Vilja framsal Husmain frá Ítalíu 2. ágúst 2005 00:01 Ekkert lát er á aðgerðum lögreglunnar í London í kjölfar misheppnaðra árása á borgina fyrir tólf dögum. Tveir menn í viðbót voru handteknir í gærkvöldi. Mennirnir voru handteknir í áhlaupi lögreglunnar á þrjár íbúðir í suðurhluta borgarinnar í gærkvöldi. Aðgerðir lögreglu- og öryggissveita undanfarnar vikur eru þær viðamestu í Bretlandi síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Fleiri en þrjátíu hafa verið handteknir bara vegna seinni árásarhrinunnar á London og yfirheyrslur standa nú yfir tuttugu þeirra. Flest bendir til að Osman Hussain, einn árásarmannanna fjögurra, sem handtekinn var á Ítalíu, hafi komist með lest frá London eftir árásirnar. Það þykir hið mesta hneyksli og stjórnvöld í Bretlandi íhuga að herða reglur um vegabréfaeftirlit við lestarstöðvar hið snarasta. Hússein hefur verið ákærður samkvæmt ítölskum hryðjuverkalögum, en þau gera lögregluyfirvöldum þar kleyft að yfirheyra hann í allt að níu mánuði. Bresk stjórnvöld hafa farið þess á leit að yfirheyrslurnar taki snöggt af og Hússein verði framseldur til Bretlands sem allra fyrst. Skipaður lögfræðingur Hússains segir hins vegar ítölsk lögregluyfirvöld ekki á því að sleppa honum strax, enda segist þau hafa undir höndum gögn sem réttlæti það að halda eigi Hússein á Ítalíu um sinn. Hazel Blears, innanríkisráðherra Bretlands, ætlar á næstu dögum að funda með leiðtogum múslima um allt Bretland, og reyna að finna með þeim leiðir til að sameina ólíka menningarheima í Bretlandi. Hún segir ekki rétt að lögregla beini aðgerðum sínum sérstaklega að múslimum, þó að árásarmennirnir í London hafi allir verið múslimar. Það rökstyðji ekki að leitað sé á fólki eingöngu vegna þjóðernis eða trúarbragða. Í morgun opnaði Lestarlínan milli Hammersmith og City á nýjan leik, nærri mánuði eftir fyrri árásarhrinuna á London. Enn er ekki búið að opna fyrir allar leiðir í neðanjarðar lestakerfinu á ný, en talsmaður samgönguyfirvalda í London segir að vonast sé til að undir lok vikunnar verði búið að opna allar leiðir aftur. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Ekkert lát er á aðgerðum lögreglunnar í London í kjölfar misheppnaðra árása á borgina fyrir tólf dögum. Tveir menn í viðbót voru handteknir í gærkvöldi. Mennirnir voru handteknir í áhlaupi lögreglunnar á þrjár íbúðir í suðurhluta borgarinnar í gærkvöldi. Aðgerðir lögreglu- og öryggissveita undanfarnar vikur eru þær viðamestu í Bretlandi síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Fleiri en þrjátíu hafa verið handteknir bara vegna seinni árásarhrinunnar á London og yfirheyrslur standa nú yfir tuttugu þeirra. Flest bendir til að Osman Hussain, einn árásarmannanna fjögurra, sem handtekinn var á Ítalíu, hafi komist með lest frá London eftir árásirnar. Það þykir hið mesta hneyksli og stjórnvöld í Bretlandi íhuga að herða reglur um vegabréfaeftirlit við lestarstöðvar hið snarasta. Hússein hefur verið ákærður samkvæmt ítölskum hryðjuverkalögum, en þau gera lögregluyfirvöldum þar kleyft að yfirheyra hann í allt að níu mánuði. Bresk stjórnvöld hafa farið þess á leit að yfirheyrslurnar taki snöggt af og Hússein verði framseldur til Bretlands sem allra fyrst. Skipaður lögfræðingur Hússains segir hins vegar ítölsk lögregluyfirvöld ekki á því að sleppa honum strax, enda segist þau hafa undir höndum gögn sem réttlæti það að halda eigi Hússein á Ítalíu um sinn. Hazel Blears, innanríkisráðherra Bretlands, ætlar á næstu dögum að funda með leiðtogum múslima um allt Bretland, og reyna að finna með þeim leiðir til að sameina ólíka menningarheima í Bretlandi. Hún segir ekki rétt að lögregla beini aðgerðum sínum sérstaklega að múslimum, þó að árásarmennirnir í London hafi allir verið múslimar. Það rökstyðji ekki að leitað sé á fólki eingöngu vegna þjóðernis eða trúarbragða. Í morgun opnaði Lestarlínan milli Hammersmith og City á nýjan leik, nærri mánuði eftir fyrri árásarhrinuna á London. Enn er ekki búið að opna fyrir allar leiðir í neðanjarðar lestakerfinu á ný, en talsmaður samgönguyfirvalda í London segir að vonast sé til að undir lok vikunnar verði búið að opna allar leiðir aftur.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira