Afturvirk stefnubreyting? 7. júlí 2006 00:01 Nýr og traustvekjandi iðnaðarráðherra hefur með formlegum hætti greint frá því í ríkisstjórn að svokölluð stóriðjustefna sé ekki til. Reyndar segir ráðherrann að þrjú ár séu frá því hún gufaði upp. Einhverjum kann að þykja nýlunda að ríkisstjórn tilkynni þannig um stefnubreytingu með afturvirkum áhrifum. En einhvern tímann verður allt fyrst. Til þess er vísað að í reynd hafi stóriðjustefnunni lokið með nýjum raforkulögum sem sett voru 2003. Fáa rekur þó minni til að við setningu þeirra hafi þess verið getið að þau mörkuðu fráhvarf frá því sem kallað hefur verið stóriðjustefna. Var stóriðjustefna yfirhöfuð nokkru sinni til? Öllu nær er sennilega að líta svo á að hér sé á ferðinni tilraun til að kveðja pólitískt hugtak sem eitt sinni var jákvætt en hefur um hríð staðið í mönnum með neikvæðu formerki. Engum blandast hugur um að hagsmunaáreksturinn milli orkufreks iðnaðar og náttúruverndar hefur verið í pólitískum rembihnút. En er hann leystur með breyttri hugtakanotkun? Rétt er að hafa í huga að grunnur var lagður að stórvirkjunum og stóriðju fyrir meir en fjórum áratugum. Það var alfarið gert á pólitískum forsendum. Í miðstýrðu efnahagskerfi var enginn annar vegur til þess að brjótast út úr stöðnuðu einhæfu atvinnulífi. Nú heyrir miðstýring atvinnu- og efnahagslífsins að mestu sögunni til. Þar á eru eigi að síður undantekningar. Orkuöflun og sala á orku er til að mynda enn alfarið í opinberum rekstri. Það sem meira er: Allar ákvarðanir er lúta að orkunýtingu eru teknar af ríkisvaldinu. Þau opinberu fyrirtæki sem selja orku gera það án þess að réttindin sjálf hafi verið metin til fjár, án verðmats á landgæðum og án þess að opinber ábyrgð á lánum til framkvæmda hafi verið tekin með í reikninginn. Raforkulögin frá 2003 breyttu engu um þessi grundvallaratriði. Fyrir dyrum stendur að taka pólitískar ákvarðanir um atvinnuuppbyggingu á þessum forsendum á mestu þéttbýlisstöðum landsins við Hafnarfjörð og á Reykjanesi. Það er röng pólitísk skynjun að annar hluti þjóðarinnar sé með atvinnuuppbyggingu og á móti landvernd en hinn hlutinn vilji slá skjaldborg um náttúrugæðin og kæri sig kollóttan um ný atvinnutækifæri. Ef þessi væri raunin þyrftu stjórnmálamenn að breyta um stefnu jafn ótt og vindátt almenningsálitsins. Mikill meirihluti þjóðarinnar kýs bæði að vernda náttúruna og sjá ný atvinnutækifæri verða til. Kjarni málsins er því sá að hér eins og annars staðar í búskap þjóðarinnar þarf að finna nýjar leiðir til þess að vega og meta hagsmunina. Þetta viðfangsefni verður hins vegar ekki leyst með afturvirkri breytingu á hugtakanotkun. Ein fær leið gæti falist í því að greina skýrt á milli réttinda og framleiðslu við verðmyndun orkunnar. Ef ríkið bæri ábyrgð á réttinum til hagnýtingar yrði að sama skapi að slíta hagsmunatengslin við fyrirtækin sem keyptu þann rétt til framleiðslu. Með þessu móti yrði einn hluti viðfangsefnisins áfram í opinberri sýslu en annar hluti í einkarekstri. Það gæti um leið verið málamiðlun milli ríkisrekstrar- og einkarekstrarmanna. En umfram allt annað yrði verðmyndunin á réttindunum gegnsæ. Hér geta að sjálfsögðu fleiri leiðir verið færar. Aðalatriðið er að nú er þörf á pólitískri umræðu um leiðir til þess að leysa hnút en ekki herða. Hitt að ætla að gleyma um stund að hann sé til getur í besta falli fleytt mönnum fram yfir einar kosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun
