Hægir á í útlánum banka Óli Kristján Ármannsson skrifar 12. júlí 2006 06:00 Stýrivextir kynntir Davíð Oddsson kynnir stýrivaxtahækkun í gærmorgun. Í forgrunni er Ingimundur Friðriksson, nýskipaður seðlabankastjóri. Í rétta átt stefnir í útlánum bankanna, að sögn Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabankans. Í lok maí voru útlán bankanna rétt rúmum 40 prósentum meiri en ári fyrr, samanborið við rúm 44 prósent mánuði fyrr og rúm 46 prósent í mars. Á vaxtaákvörðunardögum Seðlabankans bæði í mars og í lok maí áréttaði Davíð að ekki sæust þess enn merki að dregið hefði nægilega úr útlánum í bankakerfinu. Hámark útlána virðist hafa verið í september í fyrra, en þá voru þau rúmum 60 prósentum meiri en ári fyrr. Við teljum að bankarnir séu að taka sig á í þessum efnum og að vísbendingar séu um það þótt tiltölulega skammur tími sýni það, sagði Davíð á blaðamannafundi sem haldinn var í tilefni af stýrivaxtaákvörðun og útgáfu Peningamála fyrir helgi. Með sama hætti sjáum við að bankarnir bregðast hraðar við með vaxtabreytingum en áður, þannig að þeir fylgja vel eftir samtölum sínum við Seðlabankann og því sem við höfum verið að beina til þeirra. Enda er það svo að ekki er síst mikilvægt fyrir þá að vel takist til, ekki síður en fyrir alla aðra í landinu. Sérfræðingar hafa vísað til þess að minni útlán bankanna skýrist að nokkru af því að endurfjármögnun íbúðalána sé að stórum hluta lokið, auk þess sem í útlánsstefnu fjármálafyrirtækja sé nú aukið aðhald, en hámarkslán hafa verið lækkuð og skilyrði fyrir útlánum hert. Seðlabankinn upplýsti á fimmtudag um ákvörðun sína um hærri stýrivexti og hefur því hækkað þá um 215 punkta á rúmum þremur mánuðum. Á mánudag tók gildi síðasta hækkun upp á 75 punkta þannig að stýrivextir eru nú 13 prósent. Aukavaxtaákvörðunardagur verður svo 16. ágúst og telja sérfræðingar auknar líkur á að vextir verði einnig hækkaðir þá. Með hækkun stýrivaxta bregst bankinn við versnandi verðbólguhorfum, en samkvæmt spá hans gæti verðbólga farið í ellefu prósent og haldist þannig fram á næsta ár. Viðskipti Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Í rétta átt stefnir í útlánum bankanna, að sögn Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabankans. Í lok maí voru útlán bankanna rétt rúmum 40 prósentum meiri en ári fyrr, samanborið við rúm 44 prósent mánuði fyrr og rúm 46 prósent í mars. Á vaxtaákvörðunardögum Seðlabankans bæði í mars og í lok maí áréttaði Davíð að ekki sæust þess enn merki að dregið hefði nægilega úr útlánum í bankakerfinu. Hámark útlána virðist hafa verið í september í fyrra, en þá voru þau rúmum 60 prósentum meiri en ári fyrr. Við teljum að bankarnir séu að taka sig á í þessum efnum og að vísbendingar séu um það þótt tiltölulega skammur tími sýni það, sagði Davíð á blaðamannafundi sem haldinn var í tilefni af stýrivaxtaákvörðun og útgáfu Peningamála fyrir helgi. Með sama hætti sjáum við að bankarnir bregðast hraðar við með vaxtabreytingum en áður, þannig að þeir fylgja vel eftir samtölum sínum við Seðlabankann og því sem við höfum verið að beina til þeirra. Enda er það svo að ekki er síst mikilvægt fyrir þá að vel takist til, ekki síður en fyrir alla aðra í landinu. Sérfræðingar hafa vísað til þess að minni útlán bankanna skýrist að nokkru af því að endurfjármögnun íbúðalána sé að stórum hluta lokið, auk þess sem í útlánsstefnu fjármálafyrirtækja sé nú aukið aðhald, en hámarkslán hafa verið lækkuð og skilyrði fyrir útlánum hert. Seðlabankinn upplýsti á fimmtudag um ákvörðun sína um hærri stýrivexti og hefur því hækkað þá um 215 punkta á rúmum þremur mánuðum. Á mánudag tók gildi síðasta hækkun upp á 75 punkta þannig að stýrivextir eru nú 13 prósent. Aukavaxtaákvörðunardagur verður svo 16. ágúst og telja sérfræðingar auknar líkur á að vextir verði einnig hækkaðir þá. Með hækkun stýrivaxta bregst bankinn við versnandi verðbólguhorfum, en samkvæmt spá hans gæti verðbólga farið í ellefu prósent og haldist þannig fram á næsta ár.
Viðskipti Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira