Exista með Íslandsmet í hagnaði á einu ári 1. mars 2006 00:01 Exista, fjárfestingarfélag í eigu bræðranna í Bakkavör, KB banka og nokkurra sparisjóða, skilaði samkvæmt heimildum Markaðarins 50,3 milljörðum króna í hagnað í fyrra. Þetta er mesti hagnaður íslensks félags á einu ári, en fyrra metið átti KB banki sem hagnaðist um 49,3 milljarða í fyrra. Helstu eignir Exista eru ríflega fimmtungs hlutur í KB banka og tæplega þrjátíu prósenta hlutur í Bakkavör. Bæði þessi félög eru skráð á markað og verulegur gengishagnaður var af eign Exista í þeim á síðasta ári. Eignir Exista námu 162 milljörðum króna og nam eigið fé 96 milljörðum króna í árslok. Það er meira en eigið fé Íslandsbanka í lok árs. Hlutfall eigin fjár er því um 60 prósent sem gefur rými fyrir talsverðar fjárfestingar til viðbótar. Exista leiddi hóp fjárfesta í kaupum á hlut ríkisins í Símanum og á 43 prósenta hlut í fyrirtækinu. Sá hlutur er samkvæmt heimildum færður á kaupvirði og eins mun um 19 prósenta hlut í VÍS. Telja má öruggt að í þessum eignum felist dulinn hagnaður, en VÍS hefur eflst til muna frá kaupunum og er gjörbreytt félag að stærð og styrk. Auk þess á félagið 22 prósenta hlut í Medcare Flögu, en það félag hefur gengið í gegnum mikla endurskipulagningu að undanförnu. Exista er, auk þess að vera kjölfestufjárfestir fyrrgreindra félaga, með umtalsverðar fjárhæðir á veltubók til stöðutöku og fjárfestinga til skemmri tíma. Félagið keypti nýverið tíu prósenta hlut í stærsta hugbúnaðarfyrirtæki landsins, Kögun. Síminn hafði skömmu áður keypt 27 prósenta hlut í Kögun. Enn á eftir að koma í ljós hvert stefnt er með þeirri fjárfestingu, en líklegt er að Síminn muni stjórna vegferð Kögunar í framtíðinni. Skráðar eignir Exista hafa hækkað verulega frá áramótum og má gera ráð fyrir að eigið fé hafi aukist um 20 milljarða króna og nemi því um 116 milljörðum króna. Félagið býr því yfir talsverðri ónýttri getu til frekari fjárfestinga. Innlent Viðskipti Mest lesið Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Viðskipti innlent Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Kaupir Horn III út úr Líflandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Sjá meira
Exista, fjárfestingarfélag í eigu bræðranna í Bakkavör, KB banka og nokkurra sparisjóða, skilaði samkvæmt heimildum Markaðarins 50,3 milljörðum króna í hagnað í fyrra. Þetta er mesti hagnaður íslensks félags á einu ári, en fyrra metið átti KB banki sem hagnaðist um 49,3 milljarða í fyrra. Helstu eignir Exista eru ríflega fimmtungs hlutur í KB banka og tæplega þrjátíu prósenta hlutur í Bakkavör. Bæði þessi félög eru skráð á markað og verulegur gengishagnaður var af eign Exista í þeim á síðasta ári. Eignir Exista námu 162 milljörðum króna og nam eigið fé 96 milljörðum króna í árslok. Það er meira en eigið fé Íslandsbanka í lok árs. Hlutfall eigin fjár er því um 60 prósent sem gefur rými fyrir talsverðar fjárfestingar til viðbótar. Exista leiddi hóp fjárfesta í kaupum á hlut ríkisins í Símanum og á 43 prósenta hlut í fyrirtækinu. Sá hlutur er samkvæmt heimildum færður á kaupvirði og eins mun um 19 prósenta hlut í VÍS. Telja má öruggt að í þessum eignum felist dulinn hagnaður, en VÍS hefur eflst til muna frá kaupunum og er gjörbreytt félag að stærð og styrk. Auk þess á félagið 22 prósenta hlut í Medcare Flögu, en það félag hefur gengið í gegnum mikla endurskipulagningu að undanförnu. Exista er, auk þess að vera kjölfestufjárfestir fyrrgreindra félaga, með umtalsverðar fjárhæðir á veltubók til stöðutöku og fjárfestinga til skemmri tíma. Félagið keypti nýverið tíu prósenta hlut í stærsta hugbúnaðarfyrirtæki landsins, Kögun. Síminn hafði skömmu áður keypt 27 prósenta hlut í Kögun. Enn á eftir að koma í ljós hvert stefnt er með þeirri fjárfestingu, en líklegt er að Síminn muni stjórna vegferð Kögunar í framtíðinni. Skráðar eignir Exista hafa hækkað verulega frá áramótum og má gera ráð fyrir að eigið fé hafi aukist um 20 milljarða króna og nemi því um 116 milljörðum króna. Félagið býr því yfir talsverðri ónýttri getu til frekari fjárfestinga.
Innlent Viðskipti Mest lesið Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Viðskipti innlent Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Kaupir Horn III út úr Líflandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Sjá meira