Önnur pólitísk viðfangsefni 8. apríl 2006 00:01 Löngum hefur verið litið svo á að meginhlutverk forsætisráðherra væri að stjórna efnahagsmálum þjóðarinnar. Í samræmi við þá hugsun er það jafnan svo að boðskapur forsætisráðherra til þjóðarinnar á hverjum tíma snýst um atvinnumál, fjármál og peningamál. Þetta hefur verið hlutskipti núverandi forsætisráðherra og allra forvera hans. Allt er þetta í góðu samræmi við viðteknar hugmyndir um það hvert menn telja að eigi að vera hlutverk þess manns sem er æðsti pólitíski handhafi framkvæmdavaldsins. Aukheldur fellur þessi háttur nákvæmlega að skipulagi stjórnarráðsins. Fá ár eru síðan hlutverk forsætisráðherra var aukið að þessu leyti er málefni Seðlabankans voru færð til hans. Núverandi forsætisráðherra hefur gegnt þessu hlutverki af ræktarsemi og þekkingu. En spurningin er: Á þetta að vera svona? Er ekki eðlilegt að pólitísk umræða aðlagist breyttu pólitísku landslagi? Sú var tíð að efnahagsstarfsemin var meira og minna miðstýrð. Hver atvinnugrein hafði sitt regluverk. Þeir ráðherrar sem sátu í atvinnuvegaráðuneytunum gegndu pólitískum lykilhlutverkum. Efnahagsráðstafanir voru gerðar á þriggja mánaða fresti. Forsætisráðherrann hlaut eðli máls samkvæmt að hafa forystu þar um. Öllu þessu hafa menn breytt. Fyrsta stóra skrefið eftir viðreisn var stigið 1984 þegar vaxtaákvarðanir voru færðar til Seðlabankans. Mestar breytingar urðu við aðildina að innri markaði Evrópusambandsins og jafnt og þétt síðan. Seðlabankinn hefur nú sjálfstæða stöðu til þess að halda verðbólgu í skefjum með peningamálaaðgerðum. Atvinnulífið er frjálst og fjármagnsflutningar frjálsir. Aðkoma ríkisstjórnarinnar að efnahagsstjórninni er fyrst og fremst í gegnum ríkisfjármálin. Þrátt fyrir þetta halda flestir stjórnmálamenn áfram að eyða mestum hluta tíma síns í að tala um efnahagsmál. Ráðherrar og forseti Íslands leggja sig í framkróka við að fara í sendiferðir heimshorna á milli með atvinnufyrirtækjum sem leita fyrir sér á erlendum mörkuðum. Í sjálfu sér góðra gjalda vert. En eru þetta rétt viðbrögð við nýjum aðstæðum? Á sama tíma eyða stjórnmálamenn tiltölulega litlum tíma í að ræða skólamál. Ekki leikur þó á tvennu að einmitt á því sviði liggja allra mikilvægustu fjárfestingarmöguleikar framtíðarinnar. Og það er einmitt þar sem stjórnmálamenn ráða yfir meiri fjármunum en atvinnulífið. Á vettvangi stjórnmálanna hafa menn kosið að láta kennara nánast eina um að ræða skólamál. Þar eiga hins vegar fleiri að koma að og þá ekki síst stjórnmálamennirnir sjálfir. Heilbrigðismálin eru mikilvægasta þjónustusviðið í hverju þróuðu samfélagi. Þar ráða stjórnmálamenn yfir peningum. Þeir eiga því hvorki að láta heilbrigðisstéttirnar einar um að ræða þau málefni né ráða þeim. Þeir eiga sjálfir að móta stefnuna. Það er á þessum sviðum sem ríkið hefur eitthvað að segja. Breski forsætisráðherrann talar meira um skólamál og heilbrigðismál og ef til vill lög og rétt en nokkurn tímann um efnahagsmál. Ráðherrar þessara málaflokka eru í nútímanum mikilvægustu menn ríkisstjórna í þróuðum löndum. Þessi mál eru ekki ópólitísk. Um þau hugsar fólkið. Það er kominn tími til að stjórnmálin gefi þeim meira svigrúm í umræðunni. Um leið og forsætisráðherrann tekur þar forystu fylgja aðrir á eftir. Fjármálaráðherrann á að sjá um efnahagsmálin. Af sjálfu leiðir síðan að breyta þarf skipulagi stjórnarráðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Löngum