Ólýsanleg stemming í Frankfurt 11. ágúst 2005 00:01 Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflvíkinga sagðist þokkalega sáttur við leik sinna manna í Frankfurt í gær, þrátt fyrir tapið. "Auðvitað er alltaf leiðinlegt að tapa og maður fer auðvitað ekki í leiki með annað fyrir augum en að sigra, en ég held að maður meigi nú alveg una því að tapa 2-0 á útivelli fyrir liði í Bundesligunni," sagði Kristján, sem var ekkert sérlega kátur með dómara leiksins. "Mér þótti dálítið blóðugt að við skyldum fá á okkur þessa vítaspyrnu svona rétt eftir að Guðmundur á stangarskotið og ég get ekki sagt að ég sé sáttur við dómgæsluna í leiknum. Þeir fá samt aragrúa af færum í leiknum, þannig að maður verður líklega að kyngja þessu bara," sagði þjálfarinn. "Við lögðum auðvitað upp með það að verjast og sitja mjög aftarlega í þessum leik, því við vissum að þeir myndu koma dýrvitlausir til leiks og pressa stíft. Þeir gáfu það út að þeir ætluðu sér að skora snemma og þó það hafi að vísu tekist hjá þeim, varð það til þess að slá okkur dálítið utan undir. Eftir þetta mark þeirra fannst mér við komast bara ágætlega inn í leikinn og eins og ég sagði var blóðugt að fá á sig þetta víti," sagði Kristján, sem lýsti stemmingunni sem ógleymanlegri stund fyrir sig og strákana í liðinu. "Þessi völlur er náttúrulega ótrúlega glæsilegur og það verður leikið á honum á HM næsta sumar. Stemmingin var frábær, ekki bara hjá áhorfendum, heldur einnig á meðal leikmanna beggja liða. Það fór mjög vel á með öllum hérna inni á leikvellinum eftir að flautað var af og nú vonum við bara að við náum að stríða þeim aðeins heima í Keflavík í seinni leiknum. Ef við skorum mark á þá snemma, er aldrei að vita hvað við náum að gera," sagði þjálfarinn í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi. Íslenski boltinn Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Fleiri fréttir Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Sjá meira
Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflvíkinga sagðist þokkalega sáttur við leik sinna manna í Frankfurt í gær, þrátt fyrir tapið. "Auðvitað er alltaf leiðinlegt að tapa og maður fer auðvitað ekki í leiki með annað fyrir augum en að sigra, en ég held að maður meigi nú alveg una því að tapa 2-0 á útivelli fyrir liði í Bundesligunni," sagði Kristján, sem var ekkert sérlega kátur með dómara leiksins. "Mér þótti dálítið blóðugt að við skyldum fá á okkur þessa vítaspyrnu svona rétt eftir að Guðmundur á stangarskotið og ég get ekki sagt að ég sé sáttur við dómgæsluna í leiknum. Þeir fá samt aragrúa af færum í leiknum, þannig að maður verður líklega að kyngja þessu bara," sagði þjálfarinn. "Við lögðum auðvitað upp með það að verjast og sitja mjög aftarlega í þessum leik, því við vissum að þeir myndu koma dýrvitlausir til leiks og pressa stíft. Þeir gáfu það út að þeir ætluðu sér að skora snemma og þó það hafi að vísu tekist hjá þeim, varð það til þess að slá okkur dálítið utan undir. Eftir þetta mark þeirra fannst mér við komast bara ágætlega inn í leikinn og eins og ég sagði var blóðugt að fá á sig þetta víti," sagði Kristján, sem lýsti stemmingunni sem ógleymanlegri stund fyrir sig og strákana í liðinu. "Þessi völlur er náttúrulega ótrúlega glæsilegur og það verður leikið á honum á HM næsta sumar. Stemmingin var frábær, ekki bara hjá áhorfendum, heldur einnig á meðal leikmanna beggja liða. Það fór mjög vel á með öllum hérna inni á leikvellinum eftir að flautað var af og nú vonum við bara að við náum að stríða þeim aðeins heima í Keflavík í seinni leiknum. Ef við skorum mark á þá snemma, er aldrei að vita hvað við náum að gera," sagði þjálfarinn í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi.
Íslenski boltinn Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Fleiri fréttir Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Sjá meira