Landsbanki Íslands, Glitnir og Sparisjóðirnir, ásamt Seðlabanka Íslands, hafa samið um not á sérhæfðum hugbúnaði Norkom Technologies til að bregðast við og verjast fjárplógsstarfsemi og peningaþvætti.
Í tilkynningu sem Norkom sendi frá sér í gær segir að bankarnir séu með þessu einnig að bregðast við bæði lögbundnum ákvæðum og erlendum kröfum um ásættanlegar varnir.
Við val á hugbúnaðinum eru bankarnir sagðir hafa unnið með Reiknistofu bankanna, en eftirleiðis verður peningaþvættisvarnahugbúnaður Norkom látinn vaka yfir tölvukerfum þeirra með það fyrir augum að vinsa úr grunsamlegar færslur.
Norkom valið í glæpaviðbúnað
