Fótbolti

Glódís lang­best Ís­lendinga í nýja leiknum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Það kemur kannski fáum á óvart að Glódís Perla Viggósdóttir sé besta knattspyrnukona Íslands í nýjasta leik EA FC.
Það kemur kannski fáum á óvart að Glódís Perla Viggósdóttir sé besta knattspyrnukona Íslands í nýjasta leik EA FC. Manuel Winterberger/Eurasia Sport Images/Getty Images

Landsliðskonan Glódís Perla Viggósdóttir er langbesti leikmaður Íslands ef marka má einkunnagjöf nýjustu útgáfu tölvuleiksins EA FC.

EA FC 26 kemur út þann 26. september næstkomandi og þessum vinsæla tölvuleik er yfirleitt beðið með mikilli eftirvæntingu.

Nú þegar er búið að birta einkunnagjöf leikmanna í leiknum og er áhugavert að skoða hvað framleiðendum tölvuleiksins finnst um leikmenn frá Íslandi.

Leikmenn fá einkunnir fyrir ýmsa tölfræðiþætti leiksins, svo sem hraða, skot, sendingar og fleira. 

Af íslenskum leikmönnum ber Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður Bayern München og íslenska lanmdsliðsins af. Hún fær 84 af 99 í einkunn, en næst á eftir henni er Sveindís Jane Jónsdóttir með 80.

Albert Guðmundsson fær hæstu einkunn íslenskra karla í leiknum, eða 79, einu stigi meira en Hákon Arnar Haraldsson.

Hægt er að skoða einkunnir íslenskra leikmanna með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×