Launaskrið dregur úr sveigjanleika fyrirtækja Óli Kristján Ármannsson skrifar 22. júní 2006 06:00 Ingvar Arnarson Launskrið er meira en ráð var fyrir gert. Milli apríl og maí hækkuðu laun um 0,9 prósent og nemur hækkun á tólf mánuðum 8,7 prósentum. Launaskrið kann að minnka svigrúm fyrirtækja til að sitja á hækkunum vegna gengis krónunnar. Laun landsmanna hækkuðu um tæpt prósent á milli apríl og maímánaðar samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Launaskrið er heldur meira en reiknað var með en laun hafa þannig hækkað um 8,7 prósent á 12 mánuðum. Þetta er umtalsverð hækkun launa bæði sögulega séð og í alþjóðlegu samhengi. Hækkunin er einnig langt umfram framleiðnivöxt á sama tíma. Munurinn kemur fram í vaxandi verðbólguþrýstingi um þessar mundir. Launahækkanir þessar skila því litlu í auknum kaupmætti, segir í áliti greiningardeildar Glitnis banka og bent á að yfir sama tímabil hafi verðbólgan verið 6,5 prósent og kaupmáttur því aukist um 2,2 prósent á tímabilinu. Miklar launahækkanir endurspegla þá spennu sem er á innlendum vinnumarkaði. Atvinnuleysi er nær ekkert, mikið framboð af störfum, atvinnuþátttaka mikil og vinnudagurinn hjá hverjum starfandi langur. Ingvar Arnarson, sérfræðingur á greiningardeild Glitnis banka, segir ljóst að við endurskoðun kjarasamninga í haust þurfi að huga vel að þeim aðstæðum sem upp séu því líklegt sé að verhækkanir fylgi launahækkunum og kaupmáttaraukning verði því lítil. Hækkun launavísitölunnar er meiri en við reiknuðum með og vonandi að hún verði ekki jafnmikil yfir árið í heild, segir hann og telur að launaskrið undangenginna missera skýri ef til vill hversu hratt gengislækkun krónunnar hafi skilað sér í aukinni verðbólgu. Ætla má að þegar gengið styrktist hafi menn getað haldið sínu verði eða jafnvel lækkað það þrátt fyrir aukinn launakostnað. Núna hækka hins vegar báðir þættir, verð á innfluttum vörum og launaliðurinn og þá skilar það sér mikið hraðar út í verðlag. Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Mest lesið Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Versta kartöfluuppskeran í áratugi Viðskipti innlent Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Kaupir Horn III út úr Líflandi Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Fleiri fréttir Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sjá meira
Launskrið er meira en ráð var fyrir gert. Milli apríl og maí hækkuðu laun um 0,9 prósent og nemur hækkun á tólf mánuðum 8,7 prósentum. Launaskrið kann að minnka svigrúm fyrirtækja til að sitja á hækkunum vegna gengis krónunnar. Laun landsmanna hækkuðu um tæpt prósent á milli apríl og maímánaðar samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Launaskrið er heldur meira en reiknað var með en laun hafa þannig hækkað um 8,7 prósent á 12 mánuðum. Þetta er umtalsverð hækkun launa bæði sögulega séð og í alþjóðlegu samhengi. Hækkunin er einnig langt umfram framleiðnivöxt á sama tíma. Munurinn kemur fram í vaxandi verðbólguþrýstingi um þessar mundir. Launahækkanir þessar skila því litlu í auknum kaupmætti, segir í áliti greiningardeildar Glitnis banka og bent á að yfir sama tímabil hafi verðbólgan verið 6,5 prósent og kaupmáttur því aukist um 2,2 prósent á tímabilinu. Miklar launahækkanir endurspegla þá spennu sem er á innlendum vinnumarkaði. Atvinnuleysi er nær ekkert, mikið framboð af störfum, atvinnuþátttaka mikil og vinnudagurinn hjá hverjum starfandi langur. Ingvar Arnarson, sérfræðingur á greiningardeild Glitnis banka, segir ljóst að við endurskoðun kjarasamninga í haust þurfi að huga vel að þeim aðstæðum sem upp séu því líklegt sé að verhækkanir fylgi launahækkunum og kaupmáttaraukning verði því lítil. Hækkun launavísitölunnar er meiri en við reiknuðum með og vonandi að hún verði ekki jafnmikil yfir árið í heild, segir hann og telur að launaskrið undangenginna missera skýri ef til vill hversu hratt gengislækkun krónunnar hafi skilað sér í aukinni verðbólgu. Ætla má að þegar gengið styrktist hafi menn getað haldið sínu verði eða jafnvel lækkað það þrátt fyrir aukinn launakostnað. Núna hækka hins vegar báðir þættir, verð á innfluttum vörum og launaliðurinn og þá skilar það sér mikið hraðar út í verðlag.
Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Mest lesið Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Versta kartöfluuppskeran í áratugi Viðskipti innlent Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Kaupir Horn III út úr Líflandi Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Fleiri fréttir Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sjá meira