Erlent

Flaga til að fylgjast með hjartanu

Vísindamenn í Finnlandi vinna nú að því að þróa örflögu sem hugmyndin er að koma undir húð hjartasjúklinga þannig að hægt verði að fylgjast með hjartslætti þeirra og gera læknum viðvart ef eitthvað er að. Hópur manna við Tækniháskólann í Tampere hefur unnið að þróun flögunnar í nokkur ár og hyggst prófa frumgerð hennar á kúm síðar á þessu ári . Óljóst er hvenær tæknin verðu reynd á mönnum og jafnframt hvenær farið verður að nota hana.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×