Hlakkar til að vinna að frekari prófunum á lyfinu Óli Kristján Ármannsson skrifar 27. júní 2006 06:00 Kári Stefánsson Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að jákvæðar niðurstöður prófana sem hér fóru fram á tilraunalyfinu CEP-1347 hafi verið kynntar fyrir samstarfsaðila fyrirtækisins í lok síðustu viku og við taki frekari prófanir. Fréttablaðið/E.Ól Íslensk erfðagreining er langt komin með að þróa lyf við astma upp úr lyfi sem upphaflega var ætlað að fást við Parkinson-sjúkdóm. Í gær voru kynntar niðurstöður rannsóknar sem fram fór hér á landi meðal 160 sjúklinga. Tilraunalyfið CEP-1347 hefur jákvæð áhrif á ýmsa þætti lungnastarfsemi og á bólguþátt sem tengist astma án alvarlegra aukaverkana. Þetta kemur fram í kynningu Íslenskrar erfðagreiningar á helstu niðurstöðum úr fyrstu prófunum fyrirtækisins á lyfinu, en upplýst var um niðurstöðurnar í gær. Lyfið var upphaflega þróað af alþjóðlega lyfjafyrirtækinu Cephalon við Parkinson-sjúkdómi og tóku yfir þúsund manns þátt í prófunum Cephalon á lyfinu við þeim sjúkdómi. Niðurstöður erfðarannsókna Íslenskrar erfðagreiningar hafa hins vegar sýnt að bólguferlið sem lyfið hefur áhrif á gegnir mikilvægu hlutverki í astma. Því hófu fyrirtækin samstarf um frekari þróun á lyfinu við astma, segir í tilkynningu Íslenskrar erfðagreiningar, en prófanir meðal íslenskra astmasjúklinga hófust í maí í fyrra. Þar var um að ræða tvíblinda rannsókn með þátttöku 160 sjúklinga, en þeim var skipt í fjóra jafnstóra hópa þar sem þrír fengu misstóra skammta af lyfinu og sá fjórði lyfleysu til viðmiðunar. Hvorki þátttakendur né stjórnendur rannsóknanna vissu fyrirfram hvaða meðferðarflokki hver þátttakandi tilheyrði. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir útlit fyrir að erfðafræðirannsóknir fyrirtækisins á astma hafi leitt það að mikilvægu lífefnaferli í sjúkdómnum og að lyfið, sem upphaflega var þróað við allt öðrum sjúkdómi, hafi þau áhrif sem vonast hafi verið til á það ferli. „Afskaplega spennandi er að vera komin þetta langt í að þróa lyf við jafn algengum sjúkdómi og astma. Við kynntum niðurstöðurnar fyrir samstarfsaðila okkar í lok síðustu viku og við hlökkum til að ræða við þá um hvernig við getum notað þessar jákvæðu niðurstöður við frekari prófanir, segir hann og bætir við að á síðustu árum hafi fyrirtækið náð góðu forskoti í erfðarannsóknum á algengum sjúkdómum. „Markmiðið hefur verið að nota niðurstöður þeirra til að þróa ný lyf. Sú vinna hefur gengið afskaplega vel undanfarið og ég held að fá fyrirtæki séu að fást við jafn spennandi verkefni í lyfjaþróun. Mjög ánægjulegt er að geta núna í annað sinn kynnt jákvæðar niðurstöður úr prófunum á sjúklingum á lyfi sem við erum að þróa á grundvelli erfðarannsókna.“ Viðskipti Mest lesið Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sjá meira
Íslensk erfðagreining er langt komin með að þróa lyf við astma upp úr lyfi sem upphaflega var ætlað að fást við Parkinson-sjúkdóm. Í gær voru kynntar niðurstöður rannsóknar sem fram fór hér á landi meðal 160 sjúklinga. Tilraunalyfið CEP-1347 hefur jákvæð áhrif á ýmsa þætti lungnastarfsemi og á bólguþátt sem tengist astma án alvarlegra aukaverkana. Þetta kemur fram í kynningu Íslenskrar erfðagreiningar á helstu niðurstöðum úr fyrstu prófunum fyrirtækisins á lyfinu, en upplýst var um niðurstöðurnar í gær. Lyfið var upphaflega þróað af alþjóðlega lyfjafyrirtækinu Cephalon við Parkinson-sjúkdómi og tóku yfir þúsund manns þátt í prófunum Cephalon á lyfinu við þeim sjúkdómi. Niðurstöður erfðarannsókna Íslenskrar erfðagreiningar hafa hins vegar sýnt að bólguferlið sem lyfið hefur áhrif á gegnir mikilvægu hlutverki í astma. Því hófu fyrirtækin samstarf um frekari þróun á lyfinu við astma, segir í tilkynningu Íslenskrar erfðagreiningar, en prófanir meðal íslenskra astmasjúklinga hófust í maí í fyrra. Þar var um að ræða tvíblinda rannsókn með þátttöku 160 sjúklinga, en þeim var skipt í fjóra jafnstóra hópa þar sem þrír fengu misstóra skammta af lyfinu og sá fjórði lyfleysu til viðmiðunar. Hvorki þátttakendur né stjórnendur rannsóknanna vissu fyrirfram hvaða meðferðarflokki hver þátttakandi tilheyrði. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir útlit fyrir að erfðafræðirannsóknir fyrirtækisins á astma hafi leitt það að mikilvægu lífefnaferli í sjúkdómnum og að lyfið, sem upphaflega var þróað við allt öðrum sjúkdómi, hafi þau áhrif sem vonast hafi verið til á það ferli. „Afskaplega spennandi er að vera komin þetta langt í að þróa lyf við jafn algengum sjúkdómi og astma. Við kynntum niðurstöðurnar fyrir samstarfsaðila okkar í lok síðustu viku og við hlökkum til að ræða við þá um hvernig við getum notað þessar jákvæðu niðurstöður við frekari prófanir, segir hann og bætir við að á síðustu árum hafi fyrirtækið náð góðu forskoti í erfðarannsóknum á algengum sjúkdómum. „Markmiðið hefur verið að nota niðurstöður þeirra til að þróa ný lyf. Sú vinna hefur gengið afskaplega vel undanfarið og ég held að fá fyrirtæki séu að fást við jafn spennandi verkefni í lyfjaþróun. Mjög ánægjulegt er að geta núna í annað sinn kynnt jákvæðar niðurstöður úr prófunum á sjúklingum á lyfi sem við erum að þróa á grundvelli erfðarannsókna.“
Viðskipti Mest lesið Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sjá meira