Orð eru til alls fyrst 9. júní 2006 00:01 Ekki má á milli sjá, hvorir bregðast verr við, framsóknarmenn eða sjálfstæðismenn, þegar ég sting upp á sameiningu flokka þeirra. En hvers vegna ættu vinstri menn einir að reyna að sameinast? Fjórir smáflokkar þeirra stofnuðu Samfylkinguna árið 2000 í því skyni að auka áhrif vinstri stefnu í íslenskum stjórnmálum. Að vísu hefur ekki allt gengið þar eftir, og veldur því hvort tveggja, að forysta Samfylkingarinnar er veik og að Vinstri hreyfingin - grænt framboð spratt upp við hlið hennar og veitir henni harða samkeppni. Því verður hins vegar ekki á móti mælt, að Samfylkingin er miklu öflugri stjórnmálaflokkur en Alþýðuflokkurinn og Alþýðubandalagið voru hvor um sig. Fornir fjandmenn á vinstri væng sameinuðust, þegar gamlir klofningsþættir hurfu í lok kalda stríðsins. Ekki er lengur ágreiningur um, að Ísland á samleið með öðrum vestrænum lýðræðisþjóðum og að frjáls viðskipti eru vænlegri til kjarabóta en víðtæk ríkisafskipti. En um leið hurfu aðrir klofningsþættir til hægri. Það, sem skildi Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk að, er fæst lengur til. Kaupmenn og kaupfélög etja ekki kappi úti á landi. Bændur vita, að spurningin er ekki, hvort leyfður verður frjáls innflutningur landbúnaðarafurða, heldur hvenær og hvernig. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eru sammála um, hvernig haga beri nýtingu mikilvægustu auðlinda okkar, fiskistofna og fallvatna. Flokkarnir deila ekki heldur um það, að tryggja verður af opinberu fé öllum þeim, sem ósjálfbjarga eru, mannsæmandi afkomu. Ýmsir framsóknarmenn hafa tekið undir hugmyndir um að gera Ísland að fjármálamiðstöð og fríhöfn með því að lækka skatta og fella niður tolla og laða þannig að fyrirtæki og fjármagn. Þannig verður til annar framtíðarkostur Íslands en sá að ganga í Evrópusambandið, en tillaga um slíka inngöngu myndi sennilega kljúfa báða flokkana. Deilur í Noregi um Evrópusambandið reið sambærilegum flokkum þar við Framsóknarflokkinn nær að fullu. Eftir byggðakosningarnar hér í maí hljóta forystumenn Framsóknarflokksins að sjá, að brýnasta verkefni þeirra er að halda í kjarnafylgi flokksins í strjálbýli, en það gera þeir ekki með hugmyndinni um aðild að Evrópusambandinu. Framsóknarflokknum hefur mistekist að auka ítök sín á suðvesturhorni landsins, en hefur enn talsvert fylgi annars staðar. Sátt er nauðsynleg um öflugt atvinnulíf á landsbyggðinni og greiðar samgöngur við hana. Þar gegna Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur báðir hlutverki. Bændur á Íslandi þurfa ekki að vera neinir bónbjargamenn. Það á ekki að hrygla í þeim eins og sjúklingum í súrefnistjaldi. Þeir þurfa aðeins að fá færi á að koma eignum sínum í verð, og það geta þeir, ef þær eru viðurkenndar að fullu sem eignir þeirra. Í fyrsta lagi eiga þeir jarðir, sem eru flestar seljanlegar á góðu verði, auk þess sem óvíst er, að öll búvöruframleiðsla fyrir innlendan markað sé óarðbær og því ósamkeppnishæf við frjálsan innflutning. Í öðru lagi eiga bændur hluti í ýmsum samvinnufélögum, sem þurfa að verða fullkomin hlutafélög, svo að þeir geti ýmist haldið áfram að eiga hluti sína eða selt þá. (Það munar um minna en hlut bónda á Suðurlandi í Sláturfélagi Suðurlands, Mjólkursamsölunni og Kaupfélagi Árnesinga.) Í þriðja lagi ber að viðurkenna, að bændur eiga stuðningsrétt, sem kaupa má af þeim á góðu verði. Ríkið veitti þeim á sínum tíma stuðning til óarðbærrar framleiðslu (til dæmis á kindakjöti), sem þeir löguðu sig eftir, svo að eðlilegt er að veita þeim stuðning til að hætta slíkri framleiðslu. Meginkosturinn við sameiningu Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í einn öflugan þjóðarflokk er þó sá, að meiri festa myndast í íslenskum stjórnmálum (eins og í Sviss og Bajaralandi) og minni líkur verða á vinstri stjórnum, sem hleypa myndu af stað verðbólgu og skuldasöfnun hins opinbera og veikja atvinnulífið. Ég hef að vísu litla trú á, að slík sameiningarhugmynd verði að veruleika. En orð eru til alls fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Hólmsteinn Gissurarson Skoðanir Mest lesið RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Sertral eða sálfræðimeðferð Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun
Ekki má á milli sjá, hvorir bregðast verr við, framsóknarmenn eða sjálfstæðismenn, þegar ég sting upp á sameiningu flokka þeirra. En hvers vegna ættu vinstri menn einir að reyna að sameinast? Fjórir smáflokkar þeirra stofnuðu Samfylkinguna árið 2000 í því skyni að auka áhrif vinstri stefnu í íslenskum stjórnmálum. Að vísu hefur ekki allt gengið þar eftir, og veldur því hvort tveggja, að forysta Samfylkingarinnar er veik og að Vinstri hreyfingin - grænt framboð spratt upp við hlið hennar og veitir henni harða samkeppni. Því verður hins vegar ekki á móti mælt, að Samfylkingin er miklu öflugri stjórnmálaflokkur en Alþýðuflokkurinn og Alþýðubandalagið voru hvor um sig. Fornir fjandmenn á vinstri væng sameinuðust, þegar gamlir klofningsþættir hurfu í lok kalda stríðsins. Ekki er lengur ágreiningur um, að Ísland á samleið með öðrum vestrænum lýðræðisþjóðum og að frjáls viðskipti eru vænlegri til kjarabóta en víðtæk ríkisafskipti. En um leið hurfu aðrir klofningsþættir til hægri. Það, sem skildi Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk að, er fæst lengur til. Kaupmenn og kaupfélög etja ekki kappi úti á landi. Bændur vita, að spurningin er ekki, hvort leyfður verður frjáls innflutningur landbúnaðarafurða, heldur hvenær og hvernig. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eru sammála um, hvernig haga beri nýtingu mikilvægustu auðlinda okkar, fiskistofna og fallvatna. Flokkarnir deila ekki heldur um það, að tryggja verður af opinberu fé öllum þeim, sem ósjálfbjarga eru, mannsæmandi afkomu. Ýmsir framsóknarmenn hafa tekið undir hugmyndir um að gera Ísland að fjármálamiðstöð og fríhöfn með því að lækka skatta og fella niður tolla og laða þannig að fyrirtæki og fjármagn. Þannig verður til annar framtíðarkostur Íslands en sá að ganga í Evrópusambandið, en tillaga um slíka inngöngu myndi sennilega kljúfa báða flokkana. Deilur í Noregi um Evrópusambandið reið sambærilegum flokkum þar við Framsóknarflokkinn nær að fullu. Eftir byggðakosningarnar hér í maí hljóta forystumenn Framsóknarflokksins að sjá, að brýnasta verkefni þeirra er að halda í kjarnafylgi flokksins í strjálbýli, en það gera þeir ekki með hugmyndinni um aðild að Evrópusambandinu. Framsóknarflokknum hefur mistekist að auka ítök sín á suðvesturhorni landsins, en hefur enn talsvert fylgi annars staðar. Sátt er nauðsynleg um öflugt atvinnulíf á landsbyggðinni og greiðar samgöngur við hana. Þar gegna Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur báðir hlutverki. Bændur á Íslandi þurfa ekki að vera neinir bónbjargamenn. Það á ekki að hrygla í þeim eins og sjúklingum í súrefnistjaldi. Þeir þurfa aðeins að fá færi á að koma eignum sínum í verð, og það geta þeir, ef þær eru viðurkenndar að fullu sem eignir þeirra. Í fyrsta lagi eiga þeir jarðir, sem eru flestar seljanlegar á góðu verði, auk þess sem óvíst er, að öll búvöruframleiðsla fyrir innlendan markað sé óarðbær og því ósamkeppnishæf við frjálsan innflutning. Í öðru lagi eiga bændur hluti í ýmsum samvinnufélögum, sem þurfa að verða fullkomin hlutafélög, svo að þeir geti ýmist haldið áfram að eiga hluti sína eða selt þá. (Það munar um minna en hlut bónda á Suðurlandi í Sláturfélagi Suðurlands, Mjólkursamsölunni og Kaupfélagi Árnesinga.) Í þriðja lagi ber að viðurkenna, að bændur eiga stuðningsrétt, sem kaupa má af þeim á góðu verði. Ríkið veitti þeim á sínum tíma stuðning til óarðbærrar framleiðslu (til dæmis á kindakjöti), sem þeir löguðu sig eftir, svo að eðlilegt er að veita þeim stuðning til að hætta slíkri framleiðslu. Meginkosturinn við sameiningu Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í einn öflugan þjóðarflokk er þó sá, að meiri festa myndast í íslenskum stjórnmálum (eins og í Sviss og Bajaralandi) og minni líkur verða á vinstri stjórnum, sem hleypa myndu af stað verðbólgu og skuldasöfnun hins opinbera og veikja atvinnulífið. Ég hef að vísu litla trú á, að slík sameiningarhugmynd verði að veruleika. En orð eru til alls fyrst.