlægðin, er úr sögunni, eins og Bjarni Benediktsson minnti stundum á. Raunar dugði hún okkur hvorki til að afstýra Tyrkjaráninu 1627 né strandhöggi dansks ævintýramanns 1809. Sá möguleiki, að fjórar farþegaþotur með sjálfsmorðssveitir innanborðs (jafnvel þótt afvopnaðar væru) hefðu lent fyrirvaralaust á Keflavíkurflugvelli, er aðeins einn af mörgum. Og í þessu máli nægir möguleikinn. Maður kaupir sér brunatryggingu og kostar slökkvilið, þótt hann viti, að litlar líkur séu á, að hús hans sjálfs brenni á morgun. Gerðum hans ráða almenn reynslusannindi, ekki vissa um eldsvoða. Á alþjóðavettvangi hefur hættan ekki horfið, heldur breytt um eðli. Hún er ekki lengur af kjarnorkuárás austræns risaveldis, heldur af hryðjuverkum einstakra öfgasveita. Fyrirhyggja er ekki ástæðulaus hræðsla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Hólmsteinn Gissurarson Skoðanir Mest lesið Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Dauðsfall, fályndi og umboðsmaður sjúklinga Einar Magnús Magnússon Skoðun
Öryggisdeild bresku lögreglunnar telur sig hafa komið upp um ráðabrugg nokkurra öfgamúslima í Bretlandi, sem ætluðu á næstu dögum að sprengja tíu bandarískar farþegaþotur upp yfir miðju Norður-Atlantshafi í því skyni að mótmæla afskiptum Bandaríkjastjórnar af átökunum í Austurlöndum nær. Hryðjuverkamennirnir hugðust lauma eldfimum efnum með handfarangri sínum um borð og setja þar saman úr þeim litlar sprengjur. Þetta átti að gera samtímis í þotunum tíu, enda hefði verið unnt að grípa til ráðstafana gegn þeim, hefði þeim tekist verkið í einni þotunni á undan öðrum. Það þarf ekki fjörugt ímyndunarafl til að sjá, hvað hefði getað komið fyrir. Hér er einn möguleiki: Þoturnar tíu hefðu farið á loft á misjöfnum tíma, nokkrar tafist, aðrar verið á áætlun. Af þeim sökum og ýmsum öðrum hefðu aðgerðirnar ekki orðið allar samtímis. Sjálfsmorðssveitunum hefði þó tekist að sprengja þrjár þotur upp. Stjórnendum hinna sjö hefði borist vitneskja um ódæðin. Þeir hefðu ákveðið að lenda tafarlaust á næsta flugvelli. Átök hefðu orðið um borð í þotunum sjö. Hryðjuverkamönnunum hefði tekist að ná valdi á þremur þeirra og síðan grandað þeim, en sérþjónustumenn, farþegar og áhöfn í fjórum öðrum getað varist. Keflavíkurflugvöllur hefði verið nálægasti lendingarstaður. Þetta var raunverulegur möguleiki, ef marka má öryggisdeild bresku lögreglunnar. En þá vaknar spurningin: Hvaða viðbúnað hefðu íslensk stjórnvöld haft, þegar fjórar farþegaþotur með stórhættulega hryðjuverkamenn innanborðs hefðu lent á Keflavíkurflugvelli? Við Íslendingar verðum að átta okkur á, að nýr tími er runninn upp í alþjóðamálum. Vestrænum þjóðum stafar vissulega ekki lengur veruleg hætta af Rússum. Ógnarjafnvægi risaveldanna er úr sögunni. En þótt ófriðarhættan á Atlantshafi hafi minnkað, er heimurinn alls ekki orðinn hættulaus, eins og hið nýlega ráðabrugg í Bretlandi sýnir. Jón Sigurðsson forseti sagði í Nýjum félagsritum 1843: "Því verður ekki neitað, að það er hinn mesti galli, að engar varnir eru á landinu." Hann hélt áfram: "Það er að vísu enginn kostur á mannkyninu, að hver þjóð skuli verða að vera viðbúin til varnar móti annarri eins og móti villidýrum, og að því leyti betur sem menn eru slægari en dýrin, en svo verður að búa, sem á bæ er títt, meðan þannig stendur, og er sá einn til, að hver sjái sjálfum sér farborða sem best hann má." Enn sagði Jón: "Það er alkunnugra en frá þurfi að segja, hversu mjög það dirfir menn og hvetur að kunna að fara með vopn, og að sama skapi mundi það lífga þjóðaranda og hug manna að vita, að sá liðskostur væri í landinu, að það væri ekki uppnæmt fyrir einni hleypiskútu eða fáeinum vopnuðum bófum." Því miður virðast Bandaríkjamenn ekki fúsir til að standa við skuldbindingar sínar samkvæmt varnarsamningnum frá 1951. Íslendingar verða því að huga að því af meiri alvöru en áður, hvaða varnarviðbúnað þeir hafa sjálfir í landinu. Í júnílok kynntu tveir sérfræðingar Evrópusambandsins, þeir dr. Niels Bracke og Gerd van den Borg, þá skoðun, að Íslendingar ættu að stofna sérstaka öryggisdeild lögreglunnar. Sömu mennirnir og hafa jafnan tekið með lotningu við öllu, sem frá Brüssel hefur komið, hafa reynt að hlæja þessa tillögu niður. Ég er ekki meiri hernaðarsinni en Jón Sigurðsson forseti. En við Íslendingar verðum að búa svo á bæ sem títt er. Þessa tillögu sérfræðinganna evrópsku ber að athuga gaumgæfilega. Okkar gamla vernd, fjarlægðin, er úr sögunni, eins og Bjarni Benediktsson minnti stundum á. Raunar dugði hún okkur hvorki til að afstýra Tyrkjaráninu 1627 né strandhöggi dansks ævintýramanns 1809. Sá möguleiki, að fjórar farþegaþotur með sjálfsmorðssveitir innanborðs (jafnvel þótt afvopnaðar væru) hefðu lent fyrirvaralaust á Keflavíkurflugvelli, er aðeins einn af mörgum. Og í þessu máli nægir möguleikinn. Maður kaupir sér brunatryggingu og kostar slökkvilið, þótt hann viti, að litlar líkur séu á, að hús hans sjálfs brenni á morgun. Gerðum hans ráða almenn reynslusannindi, ekki vissa um eldsvoða. Á alþjóðavettvangi hefur hættan ekki horfið, heldur breytt um eðli. Hún er ekki lengur af kjarnorkuárás austræns risaveldis, heldur af hryðjuverkum einstakra öfgasveita. Fyrirhyggja er ekki ástæðulaus hræðsla.
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun