Að leika sér í umferðinni 22. september 2005 00:01 Umferðin - Einar Magnús Magnússon upplýsingafulltrúi Umferðarstofu Eftirfarandi er saga sem hefur ítrekað átt sér stað. Það er undir lesandanum komið hvort þessi saga endurtekur sig. Sögupersónur geta verið á öllum aldri og sögulok eru ófyrirsjáanleg og háð tilviljunum: Nú fyrir nokkrum dögum síðan fór rúmlega tvítugur maður út að leika sér. Hann var með nýja dýra leikfangið sem hann hafði dreymt lengi um. Kraftmikinn, sportlegan, gljáfægðan og glansandi nýjan bíl. Leið hans lá um þröngar og misgreiðar götur þar sem 30 km hámarkshraði gildir. Hann lét bílinn fara upp í 60 km/klukkustund enda engin umferð í götunni. Honum fannst þetta reyndar mjög lítill hraði og beið þess spenntur að geta þeyst enn hraðar. Hann "fræsti" hraðahindranirnar eins og félagar hans kölluðu það þegar þeir óku yfir þær án þess að slá af. Hann var gagntekinn frelsistilfinningu. Fannst hann ekki þurfa að hafa áhyggjur af neinu nema sjálfum sér, enda engan bíl að sjá. Hann gæti leyft sér nánast allt. Hann var líka ótrúlega góður ökumaður og taldi hann sig hafa mikla reynslu. Var búinn að keyra í rétt rúm þrjú ár. "Úps!" Hann snarhemlaði. Þarna munaði litlu. Það hljóp köttur fyrir bílinn en hann slapp - sem betur fer. Unga manninum var brugðið enda var hann mikill katta- og dýravinur. Mátti ekkert aumt sjá. Nú var hann kominn inn á götu þar sem honum fannst hann mega fara miklu hraðar. Þar var 50 km hámarkshraði og honum fannst sem honum væri alveg óhætt að fara miklu hraðar en það. Kötturinn hafði sloppið þannig að nú var allt í góðu lagi. Bíllinn var kominn upp í 115 km hraða og allt var bara "cool". Aðeins neðar í götunni stóð lítið sex ára gamalt barn við gangstéttabrún. Það var á bakvið kyrrstæðan bíl. Barnið gerði nákvæmlega eins og það hafði lært í Umferðarskólanum og hjá foreldrum sínum. Það gáði til beggja hliða. Horfði í dágóða stund. Sá bílinn sem virtist langt í burtu. Það skynjaði ekki almennilega hraðann á bílnum vegna fjarlægðar hans en hann virtist langt í burtu. Öllu virtist óhætt og því steig barnið skrefið út á gangbrautina. Skyndilega heyrðist stutt, skerandi og hvellt hljóð. Barnið stöðvaði og sá hvar inn á götuna kom lögreglubíll með blá blikkandi ljós. Um leið sá það hvar bíll unga mannsins snarhemlaði og það skrýtna var að nú var hann aðeins örfáa metra frá barninu og kom æðandi að því. Skelfingu lostið stökk það aftur upp á gangstéttina. Það fann þytinn og heyrði ærandi hemlahljóðin rétt fyrir aftan sig þegar bíllinn þaut hjá. Lögreglan vissi ekki að hún hafði bjargað lífi barnsins. Ungi maðurinn sem í huga sér blótaði lögreglunni vissi ekki að honum hafði verið forðað frá því að verða banamaður barnsins. Barnið vissi ekki að bíllinn fór svona hratt. Við vitum oft ekki hvað er framundan á vegi okkar. Gerðu ráð fyrir því óvænta og búðu þannig í haginn að þú getir brugðist við því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Umferðin - Einar Magnús Magnússon upplýsingafulltrúi Umferðarstofu Eftirfarandi er saga sem hefur ítrekað átt sér stað. Það er undir lesandanum komið hvort þessi saga endurtekur sig. Sögupersónur geta verið á öllum aldri og sögulok eru ófyrirsjáanleg og háð tilviljunum: Nú fyrir nokkrum dögum síðan fór rúmlega tvítugur maður út að leika sér. Hann var með nýja dýra leikfangið sem hann hafði dreymt lengi um. Kraftmikinn, sportlegan, gljáfægðan og glansandi nýjan bíl. Leið hans lá um þröngar og misgreiðar götur þar sem 30 km hámarkshraði gildir. Hann lét bílinn fara upp í 60 km/klukkustund enda engin umferð í götunni. Honum fannst þetta reyndar mjög lítill hraði og beið þess spenntur að geta þeyst enn hraðar. Hann "fræsti" hraðahindranirnar eins og félagar hans kölluðu það þegar þeir óku yfir þær án þess að slá af. Hann var gagntekinn frelsistilfinningu. Fannst hann ekki þurfa að hafa áhyggjur af neinu nema sjálfum sér, enda engan bíl að sjá. Hann gæti leyft sér nánast allt. Hann var líka ótrúlega góður ökumaður og taldi hann sig hafa mikla reynslu. Var búinn að keyra í rétt rúm þrjú ár. "Úps!" Hann snarhemlaði. Þarna munaði litlu. Það hljóp köttur fyrir bílinn en hann slapp - sem betur fer. Unga manninum var brugðið enda var hann mikill katta- og dýravinur. Mátti ekkert aumt sjá. Nú var hann kominn inn á götu þar sem honum fannst hann mega fara miklu hraðar. Þar var 50 km hámarkshraði og honum fannst sem honum væri alveg óhætt að fara miklu hraðar en það. Kötturinn hafði sloppið þannig að nú var allt í góðu lagi. Bíllinn var kominn upp í 115 km hraða og allt var bara "cool". Aðeins neðar í götunni stóð lítið sex ára gamalt barn við gangstéttabrún. Það var á bakvið kyrrstæðan bíl. Barnið gerði nákvæmlega eins og það hafði lært í Umferðarskólanum og hjá foreldrum sínum. Það gáði til beggja hliða. Horfði í dágóða stund. Sá bílinn sem virtist langt í burtu. Það skynjaði ekki almennilega hraðann á bílnum vegna fjarlægðar hans en hann virtist langt í burtu. Öllu virtist óhætt og því steig barnið skrefið út á gangbrautina. Skyndilega heyrðist stutt, skerandi og hvellt hljóð. Barnið stöðvaði og sá hvar inn á götuna kom lögreglubíll með blá blikkandi ljós. Um leið sá það hvar bíll unga mannsins snarhemlaði og það skrýtna var að nú var hann aðeins örfáa metra frá barninu og kom æðandi að því. Skelfingu lostið stökk það aftur upp á gangstéttina. Það fann þytinn og heyrði ærandi hemlahljóðin rétt fyrir aftan sig þegar bíllinn þaut hjá. Lögreglan vissi ekki að hún hafði bjargað lífi barnsins. Ungi maðurinn sem í huga sér blótaði lögreglunni vissi ekki að honum hafði verið forðað frá því að verða banamaður barnsins. Barnið vissi ekki að bíllinn fór svona hratt. Við vitum oft ekki hvað er framundan á vegi okkar. Gerðu ráð fyrir því óvænta og búðu þannig í haginn að þú getir brugðist við því.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun