Full ástæða til að fagna 11. ágúst 2006 00:01 Hinsegin dagar standa nú yfir í Reykjavík og er hápunktur daganna sjálf Gleðigangan sem farin verður í miðbæ Reykjavíkur á morgun. Í fyrra er talið að um 50.000 manns hafi safnast saman í miðbæ Reykjavíkur þegar gangan fór fram. Óhætt er því að fullyrða að samhugur með samkynhneigðum og réttindum þeirra ríki meðal þjóðarinnar. Gleðigangan er sem sagt orðin einn af stærstu viðburðum sem haldnir eru í borginni, í flokki með sjálfum þjóðhátíðardeginum og menningarnóttinni. Gleðigöngur samkynhneigðra eru farnar í fjöldamörgum borgum um heim allan en líklega ríkir á fáum stöðum sú almenna eining og fjölskyldustemning um þennan viðburð sem er hér. „Sú þjóðareining sem hér ríkir um þennan dag er mjög óvenjulegt og fallegt fyrirbæri. Íslendingar mæta til göngu, sama í hvaða stétt þeir eru eða hver kynhneigð þeirra er," sagði Þorvaldur Kristinsson, forseti Hinsegin daga, í samtali við Fréttablaðið í gær. Í ár er í raun enn frekar ástæða fyrir Íslendinga, samkynhneigða og aðra, til að fagna vegna þess að fyrr í sumar ári náðist mikilvægur áfangi í réttindabaráttu samkynhneigðra þegar lög um breytingu á lagaákvæðum er varða réttarstöðu samkynhneigðra voru samþykkt á Alþingi. Þessi lög taka til sambúðar og geta samkynhneigðir nú skráð sig í staðfesta samvist eins og gagnkynhneigð pör og þannig notið sömu réttinda og annað sambúðarfólk, til dæmis gagnvart skatti og erfðum. Ekki síður var rétturinn bæði til ættleiðinga og tæknifrjóvgunar stór áfangi, en hann er nú sambærilegur hjá samkynhneigðum pörum og gagnkynhneigðum. Íslendingar eru því meðal þeirra þjóða sem státa af hvað bestum réttindum samkynhneigðra og er full ástæða til að vera stolt af því. Enn standa þó nokkur mál úti af borðinu í réttindamálum samkynhneigðra. Í fyrsta lagi hafa þeir ekki enn rétt til hjónavígslu eins og aðrir borgarar. Rétturinn til staðfestrar samvistar var vissulega áfangi á þeirri leið en einungis áfangi. Sú krafa hlýtur að verða gerð til þjóðkirkjunnar að prestar megi vígja samkynhneigða í hjónaband rétt eins og gagnkynhneigða. Þetta er raunar skoðun margra presta og binda verður vonir við að í framtíðinni verði öllu fólki heimilað að ganga í sams konar hjónaband, hvort sem er í kirkju eða hjá sýslumanni. Annað mál, sem snýr kannski ekki síst að sjálfsvirðingu homma, er að þeim er ekki heimilað að gefa blóð. Ástæðan er að fyrst eftir að HIV-veiran uppgötvaðist var útbreiðsla veirunnar mest í hópi homma. Því var ranglega dregin sú ályktun að nánast eingöngu sá samfélagshópur gæti smitast. Nú vita menn betur enda sýna tölur að nú eru gagnkynhneigðar konur stærsti áhættuhópurinn. Það sem upp úr stendur er þó að á morgun munu Íslendingar flykkjast niður í bæ í Reykjavík og gleðjast. Gleðigangan er litríkur og skemmtilegur viðburður sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Samhugur með málstað samkynhneigðra sem Íslendingar sýna með þátttöku í Gleðigöngunni er eitt af því sem þjóðin getur verið stolt af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Hinsegin dagar standa nú yfir í Reykjavík og er hápunktur daganna sjálf Gleðigangan sem farin verður í miðbæ Reykjavíkur á morgun. Í fyrra er talið að um 50.000 manns hafi safnast saman í miðbæ Reykjavíkur þegar gangan fór fram. Óhætt er því að fullyrða að samhugur með samkynhneigðum og réttindum þeirra ríki meðal þjóðarinnar. Gleðigangan er sem sagt orðin einn af stærstu viðburðum sem haldnir eru í borginni, í flokki með sjálfum þjóðhátíðardeginum og menningarnóttinni. Gleðigöngur samkynhneigðra eru farnar í fjöldamörgum borgum um heim allan en líklega ríkir á fáum stöðum sú almenna eining og fjölskyldustemning um þennan viðburð sem er hér. „Sú þjóðareining sem hér ríkir um þennan dag er mjög óvenjulegt og fallegt fyrirbæri. Íslendingar mæta til göngu, sama í hvaða stétt þeir eru eða hver kynhneigð þeirra er," sagði Þorvaldur Kristinsson, forseti Hinsegin daga, í samtali við Fréttablaðið í gær. Í ár er í raun enn frekar ástæða fyrir Íslendinga, samkynhneigða og aðra, til að fagna vegna þess að fyrr í sumar ári náðist mikilvægur áfangi í réttindabaráttu samkynhneigðra þegar lög um breytingu á lagaákvæðum er varða réttarstöðu samkynhneigðra voru samþykkt á Alþingi. Þessi lög taka til sambúðar og geta samkynhneigðir nú skráð sig í staðfesta samvist eins og gagnkynhneigð pör og þannig notið sömu réttinda og annað sambúðarfólk, til dæmis gagnvart skatti og erfðum. Ekki síður var rétturinn bæði til ættleiðinga og tæknifrjóvgunar stór áfangi, en hann er nú sambærilegur hjá samkynhneigðum pörum og gagnkynhneigðum. Íslendingar eru því meðal þeirra þjóða sem státa af hvað bestum réttindum samkynhneigðra og er full ástæða til að vera stolt af því. Enn standa þó nokkur mál úti af borðinu í réttindamálum samkynhneigðra. Í fyrsta lagi hafa þeir ekki enn rétt til hjónavígslu eins og aðrir borgarar. Rétturinn til staðfestrar samvistar var vissulega áfangi á þeirri leið en einungis áfangi. Sú krafa hlýtur að verða gerð til þjóðkirkjunnar að prestar megi vígja samkynhneigða í hjónaband rétt eins og gagnkynhneigða. Þetta er raunar skoðun margra presta og binda verður vonir við að í framtíðinni verði öllu fólki heimilað að ganga í sams konar hjónaband, hvort sem er í kirkju eða hjá sýslumanni. Annað mál, sem snýr kannski ekki síst að sjálfsvirðingu homma, er að þeim er ekki heimilað að gefa blóð. Ástæðan er að fyrst eftir að HIV-veiran uppgötvaðist var útbreiðsla veirunnar mest í hópi homma. Því var ranglega dregin sú ályktun að nánast eingöngu sá samfélagshópur gæti smitast. Nú vita menn betur enda sýna tölur að nú eru gagnkynhneigðar konur stærsti áhættuhópurinn. Það sem upp úr stendur er þó að á morgun munu Íslendingar flykkjast niður í bæ í Reykjavík og gleðjast. Gleðigangan er litríkur og skemmtilegur viðburður sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Samhugur með málstað samkynhneigðra sem Íslendingar sýna með þátttöku í Gleðigöngunni er eitt af því sem þjóðin getur verið stolt af.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun