Enn hætta á frekari árásum 30. júlí 2005 00:01 Yfirheyrslur yfir mönnunum sem breska lögreglan handsamaði í gær hófust í morgun, en mennirnir eru taldir vera þeir sem gerðu misheppnaðar hryðjuverkaárásir í Lundúnum fyrir rúmri viku. Enn er talin hætta á frekari árásum og að hrina standi yfir. Talsmenn bresku lögreglunnar segja aðgerðir gærdagsins ekki marka endalok lögreglurannsóknarinnar heldur sé um að ræða viðtæka og umfangsmikla aðgerð sem muni ekki fara fram hjá almenningi á næstu dögum. Einnig sé mikilvægt að almenningur sé á verði. Megináherslan er lögð á að rekja netið sem hryðjuverkamennirnir tilheyra og komast að því hvort að frekari árásir voru eða eru fyrirhugaðar. Hryðjuverkasérfræðingar segja allt benda til þess að árásirnar sjöunda júlí og svo þær misheppnuðu hálfum mánuði síðar marki upphaf árásahrinu. Auk mannanna þriggja sem handteknir voru í Lundúnum í gær og eins sem lögreglan í Róm handsamaði greinir SKY-fréttastöðin frá því að einn maður til viðbótar hafi verið handtekinn í gærdag en það mun hafa verið bróðir eins tilræðismannsins. Óljóst er hvort að hann átti að vera fimmti tilræðismaðurinn en fimm sprengjur hafa fundist sem hefur verið túlkað sem svo að alls hafi átt að gera fimm árásir. Í kjölfar handtökunnar í Róm hefur lögregla á Ítalíu gert leit á í það minnsta fimmtán stöðum sem flestir tengjast innflytjendum frá Erítreu og Eþíópíu. Innflytjendur frá þeim löndum eru taldir hafa aðstoðað, Osman Hussain sem var handtekinn í Róm, við að fela spor sín. Það berast sífellt fleiri vísbendingar um að sá hryðjuverkahópur sem gerði árásirnar tuttugasta og fyrsta júlí í London eigi rætur sínar að rekja til Austur-Afríku. Tengsl eins hryðjuverkamannsins við Ítalíu beinir einnig athyglinni að hryðjuverkastarfsemi þar en í yfirlýsingum hryðjuverkahópa á Netinu, þar sem gengist er við árásunum í London, er öðrum ríkjum hótað, meðal annars Ítalíu. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira
Yfirheyrslur yfir mönnunum sem breska lögreglan handsamaði í gær hófust í morgun, en mennirnir eru taldir vera þeir sem gerðu misheppnaðar hryðjuverkaárásir í Lundúnum fyrir rúmri viku. Enn er talin hætta á frekari árásum og að hrina standi yfir. Talsmenn bresku lögreglunnar segja aðgerðir gærdagsins ekki marka endalok lögreglurannsóknarinnar heldur sé um að ræða viðtæka og umfangsmikla aðgerð sem muni ekki fara fram hjá almenningi á næstu dögum. Einnig sé mikilvægt að almenningur sé á verði. Megináherslan er lögð á að rekja netið sem hryðjuverkamennirnir tilheyra og komast að því hvort að frekari árásir voru eða eru fyrirhugaðar. Hryðjuverkasérfræðingar segja allt benda til þess að árásirnar sjöunda júlí og svo þær misheppnuðu hálfum mánuði síðar marki upphaf árásahrinu. Auk mannanna þriggja sem handteknir voru í Lundúnum í gær og eins sem lögreglan í Róm handsamaði greinir SKY-fréttastöðin frá því að einn maður til viðbótar hafi verið handtekinn í gærdag en það mun hafa verið bróðir eins tilræðismannsins. Óljóst er hvort að hann átti að vera fimmti tilræðismaðurinn en fimm sprengjur hafa fundist sem hefur verið túlkað sem svo að alls hafi átt að gera fimm árásir. Í kjölfar handtökunnar í Róm hefur lögregla á Ítalíu gert leit á í það minnsta fimmtán stöðum sem flestir tengjast innflytjendum frá Erítreu og Eþíópíu. Innflytjendur frá þeim löndum eru taldir hafa aðstoðað, Osman Hussain sem var handtekinn í Róm, við að fela spor sín. Það berast sífellt fleiri vísbendingar um að sá hryðjuverkahópur sem gerði árásirnar tuttugasta og fyrsta júlí í London eigi rætur sínar að rekja til Austur-Afríku. Tengsl eins hryðjuverkamannsins við Ítalíu beinir einnig athyglinni að hryðjuverkastarfsemi þar en í yfirlýsingum hryðjuverkahópa á Netinu, þar sem gengist er við árásunum í London, er öðrum ríkjum hótað, meðal annars Ítalíu.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira