Lundúnalögreglan í viðbragðsstöðu 1. ágúst 2005 00:01 Skyttur og sérsveitarmenn í bresku lögreglunni eru á húsþökum og götum í Lundúnum í dag, tilbúnir að bregðast við nýrri hrinu hryðjuverkaárása. Breska lögreglan telur sig nú vita að þriðji hópur hryðjuverkamanna undirbýr sjálfsmorðsárásir á almenningsfarartæki í Lundúnum. Mennirnir eru allir sagðir Pakistanar en fæddir og uppaldir í Bretlandi, líkt og þeir sem gerðu árásirnar sjöunda júlí þar sem yfir fimmtíu voru drepnir. Þessi hópur er einnig sagður tengjast hópnum sem gerði fyrstu hrinu árásanna en sá hópur kom frá Leeds. Times hefur eftir bandarískum heimildamönnum að mennirnir tengist mosku í Finsbury Park í Lundúnum. Lögreglumenn segja Guardian þó að allir geri sér grein fyrir því að hryðjuverkamenn, hvort sem þeir eru herskáir íslamistar eða ekki, geta komið hvaðan sem er og verið hvernig sem er á litinn. Yfirmenn Lundúnalögreglunnar hafa einnig af því vaxandi áhyggjur að erfitt verði að halda því öryggis- og viðbúnaðarstigi sem nú er í borginni en þúsundir viðbótarlögreglumanna eru á götum borgarinnar, öll leyfi hafa verið afturkölluð og unnið er myrkranna á milli. Ian Blair, lögreglustjóri, dregur ekki dul á að menn hans eru orðnir örþreyttir. Sjö voru handteknir í Brighton í gær grunaðir um tengsl við hryðjuverkin, en ekki er vitað meira um það fólk. Bresk yfirvöld fóru formlega fram á það í dag að Osman Hussain, sem handtekinn var í Róm á föstudag, yrði framseldur. Það gæti þó tekið dágóðan tíma og jafnvel verið hafnað. Ítalskir saksóknarar hafa farið fram á rannsókn á hugsanlegum tengslum Osmans Hussain við alþjóðlega hryðjuverkastarfsemi og komi til réttarhalda væri í fyrsta lagi hægt að framselja hann af þeim loknum - sem gæti tekið meira en ár. Fái hann fangelsisdóm tæki það ennþá lengri tíma. Bresk öryggismálayfirvöld berjast með öllum ráðum við al-Qaeda, að því er virðist. Ísraelskir sérfræðingar hafa tekið eftir því í hálfan mánuð að vefsíður tengdar al-Qaeda og íslömskum öfgamönnum hafa horfið hver af annarri. Tugir vefsíðna þar sem gefnar eru leiðbeiningar um hvernig má setja saman vopn og sprengjur af öllum gerðum finnast ekki lengur og þykjast ísraelsku sérfræðingarnir sjá fingrafar bresku leyniþjónustunnar á þessu dularfulla hvarfi. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Sjá meira
Skyttur og sérsveitarmenn í bresku lögreglunni eru á húsþökum og götum í Lundúnum í dag, tilbúnir að bregðast við nýrri hrinu hryðjuverkaárása. Breska lögreglan telur sig nú vita að þriðji hópur hryðjuverkamanna undirbýr sjálfsmorðsárásir á almenningsfarartæki í Lundúnum. Mennirnir eru allir sagðir Pakistanar en fæddir og uppaldir í Bretlandi, líkt og þeir sem gerðu árásirnar sjöunda júlí þar sem yfir fimmtíu voru drepnir. Þessi hópur er einnig sagður tengjast hópnum sem gerði fyrstu hrinu árásanna en sá hópur kom frá Leeds. Times hefur eftir bandarískum heimildamönnum að mennirnir tengist mosku í Finsbury Park í Lundúnum. Lögreglumenn segja Guardian þó að allir geri sér grein fyrir því að hryðjuverkamenn, hvort sem þeir eru herskáir íslamistar eða ekki, geta komið hvaðan sem er og verið hvernig sem er á litinn. Yfirmenn Lundúnalögreglunnar hafa einnig af því vaxandi áhyggjur að erfitt verði að halda því öryggis- og viðbúnaðarstigi sem nú er í borginni en þúsundir viðbótarlögreglumanna eru á götum borgarinnar, öll leyfi hafa verið afturkölluð og unnið er myrkranna á milli. Ian Blair, lögreglustjóri, dregur ekki dul á að menn hans eru orðnir örþreyttir. Sjö voru handteknir í Brighton í gær grunaðir um tengsl við hryðjuverkin, en ekki er vitað meira um það fólk. Bresk yfirvöld fóru formlega fram á það í dag að Osman Hussain, sem handtekinn var í Róm á föstudag, yrði framseldur. Það gæti þó tekið dágóðan tíma og jafnvel verið hafnað. Ítalskir saksóknarar hafa farið fram á rannsókn á hugsanlegum tengslum Osmans Hussain við alþjóðlega hryðjuverkastarfsemi og komi til réttarhalda væri í fyrsta lagi hægt að framselja hann af þeim loknum - sem gæti tekið meira en ár. Fái hann fangelsisdóm tæki það ennþá lengri tíma. Bresk öryggismálayfirvöld berjast með öllum ráðum við al-Qaeda, að því er virðist. Ísraelskir sérfræðingar hafa tekið eftir því í hálfan mánuð að vefsíður tengdar al-Qaeda og íslömskum öfgamönnum hafa horfið hver af annarri. Tugir vefsíðna þar sem gefnar eru leiðbeiningar um hvernig má setja saman vopn og sprengjur af öllum gerðum finnast ekki lengur og þykjast ísraelsku sérfræðingarnir sjá fingrafar bresku leyniþjónustunnar á þessu dularfulla hvarfi.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“