Vilja stíga stærri skref 24. maí 2006 09:00 Við Ingólfstorg í Reykjavík. Fréttablaðið/Anton Eigin tillögur bankanna um framtíð Íbúðalánasjóðs verða á næstu dögum kynntar stýrihópi sem félagsmálaráðherra skipaði til að koma fram með tillögur um framtíð sjóðsins. Mikið ber í milli hjá stýrihópnum og bönkunum. Bankarnir höfnuðu fyrstu hugmyndum stýrihópsins um að koma á sérstökum Íbúðabanka sem væri deild innan Íbúðalánasjóðs. Telja bankarnir þar einungis haldið áfram ríkisábyrgð sem trufli aðra fjármögnun á markaði. Aukinheldur eru tillögurnar sagðar hafa gert ráð fyrir að bankarnir yrðu dreifileið fyrir Íbúðalánasjóð þannig að aflögð yrði samkeppni og allir dreifðu lánum á sömu vöxtum. Samkvæmt heimildum Markaðarins tók nokkurn tíma fyrir bankastofnanir hér að ná samstöðu um eigin tillögur þar sem áherslur þeirra og aðstæður eru mismunandi. Til dæmis er sagður mikill munur á stóru viðskiptabönkunum og svo sparisjóðum sem ekki fjármagna sig með sama hætti. Tillögur bankanna eru nú í kynningu hjá stjórnendum sem málið varðar þar innandyra og voru sendar út fyrir helgi. Samkvæmt heimildum Markaðarins eiga svo Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, og Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis banka, bókaðan fund með Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra eftir næstu helgi þar sem til stendur að ræða málið og önnur mál tengd starfsumhverfi bankanna í víðu samhengi. Bjarni og Halldór eru formaður og varaformaður Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja (SBV) en þau hafa lagt mikla áherslu á að Íbúðalánasjóður hverfi af samkeppnismarkaði. Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri SBV, segir málið enn á umræðustigi og ekki í neinum hnút. Hann segir að leggja þurfi áherslu á að vinna málið vel því hver sem niðurstaðan verði sé ljóst að hún kalli strax á viðbrögð matsfyrirtækja og alþjóðastofnana sem fjallað hafi um lánshæfi bankanna og efnahagsmál hér. Ljóst er að framtíð sjóðsins skiptir þarna nokkuð miklu máli, enda segir í nýlegu áliti Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) að hann hafi verið ein helsta hindrunin í vegi þess að peningamálastefna Seðlabankans hafi náð hér fram að ganga með eðlilegum hætti. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans og varaformaður SBV, segir samtökin lengi hafa haft ákveðnar hugmyndir um þær breytingar sem verða myndu til að ríkið hyrfi af íbúðalánamarkaði. "Grunnpunktarnir af okkar hálfu hafa verið að umfang ríkisins væri hér eftir líka grundvallað af markaðslögmálum og ekki yrði ríkisstyrkt samkeppni á þessum markaði." Hann segir ljóst að mikið beri enn í milli og telur að endurmeta þurfi stöðuna í ljósi umræðu sem átt hefur sér stað um bankana og efnahagslíf hér á alþjóðavettvangi. "Íbúðalán eru í hverju landi einn stærsti þátturinn í fjármálamarkaðnum, hafa áhrif á þróun skuldabréfamarkaðar og almennt á þróunina með mjög víðtækum hætti. Því er mjög mikilvægt að vel takist til um slíkar breytingar og að alþjóðafjármálamarkaðurinn sjái þær sem jákvæðar breytingar á fjármálamarkaði hér. Því kann að vera að menn þurfi að horfa á þetta upp á nýtt og stíga skref sem eru stærri í átt að því að markaðsvæða þetta kerfi en þeir höfðu áður hugsað sér. Að þessu held ég að allir hafi hag að því að vinn aað með opnum huga í stað þess að festast í umræðum fortíðar." Viðskipti Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira
Eigin tillögur bankanna um framtíð Íbúðalánasjóðs verða á næstu dögum kynntar stýrihópi sem félagsmálaráðherra skipaði til að koma fram með tillögur um framtíð sjóðsins. Mikið ber í milli hjá stýrihópnum og bönkunum. Bankarnir höfnuðu fyrstu hugmyndum stýrihópsins um að koma á sérstökum Íbúðabanka sem væri deild innan Íbúðalánasjóðs. Telja bankarnir þar einungis haldið áfram ríkisábyrgð sem trufli aðra fjármögnun á markaði. Aukinheldur eru tillögurnar sagðar hafa gert ráð fyrir að bankarnir yrðu dreifileið fyrir Íbúðalánasjóð þannig að aflögð yrði samkeppni og allir dreifðu lánum á sömu vöxtum. Samkvæmt heimildum Markaðarins tók nokkurn tíma fyrir bankastofnanir hér að ná samstöðu um eigin tillögur þar sem áherslur þeirra og aðstæður eru mismunandi. Til dæmis er sagður mikill munur á stóru viðskiptabönkunum og svo sparisjóðum sem ekki fjármagna sig með sama hætti. Tillögur bankanna eru nú í kynningu hjá stjórnendum sem málið varðar þar innandyra og voru sendar út fyrir helgi. Samkvæmt heimildum Markaðarins eiga svo Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, og Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis banka, bókaðan fund með Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra eftir næstu helgi þar sem til stendur að ræða málið og önnur mál tengd starfsumhverfi bankanna í víðu samhengi. Bjarni og Halldór eru formaður og varaformaður Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja (SBV) en þau hafa lagt mikla áherslu á að Íbúðalánasjóður hverfi af samkeppnismarkaði. Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri SBV, segir málið enn á umræðustigi og ekki í neinum hnút. Hann segir að leggja þurfi áherslu á að vinna málið vel því hver sem niðurstaðan verði sé ljóst að hún kalli strax á viðbrögð matsfyrirtækja og alþjóðastofnana sem fjallað hafi um lánshæfi bankanna og efnahagsmál hér. Ljóst er að framtíð sjóðsins skiptir þarna nokkuð miklu máli, enda segir í nýlegu áliti Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) að hann hafi verið ein helsta hindrunin í vegi þess að peningamálastefna Seðlabankans hafi náð hér fram að ganga með eðlilegum hætti. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans og varaformaður SBV, segir samtökin lengi hafa haft ákveðnar hugmyndir um þær breytingar sem verða myndu til að ríkið hyrfi af íbúðalánamarkaði. "Grunnpunktarnir af okkar hálfu hafa verið að umfang ríkisins væri hér eftir líka grundvallað af markaðslögmálum og ekki yrði ríkisstyrkt samkeppni á þessum markaði." Hann segir ljóst að mikið beri enn í milli og telur að endurmeta þurfi stöðuna í ljósi umræðu sem átt hefur sér stað um bankana og efnahagslíf hér á alþjóðavettvangi. "Íbúðalán eru í hverju landi einn stærsti þátturinn í fjármálamarkaðnum, hafa áhrif á þróun skuldabréfamarkaðar og almennt á þróunina með mjög víðtækum hætti. Því er mjög mikilvægt að vel takist til um slíkar breytingar og að alþjóðafjármálamarkaðurinn sjái þær sem jákvæðar breytingar á fjármálamarkaði hér. Því kann að vera að menn þurfi að horfa á þetta upp á nýtt og stíga skref sem eru stærri í átt að því að markaðsvæða þetta kerfi en þeir höfðu áður hugsað sér. Að þessu held ég að allir hafi hag að því að vinn aað með opnum huga í stað þess að festast í umræðum fortíðar."
Viðskipti Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira