Össur innkallar þrjú þúsund gervihné 5. apríl 2006 00:01 Jón Sigurðsson sem er forstjóri Össurar, segir fyrirtækið leggja höfuðáherslu á öryggismál og velferð sjúklinga sem nota gervilimi fyrirtækisins. Stoðtækjafyrirtækið Össur hefur innkallað fjórar tegundir af Total Knee-gervihné fyrirtækisins vegna galla sem í þeim er að finna. "Þetta er framleiðslugalli í pinna sem keyptur er af utanaðkomandi aðila," segir Sigurborg Arnarsdóttir, upplýsingafulltrúi og tengiliður fjárfesta hjá Össuri, en alls þarf að innkalla um 3.000 gervihné sem farið hafa í dreifingu um heim allan. Pinninn sem um ræðir er í einum af sjö liðum hnésins, en í reglubundnu eftirliti varð vart við sprungur í honum. "Við erum ánægð með hversu hratt hefur tekist að vinna þetta og fljótt og vel gengið að ná til allra hlutaðeigandi," segir Sigurborg, en fyrirtækið hefur ekki áður lent í jafnviðamikilli innköllun. "Svo hafa ekki heldur komið upp nein slys eða annað slíkt vegna gallans þannig að við höfum náð að fyrirbyggja það." Á vef Össurar, www.ossur.com, er haft eftir Jóni Sigurðssyni, forstjóra fyrirtækisins, að þar á bæ séu öryggismál tekin mjög alvarlega. "Við fórum af stað með innköllunina jafnskjótt og við urðum vör við gölluðu pinnana. Enda er velferð sjúklinganna okkur efst í huga. Við grípum svo að auki til aðgerða sem tryggja eiga gæði og öryggi hnjánna sem koma í staðinn." Total Knee-gervihnén eru af tegund 1100, 1900, 2000 og 2100, en á vef Össurar er að finna yfirlit yfir raðnúmer hnjánna sem um ræðir, en hné sem afgreidd voru fyrir 7. júní í fyrra eru ekki plöguð af gallanum. Fjallað er um Össur í nýrri fyrirtækjagreiningu greiningardeildar Landsbankans og segist deildin telja að mjög spennandi tímar séu framundan hjá fyrirtækinu. "Félagið hefur stækkað mikið á síðastliðnu ári og er áætlað að velta ársins í ár verði tæplega tvöföld velta "gamla" Össurar 2005," segir bankinn og bendir á að frá því að verðmat hans á Össuri kom út fyrir helgi hafi úrvalsvísitalan lækkað meðan hlutabréfaverð Össurar hafi nánast staðið í stað. Innlent Viðskipti Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Versta kartöfluuppskeran í áratugi Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Fleiri fréttir Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sjá meira
Stoðtækjafyrirtækið Össur hefur innkallað fjórar tegundir af Total Knee-gervihné fyrirtækisins vegna galla sem í þeim er að finna. "Þetta er framleiðslugalli í pinna sem keyptur er af utanaðkomandi aðila," segir Sigurborg Arnarsdóttir, upplýsingafulltrúi og tengiliður fjárfesta hjá Össuri, en alls þarf að innkalla um 3.000 gervihné sem farið hafa í dreifingu um heim allan. Pinninn sem um ræðir er í einum af sjö liðum hnésins, en í reglubundnu eftirliti varð vart við sprungur í honum. "Við erum ánægð með hversu hratt hefur tekist að vinna þetta og fljótt og vel gengið að ná til allra hlutaðeigandi," segir Sigurborg, en fyrirtækið hefur ekki áður lent í jafnviðamikilli innköllun. "Svo hafa ekki heldur komið upp nein slys eða annað slíkt vegna gallans þannig að við höfum náð að fyrirbyggja það." Á vef Össurar, www.ossur.com, er haft eftir Jóni Sigurðssyni, forstjóra fyrirtækisins, að þar á bæ séu öryggismál tekin mjög alvarlega. "Við fórum af stað með innköllunina jafnskjótt og við urðum vör við gölluðu pinnana. Enda er velferð sjúklinganna okkur efst í huga. Við grípum svo að auki til aðgerða sem tryggja eiga gæði og öryggi hnjánna sem koma í staðinn." Total Knee-gervihnén eru af tegund 1100, 1900, 2000 og 2100, en á vef Össurar er að finna yfirlit yfir raðnúmer hnjánna sem um ræðir, en hné sem afgreidd voru fyrir 7. júní í fyrra eru ekki plöguð af gallanum. Fjallað er um Össur í nýrri fyrirtækjagreiningu greiningardeildar Landsbankans og segist deildin telja að mjög spennandi tímar séu framundan hjá fyrirtækinu. "Félagið hefur stækkað mikið á síðastliðnu ári og er áætlað að velta ársins í ár verði tæplega tvöföld velta "gamla" Össurar 2005," segir bankinn og bendir á að frá því að verðmat hans á Össuri kom út fyrir helgi hafi úrvalsvísitalan lækkað meðan hlutabréfaverð Össurar hafi nánast staðið í stað.
Innlent Viðskipti Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Versta kartöfluuppskeran í áratugi Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Fleiri fréttir Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sjá meira