Óánægja með söluferli EJS Group 22. mars 2006 00:01 Höfuðstöðvar EJS við Grensásveg í Reykjavík. Skrifað var undir samninga um kaup Skýrr á EJS snemma í síðasta mánuði, en kaupin gengu svo í gegn um miðjan þennan mánuð að lokinni áreiðanleikakönnun. MYND/Anton Brink Óánægja er innan TM Software með hvernig staðið var að sölunni á 58,7 prósenta hlut í EJS Group, og víðar í upplýsingatæknigeiranum setja menn spurningamerki við hvernig salan fór fram. Straumur-Burðarás fjárfestingabanki hélt utan um söluferlið. Áður en til þess kom að fyrirtækjasamstæðan EJS Group var seld Skýrr var hún í formlegu söluferli hjá Straumi-Burðarási fjárfestingabanka. Seljandi var eignarhaldsfélagið DZ, sem er í eigu Kers og fleiri fjárfesta. Skrifað var undir samninga um kaup Skýrr á EJS Group sunnudaginn 12. síðasta mánaðar. Fimmtudeginum áður voru opnuð í vitna viðurvist tilboð frá TM Software og öðru fyrirtæki. TM Software átti hæsta boð og leit svo á að gengið yrði til samninga í kjölfarið. Friðrik Sigurðsson forstjóri TM Software staðfestir að atburðarás hafi verið með þessum hætti, en segist lítið vilja tjá sig um málið enda ekki hans háttur að vera "í hlutverki spælda mannsins". Hjá TM Software litu menn svo á að EJS væri í formlegu söluferli sem hefði átt að ljúka með því að tilboð væru opnuð síðdegis 9. september og helstu atriði þeirra lesin upp. Þá hefur Markaðurinn fyrir því heimildir að á föstudeginum 10. hafi borist inn á borð Nýherja upplýsingar um að enn væri hægt koma að tilboðum. Á laugardegi voru svo fulltrúar TM Software boðaðir á fund og greint frá því að tvö önnur tilboð væru komin fram, annað munnlegt. Fyrirtækinu var boðið að ganga til samninga um kaupin gegn því að falla frá ákveðnum fyrirvörum sem gerðir höfðu verið um kaupin, en á það var ekki fallist. Svanbjörn Thoroddsson, forstöðumaður viðskiptaþróunarsviðs Straums-Burðaráss, segir misskilning að EJS Group hafi verið í útboðsferli sem loka hefði átt á ákveðnum tímapunkti. "Við vorum með fyrirtækið í sölumeðferð þar sem leitað var tilboða hjá nokkrum aðilum. Tilboð bárust svo ekki öll um leið þótt þannig hafi viljað til að opnuð voru samhliða tilboð sem bárust á sama tíma. Daginn eftir barst svo annað tilboð. Í framhaldinu mátum við tilboðin og seljandi tók því hagstæðasta. Í því ferli var ekkert skrítið eða óeðlilegt," segir hann og kveður ekki hafa verið leitað fleiri tilboða eftir að þau fyrstu voru opnuð. Innlent Viðskipti Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Versta kartöfluuppskeran í áratugi Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Fleiri fréttir Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sjá meira
Óánægja er innan TM Software með hvernig staðið var að sölunni á 58,7 prósenta hlut í EJS Group, og víðar í upplýsingatæknigeiranum setja menn spurningamerki við hvernig salan fór fram. Straumur-Burðarás fjárfestingabanki hélt utan um söluferlið. Áður en til þess kom að fyrirtækjasamstæðan EJS Group var seld Skýrr var hún í formlegu söluferli hjá Straumi-Burðarási fjárfestingabanka. Seljandi var eignarhaldsfélagið DZ, sem er í eigu Kers og fleiri fjárfesta. Skrifað var undir samninga um kaup Skýrr á EJS Group sunnudaginn 12. síðasta mánaðar. Fimmtudeginum áður voru opnuð í vitna viðurvist tilboð frá TM Software og öðru fyrirtæki. TM Software átti hæsta boð og leit svo á að gengið yrði til samninga í kjölfarið. Friðrik Sigurðsson forstjóri TM Software staðfestir að atburðarás hafi verið með þessum hætti, en segist lítið vilja tjá sig um málið enda ekki hans háttur að vera "í hlutverki spælda mannsins". Hjá TM Software litu menn svo á að EJS væri í formlegu söluferli sem hefði átt að ljúka með því að tilboð væru opnuð síðdegis 9. september og helstu atriði þeirra lesin upp. Þá hefur Markaðurinn fyrir því heimildir að á föstudeginum 10. hafi borist inn á borð Nýherja upplýsingar um að enn væri hægt koma að tilboðum. Á laugardegi voru svo fulltrúar TM Software boðaðir á fund og greint frá því að tvö önnur tilboð væru komin fram, annað munnlegt. Fyrirtækinu var boðið að ganga til samninga um kaupin gegn því að falla frá ákveðnum fyrirvörum sem gerðir höfðu verið um kaupin, en á það var ekki fallist. Svanbjörn Thoroddsson, forstöðumaður viðskiptaþróunarsviðs Straums-Burðaráss, segir misskilning að EJS Group hafi verið í útboðsferli sem loka hefði átt á ákveðnum tímapunkti. "Við vorum með fyrirtækið í sölumeðferð þar sem leitað var tilboða hjá nokkrum aðilum. Tilboð bárust svo ekki öll um leið þótt þannig hafi viljað til að opnuð voru samhliða tilboð sem bárust á sama tíma. Daginn eftir barst svo annað tilboð. Í framhaldinu mátum við tilboðin og seljandi tók því hagstæðasta. Í því ferli var ekkert skrítið eða óeðlilegt," segir hann og kveður ekki hafa verið leitað fleiri tilboða eftir að þau fyrstu voru opnuð.
Innlent Viðskipti Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Versta kartöfluuppskeran í áratugi Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Fleiri fréttir Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sjá meira