Engin þörf er fyrir varnarlið á Íslandi 14. júní 2006 03:30 "Það er engin þörf fyrir herafla á Íslandi," segir Mark Stanhope aðmíráll, sem er næstæðsti yfirmaður herafla NATO í Bandaríkjunum. Hann segist ekki sjá neina ástæðu til að geyma herflugvélar á Íslandi þar sem þær koma að engum notum. Miklu nær sé að hafa þær til taks þar sem þörf er á þeim og taka þá ákvarðanir um það hverju sinni út frá þörf Atlantshafsbandalagsins í heild. Hann sagðist ekki vita til þess að Íslandi stafaði nein sérstök hætta af hryðjuverkum, hvað þá af innrás frá öðrum ríkjum. En ef séð yrði fram á þörf á miklum hernaðaraðgerðum á Íslandi af einhverjum ástæðum þá yrðu viðbragðssveitir NATO komnar til landsins innan fárra daga. Ef þörf væri á enn sneggri viðbrögðum þá væru herþotur nútímans býsna snöggar að komast til Íslands. "Ef svo færi að aðstæður breyttust þá erum við sveigjanleg. Við getum sent flugvélar aftur til Íslands," sagði Stanhope á fundi með íslenskum blaðamönnum í höfuðstöðvum NATO í Norfolk í Bandaríkjunum. "Þetta er eitt af því sem við erum að tala um," sagði Geir Haarde, verðandi forsætisráðherra, í gær þegar þessi ummæli Stanhopes voru borin undir hann. "Það er nokkuð ljóst að yfirstjórn Bandaríkjahers telur að forsendur séu mjög breyttar og við getum tekið undir það að mörgu leyti." Hann segir framhald varnarviðræðnanna í undirbúningi bæði hér og í Bandaríkjunum og ýmsa möguleika í stöðunni. Geir var spurður hvort borist hefðu einhver skilaboð frá Bandaríkjunum um framhald viðræðnanna, hvort bandarísk stjórnvöld telji yfirhöfuð um eitthvað að ræða af þeirra hálfu. "Já, já, við höfum fengið slík skilaboð. Við höfum fengið skilaboð um hvernig eigi að klára málið." Erlent Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
"Það er engin þörf fyrir herafla á Íslandi," segir Mark Stanhope aðmíráll, sem er næstæðsti yfirmaður herafla NATO í Bandaríkjunum. Hann segist ekki sjá neina ástæðu til að geyma herflugvélar á Íslandi þar sem þær koma að engum notum. Miklu nær sé að hafa þær til taks þar sem þörf er á þeim og taka þá ákvarðanir um það hverju sinni út frá þörf Atlantshafsbandalagsins í heild. Hann sagðist ekki vita til þess að Íslandi stafaði nein sérstök hætta af hryðjuverkum, hvað þá af innrás frá öðrum ríkjum. En ef séð yrði fram á þörf á miklum hernaðaraðgerðum á Íslandi af einhverjum ástæðum þá yrðu viðbragðssveitir NATO komnar til landsins innan fárra daga. Ef þörf væri á enn sneggri viðbrögðum þá væru herþotur nútímans býsna snöggar að komast til Íslands. "Ef svo færi að aðstæður breyttust þá erum við sveigjanleg. Við getum sent flugvélar aftur til Íslands," sagði Stanhope á fundi með íslenskum blaðamönnum í höfuðstöðvum NATO í Norfolk í Bandaríkjunum. "Þetta er eitt af því sem við erum að tala um," sagði Geir Haarde, verðandi forsætisráðherra, í gær þegar þessi ummæli Stanhopes voru borin undir hann. "Það er nokkuð ljóst að yfirstjórn Bandaríkjahers telur að forsendur séu mjög breyttar og við getum tekið undir það að mörgu leyti." Hann segir framhald varnarviðræðnanna í undirbúningi bæði hér og í Bandaríkjunum og ýmsa möguleika í stöðunni. Geir var spurður hvort borist hefðu einhver skilaboð frá Bandaríkjunum um framhald viðræðnanna, hvort bandarísk stjórnvöld telji yfirhöfuð um eitthvað að ræða af þeirra hálfu. "Já, já, við höfum fengið slík skilaboð. Við höfum fengið skilaboð um hvernig eigi að klára málið."
Erlent Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira