Engin þörf er fyrir varnarlið á Íslandi 14. júní 2006 03:30 "Það er engin þörf fyrir herafla á Íslandi," segir Mark Stanhope aðmíráll, sem er næstæðsti yfirmaður herafla NATO í Bandaríkjunum. Hann segist ekki sjá neina ástæðu til að geyma herflugvélar á Íslandi þar sem þær koma að engum notum. Miklu nær sé að hafa þær til taks þar sem þörf er á þeim og taka þá ákvarðanir um það hverju sinni út frá þörf Atlantshafsbandalagsins í heild. Hann sagðist ekki vita til þess að Íslandi stafaði nein sérstök hætta af hryðjuverkum, hvað þá af innrás frá öðrum ríkjum. En ef séð yrði fram á þörf á miklum hernaðaraðgerðum á Íslandi af einhverjum ástæðum þá yrðu viðbragðssveitir NATO komnar til landsins innan fárra daga. Ef þörf væri á enn sneggri viðbrögðum þá væru herþotur nútímans býsna snöggar að komast til Íslands. "Ef svo færi að aðstæður breyttust þá erum við sveigjanleg. Við getum sent flugvélar aftur til Íslands," sagði Stanhope á fundi með íslenskum blaðamönnum í höfuðstöðvum NATO í Norfolk í Bandaríkjunum. "Þetta er eitt af því sem við erum að tala um," sagði Geir Haarde, verðandi forsætisráðherra, í gær þegar þessi ummæli Stanhopes voru borin undir hann. "Það er nokkuð ljóst að yfirstjórn Bandaríkjahers telur að forsendur séu mjög breyttar og við getum tekið undir það að mörgu leyti." Hann segir framhald varnarviðræðnanna í undirbúningi bæði hér og í Bandaríkjunum og ýmsa möguleika í stöðunni. Geir var spurður hvort borist hefðu einhver skilaboð frá Bandaríkjunum um framhald viðræðnanna, hvort bandarísk stjórnvöld telji yfirhöfuð um eitthvað að ræða af þeirra hálfu. "Já, já, við höfum fengið slík skilaboð. Við höfum fengið skilaboð um hvernig eigi að klára málið." Erlent Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
"Það er engin þörf fyrir herafla á Íslandi," segir Mark Stanhope aðmíráll, sem er næstæðsti yfirmaður herafla NATO í Bandaríkjunum. Hann segist ekki sjá neina ástæðu til að geyma herflugvélar á Íslandi þar sem þær koma að engum notum. Miklu nær sé að hafa þær til taks þar sem þörf er á þeim og taka þá ákvarðanir um það hverju sinni út frá þörf Atlantshafsbandalagsins í heild. Hann sagðist ekki vita til þess að Íslandi stafaði nein sérstök hætta af hryðjuverkum, hvað þá af innrás frá öðrum ríkjum. En ef séð yrði fram á þörf á miklum hernaðaraðgerðum á Íslandi af einhverjum ástæðum þá yrðu viðbragðssveitir NATO komnar til landsins innan fárra daga. Ef þörf væri á enn sneggri viðbrögðum þá væru herþotur nútímans býsna snöggar að komast til Íslands. "Ef svo færi að aðstæður breyttust þá erum við sveigjanleg. Við getum sent flugvélar aftur til Íslands," sagði Stanhope á fundi með íslenskum blaðamönnum í höfuðstöðvum NATO í Norfolk í Bandaríkjunum. "Þetta er eitt af því sem við erum að tala um," sagði Geir Haarde, verðandi forsætisráðherra, í gær þegar þessi ummæli Stanhopes voru borin undir hann. "Það er nokkuð ljóst að yfirstjórn Bandaríkjahers telur að forsendur séu mjög breyttar og við getum tekið undir það að mörgu leyti." Hann segir framhald varnarviðræðnanna í undirbúningi bæði hér og í Bandaríkjunum og ýmsa möguleika í stöðunni. Geir var spurður hvort borist hefðu einhver skilaboð frá Bandaríkjunum um framhald viðræðnanna, hvort bandarísk stjórnvöld telji yfirhöfuð um eitthvað að ræða af þeirra hálfu. "Já, já, við höfum fengið slík skilaboð. Við höfum fengið skilaboð um hvernig eigi að klára málið."
Erlent Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira