Glitnir í A-flokk allra lánshæfisfyrirtækjanna 29. mars 2006 00:01 Glitnir hefur fengið lánshæfismat hjá Standard & Poors; hlaut langtímaeinkunnina A- og metur matsfyrirtækið horfur í rekstri stöðugar. Skammtímaeinkunnin er A-2. Glitnir, sem hlaut staðfestingu á nýju nafni sínu á hluthafafundi í gær, er fyrsti bankinn sem S&P metur til einkunnar. Einkunn Glitnis er hlutfallslega í samræmi við mat annarra matsfyrirtækja á bankanum sett í samhengi við einkunnir annarra banka á Norðurlöndum. Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, segir einkunnina mikla viðurkenningu á viðskiptamódeli, stefnu, áhættustýringu og eignasafni bankans. Þetta þýðir að aðgangur okkar að fjárfestamörkuðum stórbatnar. Sérstaklega á mörkuðum þar sem Standard og Poors eru sterkir svo sem í Ástralíu og í Bandaríkjunum sem er að verða okkar mikilvægasti markaður í dag. Greiningardeildir erlendra banka hafa haldið því fram að ef S&P gæfi íslensku bönkunum einkunn myndi hún verða BBB. Greinandi Merrill Lynch hélt þessu meðal annars fram og fleiri fylgdu í kjölfarið. Bjarni segir þessa einkunnagjöf snúa við þeirri neikvæðu umræðu sem verið hafi að undanförnu um íslensku bankana og efnahagskerfið. Þetta lánshæfismat er mun betra en til að mynda Merrill Lynch bjóst við í sinni skýrslu. Afleiðingin er sú að þeir sem voru að taka skortstöðu í skuldabréfum Glitnis eru í óða önn að loka þeim og álagið á skuldabréf bankans á eftirmarkaði hríðlækkar. Einkunn Glitnis hjá Standard & Poors ryður brautina fyrir kjör annarra banka á fjármálamörkuðum. Með einkunninni hafa verið hraktar fullyrðingar um að það matsfyrirtæki sem eitt hafði ekki gefið Glitni einkunn myndi gefa bankanum verulega lægri einkunn en Moodys og Fitch. Innlent Viðskipti Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira
Glitnir hefur fengið lánshæfismat hjá Standard & Poors; hlaut langtímaeinkunnina A- og metur matsfyrirtækið horfur í rekstri stöðugar. Skammtímaeinkunnin er A-2. Glitnir, sem hlaut staðfestingu á nýju nafni sínu á hluthafafundi í gær, er fyrsti bankinn sem S&P metur til einkunnar. Einkunn Glitnis er hlutfallslega í samræmi við mat annarra matsfyrirtækja á bankanum sett í samhengi við einkunnir annarra banka á Norðurlöndum. Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, segir einkunnina mikla viðurkenningu á viðskiptamódeli, stefnu, áhættustýringu og eignasafni bankans. Þetta þýðir að aðgangur okkar að fjárfestamörkuðum stórbatnar. Sérstaklega á mörkuðum þar sem Standard og Poors eru sterkir svo sem í Ástralíu og í Bandaríkjunum sem er að verða okkar mikilvægasti markaður í dag. Greiningardeildir erlendra banka hafa haldið því fram að ef S&P gæfi íslensku bönkunum einkunn myndi hún verða BBB. Greinandi Merrill Lynch hélt þessu meðal annars fram og fleiri fylgdu í kjölfarið. Bjarni segir þessa einkunnagjöf snúa við þeirri neikvæðu umræðu sem verið hafi að undanförnu um íslensku bankana og efnahagskerfið. Þetta lánshæfismat er mun betra en til að mynda Merrill Lynch bjóst við í sinni skýrslu. Afleiðingin er sú að þeir sem voru að taka skortstöðu í skuldabréfum Glitnis eru í óða önn að loka þeim og álagið á skuldabréf bankans á eftirmarkaði hríðlækkar. Einkunn Glitnis hjá Standard & Poors ryður brautina fyrir kjör annarra banka á fjármálamörkuðum. Með einkunninni hafa verið hraktar fullyrðingar um að það matsfyrirtæki sem eitt hafði ekki gefið Glitni einkunn myndi gefa bankanum verulega lægri einkunn en Moodys og Fitch.
Innlent Viðskipti Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira