Minnkandi munur og vaxandi 4. janúar 2006 00:01 Menn fara ekki langt í leigubíl í Reykjavík fyrir þúsund krónur. Þó eru bílstjórar ekki í hópi vel launaðra manna á Íslandi. Ég þekki hins vegar persónulega til eins starfsbróður þeirra austur á Filippseyjum sem þyrfti að vinna frá morgni til kvölds í heila viku til þess að eiga fyrir stuttum rúnti í Reykjavík. Þetta er þó vaskur maður og bílinn hans oftast yfirfullur af fólki því þarna tíðkast að taka marga farþega í einu sem eiga leið í sömu átt. Fyrir vinnudag sem þætti bæði of langur og erfiður hér vestar í heiminum fær þessi ágæti fjölskyldufaðir venjulega innan við 200 krónur. Fyrir þann pening fæst meira þar eystra en í reykvískri búð en þó ekki nánda nærri nóg til þess að gera lífið viðunandi. Þessi kunningi minn er í hópi milljarðs manna sem lifir af tekjum af þessu tagi. Hann er betur settur en flestir menn í Afríku og nær bjargálnum en þorri þess fólks sem býr í þorpum á Indlandsskaga. Á tímum hnattvæðingar skiptir enn mestu máli fyrir efnahag flestra manna á jörðinni hvar forsjónin réði þeim fæðingarstað. Þetta er hægt að breytast og í þeim breytingum er að finna stærstu sögu okkar tíma. Heimurinn hefur ört verið að opnast og því fylgja byltingarkenndar breytingar í atvinnulífi, þjóðlífi og stjórnmálum. Bílstjórar á Vesturlöndum þurfa ekki að óttast samkeppni frá Filippseyjum en stór hluti fólks í Evrópu vinnur störf sem allt eins má vinna annars staðar á hnettinum þar sem laun eru öllu lægri. Fólk sem kunningi minn keyrir í vinnu á morgnana svarar í símann fyrir verslanir í Bandaríkjunum, aðrir skrifa sjúkraskýrslur fyrir breska spítala, enn aðrir sýsla með tjónaskýrslur fyrir evrópsk tryggingafyrirtæki eða vinna við rekstur tölvukerfa sem eru einhvers staðar hinum megin á hnettinum. Það er ekki aðeins að stór hluti af iðnaði heimsins sé kominn til Kína eða á leiðinni þangað, þjónustustarfsemi og vöruþróun streymir til Asíu. Margt það mikilvægasta í samtímanum er hluti af þessari sögu. Eins og til dæmis ört vaxandi ójöfnuður innan samfélaga á Vesturlöndum. Ástæðu fyrir stórauknum launamun er að finna í tveimur hliðum þessa sama máls. Annars vegar í því að stór hluti íbúa Vesturlanda er kominn í samkeppni við vinnuafl í löndum þar sem laun eru lág vegna pólitískra og tæknilegra breytinga sem hafa breytt rökum um staðsetningu á atvinnustarfsemi. Þetta þrýstir niður launum þess vaxandi fjölda fólks sem er í störfum sem unnt er að vinna annars staðar. Hins vegar hafa ný og áður óþekkt tækifæri opnast fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem geta litið á heiminn í heild sem sitt athafnasvæði. Þetta hækkar tekjur þeirra sem kunna sæmilega vel að nýta sér nýjar aðstæður í atvinnulífi heimsins. Þeir eru miklu færri en hinir sem eru lentir í samkeppni við fólk í Asíu. Aukin og bætt menntun getur hins vegar breytt því. Á Íslandi hafa menn lítið fundið fyrir áhrifum samkeppni við vinnuafl í Asíu. Við höfum hins vegar notið mikils ábata vegna lækkunar á framleiðslukostnaði varnings sem við flytjum inn í miklum mæli. Nú finnum við fyrir þeirri alþjóðlegu þróun að laun stjórnenda fyrirtækja hækka miklu mun hraðar en laun annarra manna í samfélaginu. Í sumum tilvikum eru þessar hækkanir beinlínis vegna árangurs fyrirtækjanna á alþjóðlegum markaði. Umbun stjórnenda KB banka fyrir að margfalda hagnað bankans þætti til dæmis ekki umtalsverð vestan hafs eða austan enda greinilega um að ræða eftirtektarverða snilld við að nýta nýjar aðstæður í alþjóðlegum viðskiptum. Annað sem athygli hefur vakið á Íslandi að undanförnu virðist hins vegar frekar eiga rætur í ábyrgðarleysi en lögmálum markaðarins. Umræða um ört vaxandi launamun á sér nú stað um öll Vesturlönd. Best væri ef hún vekti athygli á lykilhlutverki menntunar í að búa til ný tækifæri í hnattvæddum heimi. Umræðan hefur hins vegar orðið til þess að draga úr áhuga manna á auknu frjálsræði í alþjóðlegum viðskiptum. Það gæti haft mjög alvarlegar afleiðingar á næstu árum. Ekki síst fyrir menn eins og kunningja minn á Filippseyjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ormur Halldórsson Skoðanir Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Menn fara ekki langt í leigubíl í Reykjavík fyrir þúsund krónur. Þó eru bílstjórar ekki í hópi vel launaðra manna á Íslandi. Ég þekki hins vegar persónulega til eins starfsbróður þeirra austur á Filippseyjum sem þyrfti að vinna frá morgni til kvölds í heila viku til þess að eiga fyrir stuttum rúnti í Reykjavík. Þetta er þó vaskur maður og bílinn hans oftast yfirfullur af fólki því þarna tíðkast að taka marga farþega í einu sem eiga leið í sömu átt. Fyrir vinnudag sem þætti bæði of langur og erfiður hér vestar í heiminum fær þessi ágæti fjölskyldufaðir venjulega innan við 200 krónur. Fyrir þann pening fæst meira þar eystra en í reykvískri búð en þó ekki nánda nærri nóg til þess að gera lífið viðunandi. Þessi kunningi minn er í hópi milljarðs manna sem lifir af tekjum af þessu tagi. Hann er betur settur en flestir menn í Afríku og nær bjargálnum en þorri þess fólks sem býr í þorpum á Indlandsskaga. Á tímum hnattvæðingar skiptir enn mestu máli fyrir efnahag flestra manna á jörðinni hvar forsjónin réði þeim fæðingarstað. Þetta er hægt að breytast og í þeim breytingum er að finna stærstu sögu okkar tíma. Heimurinn hefur ört verið að opnast og því fylgja byltingarkenndar breytingar í atvinnulífi, þjóðlífi og stjórnmálum. Bílstjórar á Vesturlöndum þurfa ekki að óttast samkeppni frá Filippseyjum en stór hluti fólks í Evrópu vinnur störf sem allt eins má vinna annars staðar á hnettinum þar sem laun eru öllu lægri. Fólk sem kunningi minn keyrir í vinnu á morgnana svarar í símann fyrir verslanir í Bandaríkjunum, aðrir skrifa sjúkraskýrslur fyrir breska spítala, enn aðrir sýsla með tjónaskýrslur fyrir evrópsk tryggingafyrirtæki eða vinna við rekstur tölvukerfa sem eru einhvers staðar hinum megin á hnettinum. Það er ekki aðeins að stór hluti af iðnaði heimsins sé kominn til Kína eða á leiðinni þangað, þjónustustarfsemi og vöruþróun streymir til Asíu. Margt það mikilvægasta í samtímanum er hluti af þessari sögu. Eins og til dæmis ört vaxandi ójöfnuður innan samfélaga á Vesturlöndum. Ástæðu fyrir stórauknum launamun er að finna í tveimur hliðum þessa sama máls. Annars vegar í því að stór hluti íbúa Vesturlanda er kominn í samkeppni við vinnuafl í löndum þar sem laun eru lág vegna pólitískra og tæknilegra breytinga sem hafa breytt rökum um staðsetningu á atvinnustarfsemi. Þetta þrýstir niður launum þess vaxandi fjölda fólks sem er í störfum sem unnt er að vinna annars staðar. Hins vegar hafa ný og áður óþekkt tækifæri opnast fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem geta litið á heiminn í heild sem sitt athafnasvæði. Þetta hækkar tekjur þeirra sem kunna sæmilega vel að nýta sér nýjar aðstæður í atvinnulífi heimsins. Þeir eru miklu færri en hinir sem eru lentir í samkeppni við fólk í Asíu. Aukin og bætt menntun getur hins vegar breytt því. Á Íslandi hafa menn lítið fundið fyrir áhrifum samkeppni við vinnuafl í Asíu. Við höfum hins vegar notið mikils ábata vegna lækkunar á framleiðslukostnaði varnings sem við flytjum inn í miklum mæli. Nú finnum við fyrir þeirri alþjóðlegu þróun að laun stjórnenda fyrirtækja hækka miklu mun hraðar en laun annarra manna í samfélaginu. Í sumum tilvikum eru þessar hækkanir beinlínis vegna árangurs fyrirtækjanna á alþjóðlegum markaði. Umbun stjórnenda KB banka fyrir að margfalda hagnað bankans þætti til dæmis ekki umtalsverð vestan hafs eða austan enda greinilega um að ræða eftirtektarverða snilld við að nýta nýjar aðstæður í alþjóðlegum viðskiptum. Annað sem athygli hefur vakið á Íslandi að undanförnu virðist hins vegar frekar eiga rætur í ábyrgðarleysi en lögmálum markaðarins. Umræða um ört vaxandi launamun á sér nú stað um öll Vesturlönd. Best væri ef hún vekti athygli á lykilhlutverki menntunar í að búa til ný tækifæri í hnattvæddum heimi. Umræðan hefur hins vegar orðið til þess að draga úr áhuga manna á auknu frjálsræði í alþjóðlegum viðskiptum. Það gæti haft mjög alvarlegar afleiðingar á næstu árum. Ekki síst fyrir menn eins og kunningja minn á Filippseyjum.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun