Bragarbót um Snorra Egill Helgason skrifar 3. nóvember 2005 00:01 Enginn veit hvernig Snorri leit út en svona er hann á styttu eftir Norðmanninn Gustav Vigeland í Reykholti Þórarinn Eldjárn orti fyrir nokkrum árum kvæði sem varð töluvert frægt, það mun hafa birst í Morgunblaðinu 1995. Í kvæðinu var höfundur staddur fyrir utan bókasafn St. Geneviève í París og virti fyrir sér nöfn andans jöfra sem þar eru letruð, þar á meðal nafn Snorro Sturleson. Á sama tíma héngu uppi myndir af Björk Guðmundsdóttur á öðru hverju strætóskýli í borginni. Þórarinn orti:Og þeirra Snorra viðureign hún vann. Hún vegur þyngra til að "kynna Ísland". Við skildum þá að hún er meiri en hann, á heimsins torgum, litla birkihríslan. (Rímið vann/hann/birkihríslan og Ísland með frönskum hreim er þórarinsk snilld!) --- --- --- Í nýrri kvæðabók Þórarins, sem nefnist Hættir og mörk, er birtur eftirmáli við þetta kvæði – sem mun áður hafa komið í Alþýðublaðinu. Nokkrum árum síðar var Þórarinn nefnilega staddur í London og lenti í því að keyra með leigubílsstjóra sem hafði norrænar fornbókmenntir og nafn Snorra á hraðbergi. Þá orti Þórarinn þessa bragarbót: Leigubílstjóri gerður út af örk okkur tjáði: "Kæru vinir, sorrí, ég veit ekki neitt um neina Björk nafnið sem ég kann og skil er SNORRI." --- --- --- Annars er bókin hans Þórarins sérlega fín. Þarna eru bæði rímuð kvæði og órímuð, alvörugefin, glettin, smáskrítin og djúpvitur – vald Þórarins á málinu er einstakt. Eftir fyrsta lestur bókarinnar þykir mér mest varið í kvæðið Heimaspeki sem er aftast í bókinni. Ég ætla hins vegar að stelast til að birta litla hugleiðingu sem á ágætlega heima á vef sem fjallar svo mikið um pólitík. Kvæðið nefnist Umburðarlyndi:Að una því sem ekki er hægt að þola er orðinn mikill siður. Í stað þess að taka beint í horn á bola og byrja að snúa hann niður. --- --- --- DV sló met í slepju um daginn þegar blaðið skrifaði um barn Lindu Pétursdóttur. "Stórt skref fyrir Lindu sem með þessu gleður íslensku þjóðina sem lengi hefur beðið eftir að fá að sjá barnið hennar sem án efa verður um leið eftirlæti almennings." Einnig er sagt frá því að Linda verði gestur í þætti Jóns Ársæls Þórðarsonar: "Nú bæta þeir Lindu og Ísabellu í margrómað safn sitt og gæti þátturinn, ef vel tekst til, orðið útflutningsvara og glatt alla heimsbyggðina líkt og Linda hefur gert svo lengi hér heima – og nú litla Ísabella." Fer ekki að verða komið nóg af þessu heilalausa smjaðri fyrir frægðarfólki? Eða er kannski verið að gera grín? Líklega – því þetta fer auðvitað alveg yfir strikið. Að því sögðu óskar maður þess að Linda eigi friðsæla daga með barni sínu. --- --- --- Ég var spurður af því um daginn hvort ég vildi fara á þing? Ég hugsaði mig aðeins um og sagði svo – sennilega ekki. Ekki aðeins leiðist mér óskaplega á fundum sem næstum alltaf hafa tilhneigingu til að vera að minnsta kosti helmingi of langir. Samkvæmt reynslu minni eru á hverjum fundi einn eða tveir vitleysingar sem taka samkomuna í gíslingu með þrasi og málalengingum. Af hverju ætti það að vera öðruvísi í þinginu – eða þá í þingnefndum? Ég mundi ekki óttast andstæðingana neitt sérstaklega; sennilega er alltaf hægt að lynda við þá. Verra er með vitleysingana í manns eigin flokki sem maður þarf að umgangast eins og samherja. Af þeirri litlu innsýn sem ég hef í þingstörf held ég að sé miklu erfiðara að umbera þá. --- --- --- Stundum er gaman hvernig hlutir sem maður hefur sagt börnunum koma út úr þeim aftur. Kári er í baði að þykjast vera að sigla á milli eyja:Mamma hans: Er einhver næturklúbbur á þessari eyju?Kári: Já, þarna hjá sápunni.Mamma hans: Hvað er að gerast þar?Kári: Allt fólkið er að dansa við fagrar meyjar.Mamma hans: Fær það eitthvað að borða.Kári: Já, hnetur. Það eru bara hnetur í næturklúbbi. Brotasilfur Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Þórarinn Eldjárn orti fyrir nokkrum árum kvæði sem varð töluvert frægt, það mun hafa birst í Morgunblaðinu 1995. Í kvæðinu var höfundur staddur fyrir utan bókasafn St. Geneviève í París og virti fyrir sér nöfn andans jöfra sem þar eru letruð, þar á meðal nafn Snorro Sturleson. Á sama tíma héngu uppi myndir af Björk Guðmundsdóttur á öðru hverju strætóskýli í borginni. Þórarinn orti:Og þeirra Snorra viðureign hún vann. Hún vegur þyngra til að "kynna Ísland". Við skildum þá að hún er meiri en hann, á heimsins torgum, litla birkihríslan. (Rímið vann/hann/birkihríslan og Ísland með frönskum hreim er þórarinsk snilld!) --- --- --- Í nýrri kvæðabók Þórarins, sem nefnist Hættir og mörk, er birtur eftirmáli við þetta kvæði – sem mun áður hafa komið í Alþýðublaðinu. Nokkrum árum síðar var Þórarinn nefnilega staddur í London og lenti í því að keyra með leigubílsstjóra sem hafði norrænar fornbókmenntir og nafn Snorra á hraðbergi. Þá orti Þórarinn þessa bragarbót: Leigubílstjóri gerður út af örk okkur tjáði: "Kæru vinir, sorrí, ég veit ekki neitt um neina Björk nafnið sem ég kann og skil er SNORRI." --- --- --- Annars er bókin hans Þórarins sérlega fín. Þarna eru bæði rímuð kvæði og órímuð, alvörugefin, glettin, smáskrítin og djúpvitur – vald Þórarins á málinu er einstakt. Eftir fyrsta lestur bókarinnar þykir mér mest varið í kvæðið Heimaspeki sem er aftast í bókinni. Ég ætla hins vegar að stelast til að birta litla hugleiðingu sem á ágætlega heima á vef sem fjallar svo mikið um pólitík. Kvæðið nefnist Umburðarlyndi:Að una því sem ekki er hægt að þola er orðinn mikill siður. Í stað þess að taka beint í horn á bola og byrja að snúa hann niður. --- --- --- DV sló met í slepju um daginn þegar blaðið skrifaði um barn Lindu Pétursdóttur. "Stórt skref fyrir Lindu sem með þessu gleður íslensku þjóðina sem lengi hefur beðið eftir að fá að sjá barnið hennar sem án efa verður um leið eftirlæti almennings." Einnig er sagt frá því að Linda verði gestur í þætti Jóns Ársæls Þórðarsonar: "Nú bæta þeir Lindu og Ísabellu í margrómað safn sitt og gæti þátturinn, ef vel tekst til, orðið útflutningsvara og glatt alla heimsbyggðina líkt og Linda hefur gert svo lengi hér heima – og nú litla Ísabella." Fer ekki að verða komið nóg af þessu heilalausa smjaðri fyrir frægðarfólki? Eða er kannski verið að gera grín? Líklega – því þetta fer auðvitað alveg yfir strikið. Að því sögðu óskar maður þess að Linda eigi friðsæla daga með barni sínu. --- --- --- Ég var spurður af því um daginn hvort ég vildi fara á þing? Ég hugsaði mig aðeins um og sagði svo – sennilega ekki. Ekki aðeins leiðist mér óskaplega á fundum sem næstum alltaf hafa tilhneigingu til að vera að minnsta kosti helmingi of langir. Samkvæmt reynslu minni eru á hverjum fundi einn eða tveir vitleysingar sem taka samkomuna í gíslingu með þrasi og málalengingum. Af hverju ætti það að vera öðruvísi í þinginu – eða þá í þingnefndum? Ég mundi ekki óttast andstæðingana neitt sérstaklega; sennilega er alltaf hægt að lynda við þá. Verra er með vitleysingana í manns eigin flokki sem maður þarf að umgangast eins og samherja. Af þeirri litlu innsýn sem ég hef í þingstörf held ég að sé miklu erfiðara að umbera þá. --- --- --- Stundum er gaman hvernig hlutir sem maður hefur sagt börnunum koma út úr þeim aftur. Kári er í baði að þykjast vera að sigla á milli eyja:Mamma hans: Er einhver næturklúbbur á þessari eyju?Kári: Já, þarna hjá sápunni.Mamma hans: Hvað er að gerast þar?Kári: Allt fólkið er að dansa við fagrar meyjar.Mamma hans: Fær það eitthvað að borða.Kári: Já, hnetur. Það eru bara hnetur í næturklúbbi.
Brotasilfur Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira