Danir flengdu Englendinga 17. ágúst 2005 00:01 Danir tóku Englendinga í kennslustund í vináttuleik á Parken í Kaupmannahöfn í gærkvöld en þetta var stærsta tap enska landsliðsins í 25 ár. „Ég er reiður og vonsvikinn yfir þessu tapi og ég sagði við strákana að ef þeir ætluðu sér að spila svona í framtíðinni, gætu þeir gleymt því að fara á heimsmeistaramótið," sagði Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englands í gær, eftir að liðið tapaði 4-1 fyrir Dönum í æfingaleik. Englendingar binda miklar vonir við landslið sitt á HM í Þýskalandi næsta sumar, en ef marka má frammistöðu liðsins í gærkvöld þarf Sven-Göran Eriksson að lesa hressilega yfir hausamótunum á sínum mönnum, sem voru teknir í bakaríið af Dönum á Parken í gærkvöld. Fyrri hálfleikurinn var frekar tíðindalítill, en í þeim síðari gerði Eriksson nokkrar breytingar á liði sínu og setti m.a. David James í markið, sem gerði lítið annað en að sækja knöttinn í netið í hálfleiknum. Þeir Glenn Johnson og Jamie Carragher komu inn í stað Gary Neville og John Terry og það átti eftir að hafa skelfilegar afleiðingar í för með sér, þar sem ekki stóð steinn yfir steini í vörn Englendinganna. Fyrsta mark leiksins kom á 62. mínútu og um sex mínútum síðar var staðan orðin 3-0 fyrir Dani sem léku á als oddi, meðan vörn Englendinganna var eins og gatasigti. Þeir Dennis Rommendahl, Jon Dahl Tomasson og Michael Gravgaard skoruðu mörk danska liðsins og gerðu út um leikinn, áður en Wayne Rooney minnkaði muninn eftir frábæra sendingu frá David Beckham skömmu fyrir leikslok, en þeir voru yfirburðamenn í liði Englands. Niðurlægingu gestanna var þó ekki lokið, því Sören Larsen bætti við fjórða marki Dana eftir varnarmistök í uppbótartímanum. „Mér þótti fyrri hálfleikurinn þokkalega góður, en sá síðari var vægast sagt skelfilegur," sagði Eriksson, sem ekki er vanur að viðra skoðanir sínar í viðtölum. „Það er eins og menn hafi haldið að þeir væru bara í fríi. Þeir gerðu ekkert rétt allan seinni hálfleikinn og ég er gríðarlega vonsvikinn," sagði Eriksson. „Það er alltaf hræðilegt að tapa leikjum á þennan hátt, en við megum samt ekki hengja haus yfir þessu, þetta var bara æfingaleikur eftir allt saman," sagði David Beckham, fyrirliði enska liðsins. Zinedine Zidane fagnaði endurkomu sinni í franska landsliðið með því að skora eitt mark í 3-0 sigri á Fílabeinsströndinni en afmælisbörnin, William Gallas og Thierry Henry, sem báðir urðu 28 ára í gær, skoruðu hin mörkin. Henrik Larsson átti einnig farsæla endurkomu inn í lið Svía sem unnu 2-1 sigur á Tékkum. Larsson kom Svíum yfir strax á 20. mínútu. Búlgarar sem eru með okkur í riðli eins og Svíar unnu 3-1 sigur á Tyrkjum þar sem góðkunningi íslenska liðsins, Dimitar Berbatov, skoraði tvö markanna. Möltubúar gerðu 1-1 jafntefli við Norður-Íra, Ungverjar töpuðu 1-2 fyrir Argentínu og þá gerðu næstu mótherjar okkar Íslendinga, Króatar, 1-1 jafntefli gegn heimsmeisturunum Brasilíumanna. Króatar komust yfir eftir hálftíma leik en Brassarnir jöfnuðu rétt fyrir hálfleik Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Egill og Garima tennisfólk ársins FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Dagskráin í dag: Sportsíldin og Lokasóknin í beinni Littler létt eftir mikla pressu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Tveir Grindvíkingar og Valskona tilnefnd sem Íþróttaeldhugi ársins Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Rashford laus úr útlegð Vann nauman sigur með geitung í hárinu De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Júdó og karate ekki lengur með afrekssérsambönd að mati ÍSÍ Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Sjá meira
Danir tóku Englendinga í kennslustund í vináttuleik á Parken í Kaupmannahöfn í gærkvöld en þetta var stærsta tap enska landsliðsins í 25 ár. „Ég er reiður og vonsvikinn yfir þessu tapi og ég sagði við strákana að ef þeir ætluðu sér að spila svona í framtíðinni, gætu þeir gleymt því að fara á heimsmeistaramótið," sagði Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englands í gær, eftir að liðið tapaði 4-1 fyrir Dönum í æfingaleik. Englendingar binda miklar vonir við landslið sitt á HM í Þýskalandi næsta sumar, en ef marka má frammistöðu liðsins í gærkvöld þarf Sven-Göran Eriksson að lesa hressilega yfir hausamótunum á sínum mönnum, sem voru teknir í bakaríið af Dönum á Parken í gærkvöld. Fyrri hálfleikurinn var frekar tíðindalítill, en í þeim síðari gerði Eriksson nokkrar breytingar á liði sínu og setti m.a. David James í markið, sem gerði lítið annað en að sækja knöttinn í netið í hálfleiknum. Þeir Glenn Johnson og Jamie Carragher komu inn í stað Gary Neville og John Terry og það átti eftir að hafa skelfilegar afleiðingar í för með sér, þar sem ekki stóð steinn yfir steini í vörn Englendinganna. Fyrsta mark leiksins kom á 62. mínútu og um sex mínútum síðar var staðan orðin 3-0 fyrir Dani sem léku á als oddi, meðan vörn Englendinganna var eins og gatasigti. Þeir Dennis Rommendahl, Jon Dahl Tomasson og Michael Gravgaard skoruðu mörk danska liðsins og gerðu út um leikinn, áður en Wayne Rooney minnkaði muninn eftir frábæra sendingu frá David Beckham skömmu fyrir leikslok, en þeir voru yfirburðamenn í liði Englands. Niðurlægingu gestanna var þó ekki lokið, því Sören Larsen bætti við fjórða marki Dana eftir varnarmistök í uppbótartímanum. „Mér þótti fyrri hálfleikurinn þokkalega góður, en sá síðari var vægast sagt skelfilegur," sagði Eriksson, sem ekki er vanur að viðra skoðanir sínar í viðtölum. „Það er eins og menn hafi haldið að þeir væru bara í fríi. Þeir gerðu ekkert rétt allan seinni hálfleikinn og ég er gríðarlega vonsvikinn," sagði Eriksson. „Það er alltaf hræðilegt að tapa leikjum á þennan hátt, en við megum samt ekki hengja haus yfir þessu, þetta var bara æfingaleikur eftir allt saman," sagði David Beckham, fyrirliði enska liðsins. Zinedine Zidane fagnaði endurkomu sinni í franska landsliðið með því að skora eitt mark í 3-0 sigri á Fílabeinsströndinni en afmælisbörnin, William Gallas og Thierry Henry, sem báðir urðu 28 ára í gær, skoruðu hin mörkin. Henrik Larsson átti einnig farsæla endurkomu inn í lið Svía sem unnu 2-1 sigur á Tékkum. Larsson kom Svíum yfir strax á 20. mínútu. Búlgarar sem eru með okkur í riðli eins og Svíar unnu 3-1 sigur á Tyrkjum þar sem góðkunningi íslenska liðsins, Dimitar Berbatov, skoraði tvö markanna. Möltubúar gerðu 1-1 jafntefli við Norður-Íra, Ungverjar töpuðu 1-2 fyrir Argentínu og þá gerðu næstu mótherjar okkar Íslendinga, Króatar, 1-1 jafntefli gegn heimsmeisturunum Brasilíumanna. Króatar komust yfir eftir hálftíma leik en Brassarnir jöfnuðu rétt fyrir hálfleik
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Egill og Garima tennisfólk ársins FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Dagskráin í dag: Sportsíldin og Lokasóknin í beinni Littler létt eftir mikla pressu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Tveir Grindvíkingar og Valskona tilnefnd sem Íþróttaeldhugi ársins Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Rashford laus úr útlegð Vann nauman sigur með geitung í hárinu De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Júdó og karate ekki lengur með afrekssérsambönd að mati ÍSÍ Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Sjá meira