Ekki lokað á samruna kauphalla 21. mars 2006 00:41 Þórður Friðjónsson forstjóri Kauphallarinnar segir samruna við aðrar kauphallir í stöðugri skoðun. MYND/E.Ól. Í síbreytilegu umhverfi og aðstæðum skoða menn stöðugt alla möguleika með tilliti til hvernig best sé að þróa kauphallir áfram, segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands. Fram kom um helgina gagnrýni Sigurðar Einarssonar, stjórnarformanns Kaupþings banka, á að ekki skyldi gengið til sameiningarviðræðna við OMX kauphöllina fyrir áramót. Hann segir bankann skoða með opnum huga hvar hann væri skráður í kauphöll, þótt helst vildi hann vera í Kauphöll Íslands. Þórður bendir á að í nóvember síðastliðnum hafi stjórn Kauphallarinnar verið samstíga í að hefja ekki samrunaviðræður við OMX. Að vísu var allan tímann vitað að fulltrúi KB banka, Ingólfur Helgason, var jákvæður gagnvart frekari skoðun á samruna, segir hann en bendir um leið á að í yfirlýsingu stjórnar komi skýrt fram að rök með því að halda óbreyttri starfsemi séu aðeins sterkari en fyrir samruna að svo stöddu. En þetta er ákvörðun sem getur fyrr en varir komið aftur á dagskrá stjórnarinnar. Við skoðum með opnum huga frá einum tíma til annars hvort hyggilegt sé að fara í slíkar samrunaviðræður. Þórður segir Kauphöllina þó hafa ákveðið að sýna í verki skuldbindingu sína við norrænt kauphallarsamstarf og keypt lítinn hlut bæði í OMX og Kauphöllinni í Osló. Til að sýna þann áhuga og skuldbindingu sem við höfum gagnvart þessu samstarfi. Innlent Viðskipti Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Sjá meira
Í síbreytilegu umhverfi og aðstæðum skoða menn stöðugt alla möguleika með tilliti til hvernig best sé að þróa kauphallir áfram, segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands. Fram kom um helgina gagnrýni Sigurðar Einarssonar, stjórnarformanns Kaupþings banka, á að ekki skyldi gengið til sameiningarviðræðna við OMX kauphöllina fyrir áramót. Hann segir bankann skoða með opnum huga hvar hann væri skráður í kauphöll, þótt helst vildi hann vera í Kauphöll Íslands. Þórður bendir á að í nóvember síðastliðnum hafi stjórn Kauphallarinnar verið samstíga í að hefja ekki samrunaviðræður við OMX. Að vísu var allan tímann vitað að fulltrúi KB banka, Ingólfur Helgason, var jákvæður gagnvart frekari skoðun á samruna, segir hann en bendir um leið á að í yfirlýsingu stjórnar komi skýrt fram að rök með því að halda óbreyttri starfsemi séu aðeins sterkari en fyrir samruna að svo stöddu. En þetta er ákvörðun sem getur fyrr en varir komið aftur á dagskrá stjórnarinnar. Við skoðum með opnum huga frá einum tíma til annars hvort hyggilegt sé að fara í slíkar samrunaviðræður. Þórður segir Kauphöllina þó hafa ákveðið að sýna í verki skuldbindingu sína við norrænt kauphallarsamstarf og keypt lítinn hlut bæði í OMX og Kauphöllinni í Osló. Til að sýna þann áhuga og skuldbindingu sem við höfum gagnvart þessu samstarfi.
Innlent Viðskipti Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Sjá meira