Niður með Noreg, upp með markaðinn 24. ágúst 2005 00:01 Um áramótin spáði Aurasálin því að úrvalsvísitalan myndi halda áfram að falla og fara niður fyrir þrjú þúsund stig fyrir haustið. Aurasálin losaði sig því við þau fáu hlutabréf sem hún átti, sérstaklega í Landsbankanum, Bakkavör og FL Group, og setti allt sitt beint inn á bankabók. Þessi þrjú félög höfðu hækkað svo mikið í fyrra að það gat ekki verið annað en þessu linnti. Aurasálin ákvað að geyma peningana á tékkareikningi til þess að hægt yrði að losa þá út með skömmum fyrirvara ef ómótstæðileg tækifæri sköpuðust á markaðinum. Nú hefur komið í ljós að þetta var ekki heppileg ráðstöfun. Landsbankinn hefur hækkað um 77 prósent, Bakkavör um 70 prósent og FL Group um 66 prósent. Ákvörðun Aurasálarinnar um áramótin var því, svona eftir á að hyggja, ekki alveg eins góð eins og Aurasálin átti von á. Til þess að bæta gráu ofan á svart fór Aurasálin með fjölskyldu sína í sumarfrí til Noregs í júní og júlí. Fríið var mjög gott og það fór vel um fjölskyldu Aurasálarinnar í hlýlegum fjallakofanum með saunaklefanum og innisundlauginni þessa tvo mánuði. Ekki skemmdi heldur fyrir að það var stutt í stórborgina þar sem hægt var að finna verulega fína og flotta veitingastaði ef vel var leitað. Aurasálin er vön því að gæta vel að því að útgjöld heimilisins séu innan skynsamlegra marka en þegar maður er í sumarfríi hættir manni til að gleyma sér. Ekki hjálpaði það til að allir sem sáu Aurasálina á leigða Hummernum héldu umsvifalaust að þar færi iðjuhöldur af voldugustu gerð. Aurasálin gat því ekki látið sjá sig og fjölskyldu sína nema á allra fínustu stöðunum og þótt Aurasálin sé langt frá því að vera nánös þá var henni farið að blöskra þegar hún áttaði sig á því að kvöldmaturinn kostaði oftast á bilinu sjötíu til áttatíu þúsund. Nú líður að mánaðamótum og enn hefur verðbréfamarkaðurinn ekki hrunið. Aurasálin er reyndar sannfærð um að það hljóti að koma að því en í stað þess að bíða í ofvæni vonar Aurasálin að hrunið láti aðeins standa á sér. Þetta var nefnilega dýrt sumar fyrir Aurasálina og fríið í Noregi mun gera henni erfiðara en ella fyrir með að stökkva inn á hlutabréfamarkaðinn í nánustu framtíð. VISA-reikningarnir munu éta upp tékkareikninginn og gott betur en það! Aurasálin vill því koma því áleiðis til forstjóra Kauphallarinnar að hann haldi verðinu á íslenska markaðinum háu næstu átta til tíu mánuðina á meðan Aurasálin vinnur af sér yfidráttinn. Eftir það væri gott ef verð á bréfum færi lækkandi. Þá ætlar Aurasálin svo sannarlega að vera tilbúin og græða á tá og fingri! Aurasálin Á gráa svæðinu Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Sjá meira
Um áramótin spáði Aurasálin því að úrvalsvísitalan myndi halda áfram að falla og fara niður fyrir þrjú þúsund stig fyrir haustið. Aurasálin losaði sig því við þau fáu hlutabréf sem hún átti, sérstaklega í Landsbankanum, Bakkavör og FL Group, og setti allt sitt beint inn á bankabók. Þessi þrjú félög höfðu hækkað svo mikið í fyrra að það gat ekki verið annað en þessu linnti. Aurasálin ákvað að geyma peningana á tékkareikningi til þess að hægt yrði að losa þá út með skömmum fyrirvara ef ómótstæðileg tækifæri sköpuðust á markaðinum. Nú hefur komið í ljós að þetta var ekki heppileg ráðstöfun. Landsbankinn hefur hækkað um 77 prósent, Bakkavör um 70 prósent og FL Group um 66 prósent. Ákvörðun Aurasálarinnar um áramótin var því, svona eftir á að hyggja, ekki alveg eins góð eins og Aurasálin átti von á. Til þess að bæta gráu ofan á svart fór Aurasálin með fjölskyldu sína í sumarfrí til Noregs í júní og júlí. Fríið var mjög gott og það fór vel um fjölskyldu Aurasálarinnar í hlýlegum fjallakofanum með saunaklefanum og innisundlauginni þessa tvo mánuði. Ekki skemmdi heldur fyrir að það var stutt í stórborgina þar sem hægt var að finna verulega fína og flotta veitingastaði ef vel var leitað. Aurasálin er vön því að gæta vel að því að útgjöld heimilisins séu innan skynsamlegra marka en þegar maður er í sumarfríi hættir manni til að gleyma sér. Ekki hjálpaði það til að allir sem sáu Aurasálina á leigða Hummernum héldu umsvifalaust að þar færi iðjuhöldur af voldugustu gerð. Aurasálin gat því ekki látið sjá sig og fjölskyldu sína nema á allra fínustu stöðunum og þótt Aurasálin sé langt frá því að vera nánös þá var henni farið að blöskra þegar hún áttaði sig á því að kvöldmaturinn kostaði oftast á bilinu sjötíu til áttatíu þúsund. Nú líður að mánaðamótum og enn hefur verðbréfamarkaðurinn ekki hrunið. Aurasálin er reyndar sannfærð um að það hljóti að koma að því en í stað þess að bíða í ofvæni vonar Aurasálin að hrunið láti aðeins standa á sér. Þetta var nefnilega dýrt sumar fyrir Aurasálina og fríið í Noregi mun gera henni erfiðara en ella fyrir með að stökkva inn á hlutabréfamarkaðinn í nánustu framtíð. VISA-reikningarnir munu éta upp tékkareikninginn og gott betur en það! Aurasálin vill því koma því áleiðis til forstjóra Kauphallarinnar að hann haldi verðinu á íslenska markaðinum háu næstu átta til tíu mánuðina á meðan Aurasálin vinnur af sér yfidráttinn. Eftir það væri gott ef verð á bréfum færi lækkandi. Þá ætlar Aurasálin svo sannarlega að vera tilbúin og græða á tá og fingri!
Aurasálin Á gráa svæðinu Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Sjá meira