Skattalækkun tímabær! 2. september 2005 00:01 Upp eru risnir ýmsir spekingar, sem dustað hafa rykið af kennslubókum sínum frá sjötta áratug síðustu aldar, og halda því nú fram, að skattalækkanir ríkisstjórnarinnar séu ekki tímabærar vegna þenslunnar, því að þær muni auka á hana. Ríkið eigi eins og Keynes lávarður hafi kennt okkur að reyna að jafna sveiflurnar í atvinnulífinu með því að lækka skatta í kreppu og hækka þá í þenslu, auka framkvæmdir í kreppu og minnka þær í þenslu. Þessi speki Keyness lítur betur út við fyrstu sýn en þegar nánar er að gáð. Í fyrsta lagi er hætt við, að spekingarnir, sem leggja vilja á ráðin um slíkar aðgerðir í því skyni að jafna sveiflur, hitti ekki alltaf á rétta tímann vegna óhjákvæmilegs upplýsingaskorts og óvissu um framtíðina. Í öðru lagi er ríkið ekki skepna, sem treysta má til að bregðast skynsamlega við sveiflum í atvinnulífinu, heldur alræmd og ólæknandi eyðslukló. Hvers vegna ætti féð, sem tekið hefur verið af almenningi í sköttum, að vera betur geymt í sjóði þess? Margar aðrar fræðilegar og hagnýtar ástæður eru til þess, að raunsæir fræðimenn telja nú á dögum, að ríkið geti lítt sinnt virkri sveiflujöfnun, heldur skuli það einbeita sér að góðum eigin rekstri og framboði traustra peninga. Það er síðan spurning, hvort góðærið síðustu ár sé ekki fremur hraður vöxtur atvinnulífsins en þensluskeið, sem hljóta að ljúka með kreppu. Er ekki æskilegt, að fólk hafi meira handa í milli? Á góðæri að vera sérstakt áhyggjuefni? Ríkið hefur vissulega einbeitt sér að góðum eigin rekstri frá 1991. Á nokkrum árum var hinum mikla halla á ríkissjóði, sem vinstri stjórn hafði skilið eftir sig, breytt í afgang, sem notaður var til að grynnka á skuldum ríkisins. Þær hafa lækkað úr um 50% landsframleiðslu í um 15%. Ríkið er því prýðilega aflögufært. Og þá er tímabært að lækka skatta. Önnur ástæða er til þess, að tímabært er að lækka skatta. Þótt ríkisstjórnin, sem hér hefur setið óslitið frá 1991, hafi vissulega fellt niður aðstöðugjald og lækkað tekjuskatta fyrirtækja úr 50% í 18% og sé nú í óða önn að lækka tekjuskatt einstaklinga, hátekjuskatt og erfðafjárskatt og fella niður eignaskatt, hefur skattbyrði Íslendinga heldur þyngst en hitt. Mér sýnast einkum þrjár ástæður til þess. Í fyrsta lagi hefur skattafsláttur ekki hækkað til jafns við tekjur, svo að fjöldi fólks greiðir nú tekjuskatt, sem áður gerði það ekki. Þetta er auðvitað frá almennu sjónarmiði séð æskileg þróun. Fólk er hætt að vera lágtekjufólk. Í öðru lagi og af sömu ástæðu greiðir fjöldi fólks hátekjuskattinn svonefnda, en gerði það ekki áður. Það er vissulega æskilegt, að afkoma þessa fólks hefur batnað, en óæskilegt, að skattþrepin séu í raun tvö. Þriðja ástæðan er alkunn. Reykjavíkurborg, sem hefur verið undir óstjórn vinstri manna, hefur ásamt öðrum sveitarfélögum tekið aftur frá fólki með hækkun útsvars það, sem því var skilað með lækkun tekjuskatts. (Það er síðan annað mál, að jafnframt hefur Reykjavíkurborg safnað skuldum ólíkt ríkinu.) Að því er líka að gæta, þegar skattbyrði er metin, að ríkisstjórnin, sem setið hefur frá 1991, hefur lækkað ósýnilegar álögur fyrri stjórna. Verðbólga er auðvitað ekkert annað en lævíslegur skattur á notendur peninga. Og skuldasöfnun vegna hallareksturs ríkisins er skattur á komandi kynslóðir. Skattbyrði almennings hefur því ekki þyngst vegna aðgerða Davíðs Oddssonar og félaga hans í ríkisstjórn. Hún er þó enn of þung. Þar sem afkoma ríkissjóðs er bærileg, ætti því nú að ráðast í enn frekari skattalækkanir, skila fólkinu meira af því, sem það hefur aflað í sveita síns andlits og er best komið í höndum þess. Æskilegast væri, að tekjuskattur einstaklinga og fyrirtækja væri hinn sami og fjármagnstekjuskattur, 10%. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Hannes Hólmsteinn Gissurarson Mest lesið Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun Dauðsfall, fályndi og umboðsmaður sjúklinga Einar Magnús Magnússon Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun
Upp eru risnir ýmsir spekingar, sem dustað hafa rykið af kennslubókum sínum frá sjötta áratug síðustu aldar, og halda því nú fram, að skattalækkanir ríkisstjórnarinnar séu ekki tímabærar vegna þenslunnar, því að þær muni auka á hana. Ríkið eigi eins og Keynes lávarður hafi kennt okkur að reyna að jafna sveiflurnar í atvinnulífinu með því að lækka skatta í kreppu og hækka þá í þenslu, auka framkvæmdir í kreppu og minnka þær í þenslu. Þessi speki Keyness lítur betur út við fyrstu sýn en þegar nánar er að gáð. Í fyrsta lagi er hætt við, að spekingarnir, sem leggja vilja á ráðin um slíkar aðgerðir í því skyni að jafna sveiflur, hitti ekki alltaf á rétta tímann vegna óhjákvæmilegs upplýsingaskorts og óvissu um framtíðina. Í öðru lagi er ríkið ekki skepna, sem treysta má til að bregðast skynsamlega við sveiflum í atvinnulífinu, heldur alræmd og ólæknandi eyðslukló. Hvers vegna ætti féð, sem tekið hefur verið af almenningi í sköttum, að vera betur geymt í sjóði þess? Margar aðrar fræðilegar og hagnýtar ástæður eru til þess, að raunsæir fræðimenn telja nú á dögum, að ríkið geti lítt sinnt virkri sveiflujöfnun, heldur skuli það einbeita sér að góðum eigin rekstri og framboði traustra peninga. Það er síðan spurning, hvort góðærið síðustu ár sé ekki fremur hraður vöxtur atvinnulífsins en þensluskeið, sem hljóta að ljúka með kreppu. Er ekki æskilegt, að fólk hafi meira handa í milli? Á góðæri að vera sérstakt áhyggjuefni? Ríkið hefur vissulega einbeitt sér að góðum eigin rekstri frá 1991. Á nokkrum árum var hinum mikla halla á ríkissjóði, sem vinstri stjórn hafði skilið eftir sig, breytt í afgang, sem notaður var til að grynnka á skuldum ríkisins. Þær hafa lækkað úr um 50% landsframleiðslu í um 15%. Ríkið er því prýðilega aflögufært. Og þá er tímabært að lækka skatta. Önnur ástæða er til þess, að tímabært er að lækka skatta. Þótt ríkisstjórnin, sem hér hefur setið óslitið frá 1991, hafi vissulega fellt niður aðstöðugjald og lækkað tekjuskatta fyrirtækja úr 50% í 18% og sé nú í óða önn að lækka tekjuskatt einstaklinga, hátekjuskatt og erfðafjárskatt og fella niður eignaskatt, hefur skattbyrði Íslendinga heldur þyngst en hitt. Mér sýnast einkum þrjár ástæður til þess. Í fyrsta lagi hefur skattafsláttur ekki hækkað til jafns við tekjur, svo að fjöldi fólks greiðir nú tekjuskatt, sem áður gerði það ekki. Þetta er auðvitað frá almennu sjónarmiði séð æskileg þróun. Fólk er hætt að vera lágtekjufólk. Í öðru lagi og af sömu ástæðu greiðir fjöldi fólks hátekjuskattinn svonefnda, en gerði það ekki áður. Það er vissulega æskilegt, að afkoma þessa fólks hefur batnað, en óæskilegt, að skattþrepin séu í raun tvö. Þriðja ástæðan er alkunn. Reykjavíkurborg, sem hefur verið undir óstjórn vinstri manna, hefur ásamt öðrum sveitarfélögum tekið aftur frá fólki með hækkun útsvars það, sem því var skilað með lækkun tekjuskatts. (Það er síðan annað mál, að jafnframt hefur Reykjavíkurborg safnað skuldum ólíkt ríkinu.) Að því er líka að gæta, þegar skattbyrði er metin, að ríkisstjórnin, sem setið hefur frá 1991, hefur lækkað ósýnilegar álögur fyrri stjórna. Verðbólga er auðvitað ekkert annað en lævíslegur skattur á notendur peninga. Og skuldasöfnun vegna hallareksturs ríkisins er skattur á komandi kynslóðir. Skattbyrði almennings hefur því ekki þyngst vegna aðgerða Davíðs Oddssonar og félaga hans í ríkisstjórn. Hún er þó enn of þung. Þar sem afkoma ríkissjóðs er bærileg, ætti því nú að ráðast í enn frekari skattalækkanir, skila fólkinu meira af því, sem það hefur aflað í sveita síns andlits og er best komið í höndum þess. Æskilegast væri, að tekjuskattur einstaklinga og fyrirtækja væri hinn sami og fjármagnstekjuskattur, 10%.
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun