Sport

Rooney ætlar að hemja skapið

Wayne Rooney, sóknarmaður Man. Utd. og enska landsliðsins, kveðst ætla að reyna eftir fremsta megni í vetur að láta skapið ekki hlaupa með sig í gönur, eins og það hefur stundum gert í gegnum tíðina. Rooney segist hafa lært og þroskast mikið eftir að hafa gengið til liðs við Man. Utd, bæði innan vallar sem utan. "Ég ætla að reyna að komast hjá því að vera bókaður fyrir mótmæli eða kjaftbrúk á þessu tímabili. Ég ætla ekki að fá gul spjöld fyrir vitleysisgang," segir Rooney. Hann segir að helsta ástæðan fyrir því að hann hafi valið að fara til Man. Utd. í staðinn fyrir Chelsea á sínum tíma hafi fyrst og fremst verið vegna staðsetninga félaganna. "Ég vildi vera nálægt fjölskyldunni minni í Liverpool og ef ég á að segja alveg eins og er hef ég aldrei hrifist af London. Eftir að áhugi Man. Utd var staðfestur kom ekkert annað til greina en að fara þangað," segir Rooney.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×