Launaskrið á bankastjórum 15. mars 2006 01:13 Launahæstir á síðasta ári. Bankastjórar Landsbankans skipuðu tvö efstu sætin á lista yfir launahæstu forstjórana í Kauphöllinni. Hluti af launum Halldórs J. Kristjánssonar var þó vegna uppgjörs á kaupréttarsamningi. Launakjör allra bankastjóranna nema Hreiðars Más Sigurðssonar, forstjóra KB banka, hækkuðu mikið á síðasta ári. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, var launahæsti forstjórinn í Kauphöll Íslands með 149 milljónir króna á síðasta ári en hluti launa var uppgjör á kaupréttarsamningi sem skekkjir samanburð á milli ára. Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri Atorku, fékk 200 milljónir króna í kaup á síðasta ári en þar af voru 160 milljónir króna vegna uppgjörs á kaupréttarsamningi við starfslok hans. Sigurjón Þ. Árnason, Hreiðar Már Sigurðsson og Bjarni Ármannsson þáðu allir um og yfir áttatíu milljónir króna í laun, bónusa og hlunnindi fyrir árið 2005. Laun Sigurjóns hækkuðu um 144 prósent á milli ára og laun Bjarna um tæpan helming. Lýður Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar, fékk yfir 71 milljón króna og Þórður Már Jóhannesson, forstjóri Straums - Burðaráss, 64 milljónir króna. Hannes Smárason, forstjóri FL Group, fékk 53,8 milljónir króna í laun á síðasta ári en mestan hluta ársins var hann í starfi sem starfandi stjórnarformaður samstæðunnar. Alls gegndu þrír starfi forstjóra FL Group í fyrra; Ragnhildur Geirsdóttir og Sigurður Helgason auk Hannesar. Námu launagreiðslur til forstjóra félagsins alls 113,5 milljónum króna en skuldbindingar vegna starfsloka Ragnhildar og Sigurðar nema um 238 milljónum króna. Forstjórar framleiðslufyrirtækjanna Actavis, Kögunar, Marels og Össurar eru með nokkuð lægri laun en bankastjórarnir. Jón Sigurðsson, hjá Össuri, fékk 771 þúsund Bandaríkjadali, sem samsvara um 48,7 milljónum króna, og hækkuðu laun hans um 130 prósent á milli ára. Róbert Wessman þáði 504 þúsund evrur, sem jafngiltu tæpum 38 milljónum króna. Hörður Arnarson og Gunnar Smári Egilsson voru hvor um sig með yfir 31 milljón króna. David Baker, forstjóri Flögu, var með lægsta kaupið af forstjórum félaga í Úrvalsvísitölunni eða um 8,9 milljónir króna en þess ber að geta að hann tók við stjórnarkeflinu í apríl í fyrra. Innlent Viðskipti Mest lesið Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Kaupir Horn III út úr Líflandi Viðskipti innlent Versta kartöfluuppskeran í áratugi Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Fleiri fréttir Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Sjá meira
Launakjör allra bankastjóranna nema Hreiðars Más Sigurðssonar, forstjóra KB banka, hækkuðu mikið á síðasta ári. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, var launahæsti forstjórinn í Kauphöll Íslands með 149 milljónir króna á síðasta ári en hluti launa var uppgjör á kaupréttarsamningi sem skekkjir samanburð á milli ára. Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri Atorku, fékk 200 milljónir króna í kaup á síðasta ári en þar af voru 160 milljónir króna vegna uppgjörs á kaupréttarsamningi við starfslok hans. Sigurjón Þ. Árnason, Hreiðar Már Sigurðsson og Bjarni Ármannsson þáðu allir um og yfir áttatíu milljónir króna í laun, bónusa og hlunnindi fyrir árið 2005. Laun Sigurjóns hækkuðu um 144 prósent á milli ára og laun Bjarna um tæpan helming. Lýður Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar, fékk yfir 71 milljón króna og Þórður Már Jóhannesson, forstjóri Straums - Burðaráss, 64 milljónir króna. Hannes Smárason, forstjóri FL Group, fékk 53,8 milljónir króna í laun á síðasta ári en mestan hluta ársins var hann í starfi sem starfandi stjórnarformaður samstæðunnar. Alls gegndu þrír starfi forstjóra FL Group í fyrra; Ragnhildur Geirsdóttir og Sigurður Helgason auk Hannesar. Námu launagreiðslur til forstjóra félagsins alls 113,5 milljónum króna en skuldbindingar vegna starfsloka Ragnhildar og Sigurðar nema um 238 milljónum króna. Forstjórar framleiðslufyrirtækjanna Actavis, Kögunar, Marels og Össurar eru með nokkuð lægri laun en bankastjórarnir. Jón Sigurðsson, hjá Össuri, fékk 771 þúsund Bandaríkjadali, sem samsvara um 48,7 milljónum króna, og hækkuðu laun hans um 130 prósent á milli ára. Róbert Wessman þáði 504 þúsund evrur, sem jafngiltu tæpum 38 milljónum króna. Hörður Arnarson og Gunnar Smári Egilsson voru hvor um sig með yfir 31 milljón króna. David Baker, forstjóri Flögu, var með lægsta kaupið af forstjórum félaga í Úrvalsvísitölunni eða um 8,9 milljónir króna en þess ber að geta að hann tók við stjórnarkeflinu í apríl í fyrra.
Innlent Viðskipti Mest lesið Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Kaupir Horn III út úr Líflandi Viðskipti innlent Versta kartöfluuppskeran í áratugi Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Fleiri fréttir Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Sjá meira