Leikjum lokið í Meistaradeildinni 27. september 2005 00:01 NordicPhotos/GettyImages Manchester United tryggði sér nauman sigur á Benfica á elleftu stundu í Meistaradeildinni nú áðan. Það var Ryan Giggs sem kom heimamönnum yfir rétt fyrir lok fyrri hálfleiks, en gestirnir jöfnuðu metin á 59. mínútu. Það var svo markahrókurinn Ruud van Nistelrooy sem tryggði liði United sigurinn fimm mínútum fyrir leikslok, en sigur enska liðsins var ekki mjög sannfærandi. Pananthinaikos frá Grikklandi sigraði Werder Bremen 2-1 á heimavelli. Gonzales skoraði fyrsta mark heimamanna úr vítaspyrnu á fimmtu mínútu og aðeins þremur mínútum síðar kom Mantzios þeim í 2-0. Miroslav Klose minnkaði muninn fyrir þýska liðið á 41. mínútu, en lengra komust þeir ekki. Barcelona vann auðveldan sigur á Udinese frá Ítalíu 4-1, en Udinese voru einum manni færri frá 49. mínútu eftir að Vidigal var vikið af velli. Það kom þó ekki mikið að sök fyrir þróun leiksins, því þegar þetta gerðist var Barcelona með 3-1 forystu. Ronaldinho skoraði þrennu í leiknum, þar af mark úr vítaspyrnu á lokasekúndunum og Deco skoraði eitt mark. Juventus vann sannfærandi sigur á Rapid Vín 3-0, þar sem framherjarnir Mutu, Trezeguet og Ibrahimovic skoruðu eitt mark hver. Bayern Munchen lagði Club Brugge 1-0 með marki frá varnarmanninum Demichelis á 33. mínútu og Thun vann góðan sigur á Spörtu frá Prag, þar sem Hodzic skoraði sigurmark heimamanna einni mínútu fyrir leikslok. Arsenal vann gríðarlega mikilvægan sigur á Ajax í Amsterdam, 2-1. Ljungberg kom Arsenal yfir strax í byrjun og Pires bætti við öðru marki úr vítaspyrnu á 69. mínútu. Heimamenn minnkuðu muninn aðeins tveimur mínútum síðar með marki frá sænska leikmanninum Rosenberg, en lengra komst Ajax ekki og niðurstaðan sigur Arsenal, sem byrjar vel í keppninni í ár. Að lokum gerðu Lille og Villareal markalaust jafntefli í Frakklandi. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
Manchester United tryggði sér nauman sigur á Benfica á elleftu stundu í Meistaradeildinni nú áðan. Það var Ryan Giggs sem kom heimamönnum yfir rétt fyrir lok fyrri hálfleiks, en gestirnir jöfnuðu metin á 59. mínútu. Það var svo markahrókurinn Ruud van Nistelrooy sem tryggði liði United sigurinn fimm mínútum fyrir leikslok, en sigur enska liðsins var ekki mjög sannfærandi. Pananthinaikos frá Grikklandi sigraði Werder Bremen 2-1 á heimavelli. Gonzales skoraði fyrsta mark heimamanna úr vítaspyrnu á fimmtu mínútu og aðeins þremur mínútum síðar kom Mantzios þeim í 2-0. Miroslav Klose minnkaði muninn fyrir þýska liðið á 41. mínútu, en lengra komust þeir ekki. Barcelona vann auðveldan sigur á Udinese frá Ítalíu 4-1, en Udinese voru einum manni færri frá 49. mínútu eftir að Vidigal var vikið af velli. Það kom þó ekki mikið að sök fyrir þróun leiksins, því þegar þetta gerðist var Barcelona með 3-1 forystu. Ronaldinho skoraði þrennu í leiknum, þar af mark úr vítaspyrnu á lokasekúndunum og Deco skoraði eitt mark. Juventus vann sannfærandi sigur á Rapid Vín 3-0, þar sem framherjarnir Mutu, Trezeguet og Ibrahimovic skoruðu eitt mark hver. Bayern Munchen lagði Club Brugge 1-0 með marki frá varnarmanninum Demichelis á 33. mínútu og Thun vann góðan sigur á Spörtu frá Prag, þar sem Hodzic skoraði sigurmark heimamanna einni mínútu fyrir leikslok. Arsenal vann gríðarlega mikilvægan sigur á Ajax í Amsterdam, 2-1. Ljungberg kom Arsenal yfir strax í byrjun og Pires bætti við öðru marki úr vítaspyrnu á 69. mínútu. Heimamenn minnkuðu muninn aðeins tveimur mínútum síðar með marki frá sænska leikmanninum Rosenberg, en lengra komst Ajax ekki og niðurstaðan sigur Arsenal, sem byrjar vel í keppninni í ár. Að lokum gerðu Lille og Villareal markalaust jafntefli í Frakklandi.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira