Nýjar lausnir 14. ágúst 2006 15:07 Segja má að föst hefð sé nú orðin fyrir því að á áliðnu sumri setji menn á nokkra þrætu um hvort birta eigi skrár yfir skattgreiðslur manna. Að þessu sinni hafa hins vegar orðið meiri umræður um innihald og efni þessara talnaupplýsinga en jafnan áður. Hvað sem líður röksemdum með og á móti opinberun á slíkum persónuupplýsingum er ljóst að umræða um þessi efni hefur verið bæði holl og nauðsynleg. Og hún getur sannarlega haft gildi án þess að af henni megi leiða skýra niðurstöðu. Einhverju sinni var ort um lautinant í Hernum sem vitnaði um veginn að drottins náð. Í þessari umræðu hefur hins vegar verið kallað á stjórnmálamenn til að vitna um veginn að pólitískum rétttrúnaði. Landbúnaðarráðherrann og Vinstrihreyfingin - grænt framboð vitna um hærri skatta. Talsmenn Sjálfstæðisflokksins tala þar á móti af meiri gætni en þó skilningi á því að ekki megi skilja með öllu í sundur með þeim sem mynda samfélagið. Formaður Samfylkingarinnar kallar á lífeyrissjóðina um að gera siðferðilegar kröfur um takmarkaðan launamismun við val á fjárfestingarkostum. Þó að óvíst sé að slíkar hugmyndir breyti miklu í þessu efni eru þær gildar fyrir þá sök að þeir sem fjármagninu ráða bera eins og aðrir siðferðilegar skyldur. Kjarni málsins er þó sá að þær miklu tekjur einstakra manna sem nú stinga í stúf við það sem er venjulegt sýna einfaldlega hina hliðina á þeim miklu umskiptum sem hafa orðið í efnahags- og fjármálalífi þjóðarinnar. Ísland er ekki lengur efnahagslegt eyland. Það er virkur hluti af alþjóðlegum markaði. Allir stjórnmálaflokkar nema Vinstrihreyfingin - grænt framboð hafa talið sér til álitsauka að eiga hlut að þessum umskiptum. Án þessara umskipta hefði Ísland dregist aftur úr öðrum þjóðum og efnin væru minni. Einhverjir trúa því að réttlætið væri meira við svo búið. En er það svo? Ísland er þannig í sveit sett í heimi alþjóðaviðskipta að það þarf að nota skatta til þess að styrkja samkeppnisstöðu sína. Þó að einhverjum sýnist í sviphendingu aukið réttlæti í skattahækkunum er vísast að slík ráð snúist upp í andhverfu sína. Hitt væri nær að leiða umræðuna að skoðun á möguleikum á dýpri grundvallarbreytingum á skattkerfinu. Þær leiðir eru að vísu vandrataðar. Einföldun skattkerfisins er flókið verkefni. Á síðasta ári vakti Viðskiptaráð athygli á þeirri staðreynd að ýmis ríki sem hafa verið að styrkja samkeppnisstöðu sína gagnvart stærri og rótgrónari efnahagsveldum hafa innleitt lágan flatan tekjuskatt. Svipaðar hugmyndir voru einig ræddar á vettvangi BSRB fyrir ekki löngu. Mismunandi skattlagning eftir því hvernig tekjur verða til stríðir gegn skynsamlegum hugmyndum um hlutleysi skattkerfisins. Óánægja með þá skipan mála er að því leyti skiljanleg. En miklu hærri fjármagnstekjuskattur væri hins vegar óraunhæfur. Hann myndi ef öllu er á botninn hvolft skila minni tekjum í ríkissjóð. Það væri ekki réttlætisbót. Vel má vera að hugmyndir Viðskiptaráðsins um flatan undanþágusnauðan fimmtán prósenta skatt gangi ef til vill ekki upp í einu og öllu. En tillögur af þessu tagi eru eigi að síður þess virði að þær séu virtar betur. Umræðan um efni skattskrárinnar gæti þannig orðið hvort tveggja í senn jákvæð og uppbyggileg ef hún mætti verða til að beina sjónum manna að nýjum lausnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun
Segja má að föst hefð sé nú orðin fyrir því að á áliðnu sumri setji menn á nokkra þrætu um hvort birta eigi skrár yfir skattgreiðslur manna. Að þessu sinni hafa hins vegar orðið meiri umræður um innihald og efni þessara talnaupplýsinga en jafnan áður. Hvað sem líður röksemdum með og á móti opinberun á slíkum persónuupplýsingum er ljóst að umræða um þessi efni hefur verið bæði holl og nauðsynleg. Og hún getur sannarlega haft gildi án þess að af henni megi leiða skýra niðurstöðu. Einhverju sinni var ort um lautinant í Hernum sem vitnaði um veginn að drottins náð. Í þessari umræðu hefur hins vegar verið kallað á stjórnmálamenn til að vitna um veginn að pólitískum rétttrúnaði. Landbúnaðarráðherrann og Vinstrihreyfingin - grænt framboð vitna um hærri skatta. Talsmenn Sjálfstæðisflokksins tala þar á móti af meiri gætni en þó skilningi á því að ekki megi skilja með öllu í sundur með þeim sem mynda samfélagið. Formaður Samfylkingarinnar kallar á lífeyrissjóðina um að gera siðferðilegar kröfur um takmarkaðan launamismun við val á fjárfestingarkostum. Þó að óvíst sé að slíkar hugmyndir breyti miklu í þessu efni eru þær gildar fyrir þá sök að þeir sem fjármagninu ráða bera eins og aðrir siðferðilegar skyldur. Kjarni málsins er þó sá að þær miklu tekjur einstakra manna sem nú stinga í stúf við það sem er venjulegt sýna einfaldlega hina hliðina á þeim miklu umskiptum sem hafa orðið í efnahags- og fjármálalífi þjóðarinnar. Ísland er ekki lengur efnahagslegt eyland. Það er virkur hluti af alþjóðlegum markaði. Allir stjórnmálaflokkar nema Vinstrihreyfingin - grænt framboð hafa talið sér til álitsauka að eiga hlut að þessum umskiptum. Án þessara umskipta hefði Ísland dregist aftur úr öðrum þjóðum og efnin væru minni. Einhverjir trúa því að réttlætið væri meira við svo búið. En er það svo? Ísland er þannig í sveit sett í heimi alþjóðaviðskipta að það þarf að nota skatta til þess að styrkja samkeppnisstöðu sína. Þó að einhverjum sýnist í sviphendingu aukið réttlæti í skattahækkunum er vísast að slík ráð snúist upp í andhverfu sína. Hitt væri nær að leiða umræðuna að skoðun á möguleikum á dýpri grundvallarbreytingum á skattkerfinu. Þær leiðir eru að vísu vandrataðar. Einföldun skattkerfisins er flókið verkefni. Á síðasta ári vakti Viðskiptaráð athygli á þeirri staðreynd að ýmis ríki sem hafa verið að styrkja samkeppnisstöðu sína gagnvart stærri og rótgrónari efnahagsveldum hafa innleitt lágan flatan tekjuskatt. Svipaðar hugmyndir voru einig ræddar á vettvangi BSRB fyrir ekki löngu. Mismunandi skattlagning eftir því hvernig tekjur verða til stríðir gegn skynsamlegum hugmyndum um hlutleysi skattkerfisins. Óánægja með þá skipan mála er að því leyti skiljanleg. En miklu hærri fjármagnstekjuskattur væri hins vegar óraunhæfur. Hann myndi ef öllu er á botninn hvolft skila minni tekjum í ríkissjóð. Það væri ekki réttlætisbót. Vel má vera að hugmyndir Viðskiptaráðsins um flatan undanþágusnauðan fimmtán prósenta skatt gangi ef til vill ekki upp í einu og öllu. En tillögur af þessu tagi eru eigi að síður þess virði að þær séu virtar betur. Umræðan um efni skattskrárinnar gæti þannig orðið hvort tveggja í senn jákvæð og uppbyggileg ef hún mætti verða til að beina sjónum manna að nýjum lausnum.
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun