Sport

Þurftu að af­lýsa síðasta leggnum vegna mót­mæla

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ekkert varð af síðustu dagleið Spánarhjólreiðanna.
Ekkert varð af síðustu dagleið Spánarhjólreiðanna. Dario Belingheri/Getty Images

Skipuleggjendur Spánarhjólreiðanna neyddust til að aflýsa síðustu dagleið keppninnar sökum þess að mótmælendur hindruðu för keppenda.

Mótmælendur voru samankomnir úti á götum Madrídar, þar sem síðasti leggur keppninnar átti að fara fram. Mótmælin eru til komin vegna samstöðu með palestínsku þjóðinni vegna aðgerða Ísraela og hefur reiði mótmælenda í miklum mæli beinst að einu af liðunum í keppninni

Liðið heitir Israel Premier Tech og er í eigu ísraelsk auðmanns.

Mótmælendur ýttu niður varnargirðingum inn á keppnisleiðina og til átaka kom milli mótmælenda og lögrelumanna. Alls höfðu yfir þúsund lögreglumenn verið sendir út á götur spænsku höfuðborgarinnar.

Þar sem ekki var hæt að klára síðustu dagleið Spánarhjólreiðanna var ákveðið að Daninn Jonas Vingegaard, sem leiddi keppnina fyrir síðasta legginn, skildi krýndur sigurvegari. Joao Almeida hafnaði í öðru sæti og Tom Pidcock í því þriðja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×