Nýr og traustvekjandi iðnaðarráðherra hefur með formlegum hætti greint frá því í ríkisstjórn að svokölluð stóriðjustefna sé ekki til. Reyndar segir ráðherrann að þrjú ár séu frá því hún gufaði upp. Einhverjum kann að þykja nýlunda að ríkisstjórn tilkynni þannig um stefnubreytingu með afturvirkum áhrifum. En einhvern tímann verður allt fyrst. Til þess er vísað að í reynd hafi stóriðjustefnunni lokið með nýjum raforkulögum sem sett voru 2003. Fáa rekur þó minni til að við setningu þeirra hafi þess verið getið að þau mörkuðu fráhvarf frá því sem kallað hefur verið stóriðjustefna. Var stóriðjustefna yfirhöfuð nokkru sinni til? Öllu nær er sennilega að líta svo á að hér sé á ferðinni tilraun til að kveðja pólitískt hugtak sem eitt sinni var jákvætt en hefur um hríð staðið í mönnum með neikvæðu formerki. Engum blandast hugur um að hagsmunaáreksturinn milli orkufreks iðnaðar og náttúruverndar hefur verið í pólitískum rembihnút. En er hann leystur með breyttri hugtakanotkun? Rétt er að hafa í huga að grunnur var lagður að stórvirkjunum og stóriðju fyrir meir en fjórum áratugum. Það var alfarið gert á pólitískum forsendum. Í miðstýrðu efnahagskerfi var enginn annar vegur til þess að brjótast út úr stöðnuðu einhæfu atvinnulífi. Nú heyrir miðstýring atvinnu- og efnahagslífsins að mestu sögunni til. Þar á eru eigi að síður undantekningar. Orkuöflun og sala á orku er til að mynda enn alfarið í opinberum rekstri. Það sem meira er: Allar ákvarðanir er lúta að orkunýtingu eru teknar af ríkisvaldinu. Þau opinberu fyrirtæki sem selja orku gera það án þess að réttindin sjálf hafi verið metin til fjár, án verðmats á landgæðum og án þess að opinber ábyrgð á lánum til framkvæmda hafi verið tekin með í reikninginn. Raforkulögin frá 2003 breyttu engu um þessi grundvallaratriði. Fyrir dyrum stendur að taka pólitískar ákvarðanir um atvinnuuppbyggingu á þessum forsendum á mestu þéttbýlisstöðum landsins við Hafnarfjörð og á Reykjanesi. Það er röng pólitísk skynjun að annar hluti þjóðarinnar sé með atvinnuuppbyggingu og á móti landvernd en hinn hlutinn vilji slá skjaldborg um náttúrugæðin og kæri sig kollóttan um ný atvinnutækifæri. Ef þessi væri raunin þyrftu stjórnmálamenn að breyta um stefnu jafn ótt og vindátt almenningsálitsins. Mikill meirihluti þjóðarinnar kýs bæði að vernda náttúruna og sjá ný atvinnutækifæri verða til. Kjarni málsins er því sá að hér eins og annars staðar í búskap þjóðarinnar þarf að finna nýjar leiðir til þess að vega og meta hagsmunina. Þetta viðfangsefni verður hins vegar ekki leyst með afturvirkri breytingu á hugtakanotkun. Ein fær leið gæti falist í því að greina skýrt á milli réttinda og framleiðslu við verðmyndun orkunnar. Ef ríkið bæri ábyrgð á réttinum til hagnýtingar yrði að sama skapi að slíta hagsmunatengslin við fyrirtækin sem keyptu þann rétt til framleiðslu. Með þessu móti yrði einn hluti viðfangsefnisins áfram í opinberri sýslu en annar hluti í einkarekstri. Það gæti um leið verið málamiðlun milli ríkisrekstrar- og einkarekstrarmanna. En umfram allt annað yrði verðmyndunin á réttindunum gegnsæ. Hér geta að sjálfsögðu fleiri leiðir verið færar. Aðalatriðið er að nú er þörf á pólitískri umræðu um leiðir til þess að leysa hnút en ekki herða. Hitt að ætla að gleyma um stund að hann sé til getur í besta falli fleytt mönnum fram yfir einar kosningar.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun