Tíðindalítið á iSEC 26. júlí 2006 06:15 Gert að netum Hampiðjan er eina fyrirtækið á iSEC og líkur eru á því að systurfélag þess, HB Grandi, bætist í hópinn á hausti komandi. Engin viðskipti hafa orðið á iSEC á fyrstu vikum markaðarins. Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Engin viðskipti hafa átt sér stað á iSEC-markaðnum þær þrjár vikur sem hann hefur verið starfræktur. Eina félagið sem er skráð þar er Hampiðjan. Þá hefur stjórn HB Granda óskað eftir því að hlutabréf félagsins verði tekin á skrá mánaðamótin september-október ef stjórn Kauphallarinnar samþykkir flutninga bréfanna af Aðallista Kauphallarinnar. Á dögunum hætti bandaríska líftæknifyrirtækið Cyntellect við skráningu á iSEC þar sem ekki tókst að safna nægjanlegu hlutafé meðal fagfjárfesta. Kauphöllin á í viðræðum við nokkra aðila um skráningu á iSEC, að sögn Þórðar Friðjónssonar, forstjóra hennar. "Ég á von að innan tíðar bætist fleiri fyrirtæki úr öðrum geirum inn á þennan markað." Línur taki að skýrast með haustinu. Nýskráningar á hlutabréfamarkaði um allan heim hafa verið að dragst saman. "Umrót á mörkuðum frá því um miðjan febrúar hefur auðvitað haft áhrif á útgefendur í þá veru að þeir hafa farið varlega í málin. Það er til dæmis ljóst að Cyntellect hefur hætt við skráningu eins og fram hefur komið í fréttum." Þá bendir Þórður á að Icelandair hafi frestað skráningu á markað fram til hausts. "Markaðsástandið hefur auðvitað áhrif á tímasetningar og ákvarðanir manna um skráningu." Þórður telur að þegar fram líða stundir komi í ljós gagnsemi iSEC og menn megi ekki gera sér of miklar væntingar um hraða og snögga þróun. "Aðalatriðið fyrir okkur er að geta boðið vaxandi og meðalstórum fyrirtækjum þennan valkost og fjárfestum þá um leið tækifæri til að fjárfesta í slíkum fyrirtækjum." Þegar Kauphöllin kynnti iSEC á sínum tíma var greint frá því að 3-Plus, framleiðandi dvd-kids leikjanna, yrði fyrsta félagið til að fá skráningu á markaðinn en samkvæmt heimildum Markaðarins hafa stjórnendur 3-Plus hætt við þau áform. Viðskipti Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira
Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Engin viðskipti hafa átt sér stað á iSEC-markaðnum þær þrjár vikur sem hann hefur verið starfræktur. Eina félagið sem er skráð þar er Hampiðjan. Þá hefur stjórn HB Granda óskað eftir því að hlutabréf félagsins verði tekin á skrá mánaðamótin september-október ef stjórn Kauphallarinnar samþykkir flutninga bréfanna af Aðallista Kauphallarinnar. Á dögunum hætti bandaríska líftæknifyrirtækið Cyntellect við skráningu á iSEC þar sem ekki tókst að safna nægjanlegu hlutafé meðal fagfjárfesta. Kauphöllin á í viðræðum við nokkra aðila um skráningu á iSEC, að sögn Þórðar Friðjónssonar, forstjóra hennar. "Ég á von að innan tíðar bætist fleiri fyrirtæki úr öðrum geirum inn á þennan markað." Línur taki að skýrast með haustinu. Nýskráningar á hlutabréfamarkaði um allan heim hafa verið að dragst saman. "Umrót á mörkuðum frá því um miðjan febrúar hefur auðvitað haft áhrif á útgefendur í þá veru að þeir hafa farið varlega í málin. Það er til dæmis ljóst að Cyntellect hefur hætt við skráningu eins og fram hefur komið í fréttum." Þá bendir Þórður á að Icelandair hafi frestað skráningu á markað fram til hausts. "Markaðsástandið hefur auðvitað áhrif á tímasetningar og ákvarðanir manna um skráningu." Þórður telur að þegar fram líða stundir komi í ljós gagnsemi iSEC og menn megi ekki gera sér of miklar væntingar um hraða og snögga þróun. "Aðalatriðið fyrir okkur er að geta boðið vaxandi og meðalstórum fyrirtækjum þennan valkost og fjárfestum þá um leið tækifæri til að fjárfesta í slíkum fyrirtækjum." Þegar Kauphöllin kynnti iSEC á sínum tíma var greint frá því að 3-Plus, framleiðandi dvd-kids leikjanna, yrði fyrsta félagið til að fá skráningu á markaðinn en samkvæmt heimildum Markaðarins hafa stjórnendur 3-Plus hætt við þau áform.
Viðskipti Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira