Easy does it 16. ágúst 2005 00:01 Ég verð sannfærðari um það með hverjum deginum að Hannes Smárason hefur bara eitt lokatakmark með eignarhlutnum í easyJet. Það er að eignast félagið að fullu. Hann má hins vegar ekkert tala um það, en hann verður alltaf skrítinn á svipinn þegar maður spyr hann út í þetta. - Ég þekki hann smá í gegnum sameiginlegan kunningja. Ég held að Hannes veðji á ósætti milli systkinanna sem eiga easyJet og muni ná yfirhöndinni innan tíðar. Í það minnsta hélt ég áfram að kaupa easyJet í vikunni og reyndar í FL Group líka. Ég hef enn þá trú á því að markaðurinn hér heima eigi eitthvað inni. Bankarnir eru enn á fullu við að koma peningum í vinnu og varla til sá jólasveinn sem eitthvað hefur grætt á uppsveiflunni að hann sitji ekki á fundum með fyrirtækjasviðum bankanna með einhverja fjárfestingaráætlun í útlöndum. Danmörk er greinilega í uppáhaldi og ég heyri sífellt fleiri bölva því að hafa ekki sinnt skóladönskunni betur. Heyrði meira að segja einn flytja hjartnæma ræðu fulla af eftirsjá um hvað hann hefði verið andstyggilegur við dönskukennarann sinn. - Hann var reyndar dáldið fullur. Ef Danir fara ekki að taka sig á í eigin viðskiptalífi, þá munu Íslendingar kaupa Danmörku innan tíu ára. Ég legg reyndar til að lesendur klippi út þennan pistil og hafi hann á ísskápnum hjá sér næstu tíu árin. Ef ég væri ráðgjafi ömmu minnar í fjárfestingum - sem ég er ekki - þá myndi ég ráðleggja henni að halda bréfunum í bönkunum eitthvað lengur. Ég sagði um daginn við félaga minn að Landsbankinn ætti auðveldlega inni gengið 22 og að Íslandsbanki ætti líka smá sveiflu upp. Eina ástæðan fyrir því að ég geng ekki um bæinn og segi það sama um KB banka er að hann er orðinn svo stór að íslenski markaðurinn ræður varla við hann lengur. Maður hittir alltaf einn og einn sem eru að spá þessu öllu niður. Helst eru þetta einhverjir háskólakennarar sem aldrei hafa hagnast á nokkrum hlut. Ekki einu sinni því að mennta sig. Ef maður hefði alltaf hlustað á vel menntaða úrtölumenn, þá ætti maður ekki það sem maður á í dag. Spákaupmaðurinn á horninu Á gráa svæðinu Spákaupmaðurinn Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Ég verð sannfærðari um það með hverjum deginum að Hannes Smárason hefur bara eitt lokatakmark með eignarhlutnum í easyJet. Það er að eignast félagið að fullu. Hann má hins vegar ekkert tala um það, en hann verður alltaf skrítinn á svipinn þegar maður spyr hann út í þetta. - Ég þekki hann smá í gegnum sameiginlegan kunningja. Ég held að Hannes veðji á ósætti milli systkinanna sem eiga easyJet og muni ná yfirhöndinni innan tíðar. Í það minnsta hélt ég áfram að kaupa easyJet í vikunni og reyndar í FL Group líka. Ég hef enn þá trú á því að markaðurinn hér heima eigi eitthvað inni. Bankarnir eru enn á fullu við að koma peningum í vinnu og varla til sá jólasveinn sem eitthvað hefur grætt á uppsveiflunni að hann sitji ekki á fundum með fyrirtækjasviðum bankanna með einhverja fjárfestingaráætlun í útlöndum. Danmörk er greinilega í uppáhaldi og ég heyri sífellt fleiri bölva því að hafa ekki sinnt skóladönskunni betur. Heyrði meira að segja einn flytja hjartnæma ræðu fulla af eftirsjá um hvað hann hefði verið andstyggilegur við dönskukennarann sinn. - Hann var reyndar dáldið fullur. Ef Danir fara ekki að taka sig á í eigin viðskiptalífi, þá munu Íslendingar kaupa Danmörku innan tíu ára. Ég legg reyndar til að lesendur klippi út þennan pistil og hafi hann á ísskápnum hjá sér næstu tíu árin. Ef ég væri ráðgjafi ömmu minnar í fjárfestingum - sem ég er ekki - þá myndi ég ráðleggja henni að halda bréfunum í bönkunum eitthvað lengur. Ég sagði um daginn við félaga minn að Landsbankinn ætti auðveldlega inni gengið 22 og að Íslandsbanki ætti líka smá sveiflu upp. Eina ástæðan fyrir því að ég geng ekki um bæinn og segi það sama um KB banka er að hann er orðinn svo stór að íslenski markaðurinn ræður varla við hann lengur. Maður hittir alltaf einn og einn sem eru að spá þessu öllu niður. Helst eru þetta einhverjir háskólakennarar sem aldrei hafa hagnast á nokkrum hlut. Ekki einu sinni því að mennta sig. Ef maður hefði alltaf hlustað á vel menntaða úrtölumenn, þá ætti maður ekki það sem maður á í dag. Spákaupmaðurinn á horninu
Á gráa svæðinu Spákaupmaðurinn Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira