Íslensku bankarnir endurheimta traust í Evrópu 18. mars 2006 00:01 Vaxtaálag á bréf íslensku bankanna á eftirmarkaði skuldabréfa í Evrópu lækkaði dag frá degi í síðustu viku. Þróunin endurspeglar heldur jákvæðari tón í skrifum greiningardeilda og viðleitni bankanna til að leiðrétta misskilning. Á þriðjudag varð viðsnúningur í viðhorfi fjárfesta á skuldabréfamörkuðum í viðhorfi til íslensku bankanna sem lýsti sér í því að vaxtálag á skuldabréf bankanna tók að lækka og hélt sú lækkun áfram út vikuna. Deginum áður kom út skýrsla Morgan Stanley þar sem lýst var því áliti að vaxtaálag á bréf bankanna væri allt of hátt og ekki í nokkru samræmi við áhættu fjárfesta við kaup skuldabréfanna. Þannig var um morguninn álag skuldabréf bæði Kaupþings banka og Landsbanka til tveggja ára 90 punktar, en var seinni partinn komið í 81 punkt hjá Kaupþingi banka og 77 punkta hjá Landsbankanum. Glitnir (áður Íslandsbanki) naut þegar nokkuð betri kjara, en álag á skuldabréf hans til sama tíma fór á þriðjudaginn úr 63 punktum í 60 punkta. í Frankfurt í Þýskalandi er miðstöð fjármála Greiningardeildir sem fjárfestar í Evrópu reiða sig sumir hverjir á hafa síðustu misseri farið með rangfærslur um íslenska banka og það hefur haft áhrif á kjör þeirra í útboðum skuldabréfa þar. Nordicphotos/AFP Lækkunin hélt svo áfram í vikunni og náði álagið lágmarki á fimmtudaginn með 38 punktum hjá Glitni á tveggja ára skuldabréfunum, 62 punktum hjá Kaupþingi banka og 58 punktum hjá Landsbankanum. Í gær jókst svo álagið á bréf bankanna lítillega, en sérfræðingar töldu erfitt að ráða í hvað orðið hefði til þess. Einn nefndi að hjá Bloomberg hefði pistlahöfundur farið niðrandi orðum um nafnabreytingu Íslandsbanka í Glitni og endurtekið misskilning um krosseignarhald bankanna. Ingvar H. Ragnarsson, forstöðumaður Alþjóðlegrar fjármögnunar hjá Glitni, segir þróun í vikunni hafa verið mjög jákvæða. Þar höfðu jákvæðar fréttir áhrif, bæði nýjar greiningar erlendra banka svo sem Morgan Stanley og staðfesting lánshæfismatsfyrirtækisins Standard and Poors á lánshæfismati íslenska ríkisins. Hann segir þó alveg ljóst að enn sé mikil vinna fram undan við kynningu á starfsemi bankanna og á aðstæðum í íslensku efnahagslífi. Að því beinum við aðallega kröftum okkar þessar vikurnar. Innlent Viðskipti Mest lesið Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Viðskipti innlent Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Kaupir Horn III út úr Líflandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Sjá meira
Vaxtaálag á bréf íslensku bankanna á eftirmarkaði skuldabréfa í Evrópu lækkaði dag frá degi í síðustu viku. Þróunin endurspeglar heldur jákvæðari tón í skrifum greiningardeilda og viðleitni bankanna til að leiðrétta misskilning. Á þriðjudag varð viðsnúningur í viðhorfi fjárfesta á skuldabréfamörkuðum í viðhorfi til íslensku bankanna sem lýsti sér í því að vaxtálag á skuldabréf bankanna tók að lækka og hélt sú lækkun áfram út vikuna. Deginum áður kom út skýrsla Morgan Stanley þar sem lýst var því áliti að vaxtaálag á bréf bankanna væri allt of hátt og ekki í nokkru samræmi við áhættu fjárfesta við kaup skuldabréfanna. Þannig var um morguninn álag skuldabréf bæði Kaupþings banka og Landsbanka til tveggja ára 90 punktar, en var seinni partinn komið í 81 punkt hjá Kaupþingi banka og 77 punkta hjá Landsbankanum. Glitnir (áður Íslandsbanki) naut þegar nokkuð betri kjara, en álag á skuldabréf hans til sama tíma fór á þriðjudaginn úr 63 punktum í 60 punkta. í Frankfurt í Þýskalandi er miðstöð fjármála Greiningardeildir sem fjárfestar í Evrópu reiða sig sumir hverjir á hafa síðustu misseri farið með rangfærslur um íslenska banka og það hefur haft áhrif á kjör þeirra í útboðum skuldabréfa þar. Nordicphotos/AFP Lækkunin hélt svo áfram í vikunni og náði álagið lágmarki á fimmtudaginn með 38 punktum hjá Glitni á tveggja ára skuldabréfunum, 62 punktum hjá Kaupþingi banka og 58 punktum hjá Landsbankanum. Í gær jókst svo álagið á bréf bankanna lítillega, en sérfræðingar töldu erfitt að ráða í hvað orðið hefði til þess. Einn nefndi að hjá Bloomberg hefði pistlahöfundur farið niðrandi orðum um nafnabreytingu Íslandsbanka í Glitni og endurtekið misskilning um krosseignarhald bankanna. Ingvar H. Ragnarsson, forstöðumaður Alþjóðlegrar fjármögnunar hjá Glitni, segir þróun í vikunni hafa verið mjög jákvæða. Þar höfðu jákvæðar fréttir áhrif, bæði nýjar greiningar erlendra banka svo sem Morgan Stanley og staðfesting lánshæfismatsfyrirtækisins Standard and Poors á lánshæfismati íslenska ríkisins. Hann segir þó alveg ljóst að enn sé mikil vinna fram undan við kynningu á starfsemi bankanna og á aðstæðum í íslensku efnahagslífi. Að því beinum við aðallega kröftum okkar þessar vikurnar.
Innlent Viðskipti Mest lesið Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Viðskipti innlent Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Kaupir Horn III út úr Líflandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Sjá meira