hefur verið litið svo á að meginhlutverk forsætisráðherra væri að stjórna efnahagsmálum þjóðarinnar. Í samræmi við þá hugsun er það jafnan svo að boðskapur forsætisráðherra til þjóðarinnar á hverjum tíma snýst um atvinnumál, fjármál og peningamál. Þetta hefur verið hlutskipti núverandi forsætisráðherra og allra forvera hans. Allt er þetta í góðu samræmi við viðteknar hugmyndir um það hvert menn telja að eigi að vera hlutverk þess manns sem er æðsti pólitíski handhafi framkvæmdavaldsins. Aukheldur fellur þessi háttur nákvæmlega að skipulagi stjórnarráðsins. Fá ár eru síðan hlutverk forsætisráðherra var aukið að þessu leyti er málefni Seðlabankans voru færð til hans. Núverandi forsætisráðherra hefur gegnt þessu hlutverki af ræktarsemi og þekkingu. En spurningin er: Á þetta að vera svona? Er ekki eðlilegt að pólitísk umræða aðlagist breyttu pólitísku landslagi? Sú var tíð að efnahagsstarfsemin var meira og minna miðstýrð. Hver atvinnugrein hafði sitt regluverk. Þeir ráðherrar sem sátu í atvinnuvegaráðuneytunum gegndu pólitískum lykilhlutverkum. Efnahagsráðstafanir voru gerðar á þriggja mánaða fresti. Forsætisráðherrann hlaut eðli máls samkvæmt að hafa forystu þar um. Öllu þessu hafa menn breytt. Fyrsta stóra skrefið eftir viðreisn var stigið 1984 þegar vaxtaákvarðanir voru færðar til Seðlabankans. Mestar breytingar urðu við aðildina að innri markaði Evrópusambandsins og jafnt og þétt síðan. Seðlabankinn hefur nú sjálfstæða stöðu til þess að halda verðbólgu í skefjum með peningamálaaðgerðum. Atvinnulífið er frjálst og fjármagnsflutningar frjálsir. Aðkoma ríkisstjórnarinnar að efnahagsstjórninni er fyrst og fremst í gegnum ríkisfjármálin. Þrátt fyrir þetta halda flestir stjórnmálamenn áfram að eyða mestum hluta tíma síns í að tala um efnahagsmál. Ráðherrar og forseti Íslands leggja sig í framkróka við að fara í sendiferðir heimshorna á milli með atvinnufyrirtækjum sem leita fyrir sér á erlendum mörkuðum. Í sjálfu sér góðra gjalda vert. En eru þetta rétt viðbrögð við nýjum aðstæðum? Á sama tíma eyða stjórnmálamenn tiltölulega litlum tíma í að ræða skólamál. Ekki leikur þó á tvennu að einmitt á því sviði liggja allra mikilvægustu fjárfestingarmöguleikar framtíðarinnar. Og það er einmitt þar sem stjórnmálamenn ráða yfir meiri fjármunum en atvinnulífið. Á vettvangi stjórnmálanna hafa menn kosið að láta kennara nánast eina um að ræða skólamál. Þar eiga hins vegar fleiri að koma að og þá ekki síst stjórnmálamennirnir sjálfir. Heilbrigðismálin eru mikilvægasta þjónustusviðið í hverju þróuðu samfélagi. Þar ráða stjórnmálamenn yfir peningum. Þeir eiga því hvorki að láta heilbrigðisstéttirnar einar um að ræða þau málefni né ráða þeim. Þeir eiga sjálfir að móta stefnuna. Það er á þessum sviðum sem ríkið hefur eitthvað að segja. Breski forsætisráðherrann talar meira um skólamál og heilbrigðismál og ef til vill lög og rétt en nokkurn tímann um efnahagsmál. Ráðherrar þessara málaflokka eru í nútímanum mikilvægustu menn ríkisstjórna í þróuðum löndum. Þessi mál eru ekki ópólitísk. Um þau hugsar fólkið. Það er kominn tími til að stjórnmálin gefi þeim meira svigrúm í umræðunni. Um leið og forsætisráðherrann tekur þar forystu fylgja aðrir á eftir. Fjármálaráðherrann á að sjá um efnahagsmálin. Af sjálfu leiðir síðan að breyta þarf skipulagi stjórnarráðsins.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun